Svolítið skrýtin lögskýring

Reyndar er nú Brynjar eini lögfræðingurinn sem ég hef heyrt af sem túlkar þetta svona. Þetta hefur verið túlkað með öðrum hætti af fjölda lögfræðinga árum saman í fleiri sveitafélögum en Reykjavík. Til dæmis hefur þetta líka verið túlkað þannig að þetta ætti að gilda um öll önnur trúfélög bæði í Kópavogi og Garðabæ svo ég viti. Allavega úthlutaða Kópavogur Baháum ókeypis lóð og þegar Búddistafélag Íslands fékk lóði við Rauðavatn í Reykjavík þá voru þeir búnir að fá vilyrði fyrir ókeypis lóð í Garðabæ og að því er ég best veit líka á Akranesi. Ég veit heldur ekki betur en að Fríkikjur um allt land þar með talið í Reykjaví og Hafnafirði hafi fengið ókeypis lóðir auk Óháða safnaðarins og fleiri safnaða þannig að þetta hefur verið viðtekin venja löngu áður en þetta var sett í lög. Ætli kaþólska kirkjan hafi greitt fyrir lóðina í Landakoti eða fyrir lóðina undir kirkjuna sína í Stykkishólmi?

 

Það dómafordæmi sem Brynjar nefnir snýst um fjárstuðning sem Þjóðkirkjan fær frá ríkinu umfram aðra söfnuði út á ákveðnar skyldur sem hún hefur umfram þá. Af orðum hans að dæma snýst það aðallega um greiðslur í jöfnunarsjóði sókna sem engum öðrum en sóknum Þjóðkirkjunnar býðst að sækja um styrk úr. Það skýrist væntanlega af skyldu Þjóðkirkjunnar til að halda úti starfi í fámennum byggðarlögum sem aðrir trúsöfnuðir hafa ekki skyldur til. Svo koma til aðrar skyldur sem ríkið greiðir Þóðkirkjunni fyrir. Ef mismunun er réttlætt mað slíkum auknum skyldum þá má sú misnunun í fyrirgreiðslu að sjálfsögðu ekki vera meiri en nemur kostnaði Þjóðkirjunnar af þessum auknu skyldun því annars er komin mismunun sem ekki er hægt að réttlæta með efnislegum rökum.

 

Það er því ekki hægt að réttlæta stórar gjafir sveitafélaga til safnaða Þjóðkirkjunnar umfram söfnuði annarra trúfélaga vegna aukinna skylda Þjóðkirkjunnar enda þær skyldur ekki gagnvart sveitafélögunum sérstaklega auk þess sem Þjókirkjan hefur þegar fengið kostnaðinn við þessar auknu skyldur greiddar frá ríkissjóði.

 

Lögin um kirkjusjóð skyldar sveitafélögin til að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og þar er ekki tekið sérstakelga fram að það eigi einungis við um kirkjur Þjóðkirkjunnar. Því hafa aðrir kristnir söfnuðir líka fengið ókeypis lóðir. Þessir söfnuðir hafa ekki auknar skyldur eins og Þjóðkirkjan og því ekki hægt að bera það fyrir sig þegar aðrir túrsöfnuðir vilja fá slíkar lóðir líka út frá jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuðurinn, Kaþólska kirkjan og Rússneska rétttrúnarðarkirkjan hafa engar skyldur umfram Félag múslima, Ásatrúarfélagið eða Búddistafélaga Íslands og því ekki hægt að tala um þann dóm Hæstaréttar sem Brynjar vísar til sem dómarfordæmi um rétt til að veita þeim kristnu söfnuðum fyrirgreiðslu sem umfram hina sem eru ekki kristnir. Það er því alveg á tæru að úr því þessir kristnu söfnuðir fengu ókeypis lóðir þá verður að láta hina fá sömu fyrirgreiðslu.

 

Það er því alveg á tæru að jafræðisákvæði stjórnasrskrárinnar og lög um krisntisjóð saman skylda sveitafélög til að veita öllum trúfélögum lóðir. Telji menn það óeðlilegt þá þarf að breyta lögununum.


mbl.is Ólöglegt að gefa trúfélögum lóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú orðið fer ég ekki í kirkju vegna lélegs og ótrúverðugs sannleiksboðskapar, og fótboltinn á RÚV er alls ekki mitt áhugamál.

Samt hefur einhverjum yfirvöldum Mammons-guðsins tekist að troða þessum boðskap inná fjárkúgunarkerfið ríkisrekna, sem tekur allt frá öllum án þess að frelsi einstaklinga fái að ráða sínum "tekjum/lífeyri"? Hvað í ósköpunum er að hjá þeim sem stjórna hér öllu, frá fjármálaráðuneyti embættismanna og frímúraradómara á Skúlagötunni?

Skekkjan er svo stór, að ein athugasemd í bloggheimum dugar skammt til leiðréttingar á ríkisreknu dómstólaruglinu frímúrara-páfastýrða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2014 kl. 00:36

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég er alveg sammála þér Anna að það er óeðlilegt að trúfelög fái alla þessa fyrirgreiðslu. En úr því verið er að veita sumum þeirra hana þá verður það sama að ganga yfir þau öll.

Sigurður M Grétarsson, 14.6.2014 kl. 08:31

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kaþólska kirkjan greiddi fyrir sínar lóðir.

Ég veit um kristið trúfélag sem sótti um lóð undir kirkju í Kópavogi fyrir ekki svo mörgum árum. Það var auðsótt mál, en það skyldi greitt fyrir lóðina markaðsverð.

Brynjar er nú ekki bara að ögskýra þetta á eigin vegum. Hann vitnar í Hæstaréttardóm auk dóms Mannréttindadómstólsins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.6.2014 kl. 19:12

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kópavogsbær hefur ekki rukkað trúfélög fyrir lóðir. Fyrr nokkrum árum fengu Bhaiar ókeypis lóð á Nónhæð sem þeir svo hættu við að byggja á.

Hæstaréttardómurinn sem Brynjar vitnar í snýr að greiðslum vegna kostnaðar þjóðkirkjunnar vegna þess að hún hefur meiri skyldur en önnur trúfélög. Það er allt annar hlutur en að sveitafélögin fari að mismuna trúfélögum þjókirkjunni í vil varðandi lóðaúthlutanir. Sá dómur hefur því ekki fordæmisgildi gagnvart lóðaúthlutunbum.

Og jafnvel þó lögin heimiluðu slíka mismunun þá er ekkert sem skyldar sveitafélögin að mismuna trúfélögum með þeim hætti.

Sigurður M Grétarsson, 22.6.2014 kl. 23:04

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður M.

Hvað þykist þú vita! Það var ekki Kópavogur sem "gaf" lóðina á Nonhæð. Skoðaðu það áður en hálfur Kópavogur hefur verið gefinn í huga þínum.

Ég er með 100% vitneskju um kristna trúfelagið sem hitti bæði Sigurð Geirdal og Gunnar Birgisson, og lóðin var þeim velkomin en á markaðsvirði. Þú veist greinilega ekki shit eins og unglingarnir segja. Þetta er staðreynd sem ég hef frá prestinum sjálfum og lögmanninum og sem fór með honum á fund bæjarstjórans og forseta bæjarstjórnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.6.2014 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband