9.7.2013 | 11:48
Nú kemur í ljós hvort forsetinn er raunverulegur forseti þjóðarinnar eða strengjabrúða auðmanna.
Þessi orð hafa gengið milli manna og er einfaldlega það sem málið snýst um. Við höfum séð það á því sumarþingi sem nú var að ljúka að ríksistjórnin er strengjabrúða auðmanna. Við íslendingar erum í veruelga slæmum málum ef forsetinn reynist vera það líka.
Hagfræðingar ASÍ hafa bent á það að þessi aðgerð og nokkrar aðrar aðgerðir stjórnvalda munu draga úr hagvexti hér á landi og þar með hafa neikvæð áhrif á lífskjör í landinu.
Það hefur komið fram að ríkisstjórnarflokkarnir fengu stóra styrki í kosningasjóði sína frá útgerðarmönnum. Ef lækkun veiðileyfagjaldsins gengur eftir þá er það mjög góð ávöxtun á það fé sem í það fór. Ef forsetinn skrifar undir þessi lög þá gefur það fullt tilefni til að skoða hverjir veittu styrki í hans kosningasjóð.
Forsetinn boðar til blaðamannafundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt
jarnar (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 15:49
Útúrsnúningar og blekkingar-umræða gagnast einungis ó-ábyrgum álitsgjöfum, og elítunni ríkis-fjölmiðlavæddu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2013 kl. 16:38
Ert þú þarna að tala um þá útrúrsnúninga og belikkingar umræðu þar sem verið er að halda því fram að þetta sé aðeins lagfæring á frumvarpi fyrri ríkisstjórnar eða þeirri haugalygi að ef þetta verði ekki samþykkt þá verði ekki hægt að innheimta veiðigjald á næsta ári?
Sigurður M Grétarsson, 9.7.2013 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.