Þar sem þetta hefur verið heimilað hefur það leitt til mikillar fjölgunar slysa á gangandi og hjólandi vegfarendum.

Það er rangt sem Fjóla segir að þetta hafi reynst vel í Bandaríkjunum. Þetta hefur leitt til mikillar fjölgunar á slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum. Samkvæmt athugun sem gerð var í 5 ríkjum Bandaríkjanna nokkrum árum eftir að þetta var heimilarð kom í ljós að á þeim gatnamótum sem lögin náðu til fjölgaði slysum á gangandi vegfarendum um 54% og á hjólreiðamönnum um 92% að meðaltali.

 Til viðbóar við þetta var mikið óhagræði af þessu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna þess að þeir ökumenn sem eru að bíða eftir færi til að taka hægri beygju á rauðu ljósi hafa tilhneygingu til að færa sig að gatnamótunum meðan þeir bíða færis og eru þá á gangbrautinni sem þverar þá götu sem þeir eru á og er með grænu gangbrautarljósi. Það tefur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum auk þess að auka slysahættu þeirra.

Til viðbóar við þetta er hagræðið fyrir ökumenn nánast ekki neitt á annatíma. Ástæðan fyrir því er sú að um leið og ökumaður kemur að gatnamótum sem ekki ætlar að taka hægri beygju þá bíður hann á þeim þangað til græna ljósið kemur og hann getur þá haldið áfram beint yfir gatnamótin eða tekið vinstri beygju. Hann kemur þá í veg fyrir að þeir sem á eftir koma geti tekið hægri beygjuna því hann er fyrir þeim. Af þessum sökum gagnast þeissi heimild ekki neitt við að stytta biðraðir við gatnamót á annatíma.

Fyrir fatlaða gangandi vegfarendur og þá sérstaklega blinda er þetta mikill farartálmi. Þeir geta þá mun verr en áður treyst því að ökumenn séu ekki að aka yfir gangbraut sem þeir þurfa að fara yfir þó þeir heyri hljóðið sem gefur til kynna að þeir séu á grænu gangbrautaljósi og megi ganga yfir götuna.Þþetta leiðir því til þess að þeir treysta sér síður til að ganga um hjálparlaust og það setur þeim miklar skorður. 

Það er því alveg ljóst að auk mikillar fjölgunar slysa á gangandi og hjólandi vegfarendum þá leiðir þetta til meira óhagræðis fyrir þá en þess hagræðis sem ökumenn njóta.

Það eru málefnanlegar ástæður fyrir því að hér á landi og reyndar í flestum Evrópuríkjum hefur þessi heimild ekki verið tekin upp. 


mbl.is Vilja hægri beygju á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég spyrja þig hvar þú færð heimildir fyrir þessu?

Íris Edda (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 19:02

2 Smámynd: Íris Edda Heimisdóttir

Má ég spyrja þig hvar þú færð heimildir fyrir þessu?

Íris Edda Heimisdóttir, 12.2.2014 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband