Hvað ætlar Þór að gera ef lánveitendur vilja ekki semja?

Það er ekki svo að skuldari geti einhliða ákveðið að semja um lægri vexti af lánum sínum. Ef lánveitandi vill ekki lækka vextina þá breytast þeir ekki.

Staða ríkisins er ekki verri en svo að flest bendir til þess að fjárlög ársins 2014 verði halla laus þrátt fyrir um 100 milljarða vaxtabyrði. Ef frá eru taldir vextir þá er nú þegar umtaslverður afgangur á ríkissjóði. Við þessar aðstæður er út í hött að tala um skuldabyrðina sem ósálfbæra. Það eru því engar líkur á að lánveitendur vilji semja um lægri vexti.

Hvað varðar endurskoðun á skuldum heimilanna þá hafa stjórnvöld ákaflega lítið vald um þær enda ríkissjóður ekki lánveitandinn. Alþingi getur því ekki gert neitt sem ekki stenst eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það er mjög ólílelgt að þvinguð lækkun á þegar umsömdum vöxtum muni verða talin standsast stjósrnarskránna af Hæstarétti.

Því er það svo að ef einhver flokkur er með það á stefnuskrá sinni fyrir næstu kosningar að lækka vexti á skuldum heimilanna þá er það jafn mikið lýðskrum og loforð Framsóknarflokksins um 20% flata lækkun skulda var fyrir síðustu kosningar. Í báðum tilfellum er þar um að ræða loforð um eitthvað sem er utan valdsviðs Alþiongis og er því ekki framkvæmanlegt öðvuvísi en að skattgreiðsendur borgi brúsann að mestu eða öllu leyti. Það kallar á enn meiri skattalækkanir.


mbl.is Segir skuldabyrði hins opinbera ósjálfbæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki svo að skuldari geti einhliða ákveðið að semja um lægri vexti af lánum sínum. Ef lánveitandi vill ekki lækka vextina...

Það er réttur allra að leita nauðasamninga. Vissulega er lánadrottnum frjálst að ákveða hvort þeir fallast á slíka samninga, en álíta það oft betri kost en að keyra skuldarann í algjört þrot.

Hvað varðar endurskoðun á skuldum heimilanna þá hafa stjórnvöld ákaflega lítið vald um þær enda ríkissjóður ekki lánveitandinn.

En hvað ef skuldirnar reynast ólöglegar? Ríkið getur ekki aðeins framfylgt lögum heldur ber því beinlínis skylda til þess. Ef til að byrja með væri bara farið að lögum myndi stór hluti þessara vandamála hverfa. Ásamt stórum hluta bankakerfisins, enda er það meira og minna byggt á löglausum gjörningum. Sú hreinsun sem nauðsynleg er hefur ekki enn átt sér stað.

Alþingi getur því ekki gert neitt sem ekki stenst eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar

En má þá lánveitandinn það? Hingað til hafa þeir fengið að komast upp með það í miklum mæli, en eins og áður segir er það eitt af því sem þarf að breyta til að hægt sé að leysa vandamálið.

Það er tómt mál að tala um að "lækka vexti" heldur þarf að lækka meintar skuldir, til samræmis við það sem lög kveða á um.

ekki framkvæmanlegt öðvuvísi en að skattgreiðsendur borgi brúsann að mestu eða öllu leyti

Það er ekki eignaupptaka að endurheimta ránsfeng. Þar af leiðandi þarf enginn að borga nokkurn skapaðan hlut fyrir það. Ef það hefur verið brotist inn til þín og verðmætum stolið, hver þarf þá að borga þegar lögreglan handtekur þjófinn og skilar þér eigum þínum? Og það sem er öllu mikilvægara: hver borgar þá ef það gerist ekki?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2012 kl. 02:43

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Í fyrsta lagi þá er það hlutverk lögreglu og dómstóla að framfylgja lögum en ekki ríkisstjórnar eða Alþingi. Vissulega er möguleiki að láta kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna taka á sig kostnaðinn við lækkun skulda ef þær reynat ólöglegar. Til þess að stjórnvöld geti knúið það fram þarf hins vegar fyrst að lyggja fyrir hæstaréttardómur um að þau séu ólögleg. Hvorki ríksstjórn né Alþingi hefur dómsvald og þeir aðilar geta því ekki skoruð úr um það hvort lánin séu ólögleg.

Verðtryggðu lánin þurfa því að fara fyrir dómstóla rétt eins og gengistryggðu lánin ef það á að vera mögulegt að "skila ránsfengnum". Það er nefnilega þannig að til að hægt sé fyrir tilstuðlan lögregnu að þvínga fram skil á ránsfengi þarf fyrst að liggja fyrir úrskurður af þar til bærum aðila að um ránsfeng sé að ræða. Hvorki ríksstjórnin né Alþigni er "þar til bær aðili" hvað varðar lánamál heimilanna.

Meðan ekki liggur fyrir dómur um að verðtryggð lán séu ólögleg þá eru lánveitendur í fullum rétti með að innheimta þau samkvæmt lánaskilmálum. Meðan svo er er ekki hægt að ná fram lækkun þeirra nema með samnigum við lánveitendur. Neiti þeir að semja þá gilda lánaskilmálarnir nema það falli dómur um annað.

Sigurður M Grétarsson, 10.8.2012 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband