11.12.2014 | 18:35
Afleiðing af bankaskattinum sem fjármagnar skuldaniðurgreiðsluna.
Bankar eru ekki öðruvísi en önnur fyritæki hvað það varðar að ef settur er veltuskattur á þá mun það fara út í verðlegið á þjónustu þeirra. Það var því fyirséð að bankaskatturinn sem settur var á til að fjármagna skuldaniðurgreiðslu stjórnvalda myndi leiða tl aukins vaxtamunar hér á landi. Þar sem fyrirséð var að stýrivextir myndu lækka hér á landi þá hafa bankarnir ákveðið að auka vaxtamunin þannig að lækka ekki útlánsvexti á móti lækkun útlánsvaxta.
Það var því alla tíð fyriréð að það væru lántakar bankanna sem lentu að mestu í því að borga skuldarniðurgreiðsluna og ef skatturinn á þrotabúin verður dæmsur ólöglegur lendir þetta að enn meiri þunga á þeim.
Það eru því þeir verst settu sem borga nettó með þessari skuldaniðurgreiðslu meðan þeir betur settu fá nettó ávinning af henni. Þwetta bitnar fyrst og fremst á þeim sem ekki geta fjármagnað endurnýnun bíla sinna og dýrra heimilistækja án lántöku meða hinir sem geta gert það án lántöku sleppa betur við að greiða fyrir skuldalækkunina.
![]() |
Heimilin verða af hundruðum milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ja - ef þeir þurfa að borga þennan bankaskatt þá er þetta bera eðlilegt og ÞAÐ VISSU væntanlega allir.
Rafn Guðmundsson, 12.12.2014 kl. 00:43
Auðvitað er alltaf mismunandi hvernig fyrirækjum gengur, hver hagnaður þeirra er og hvernig þeim gengur í samkeppni.
En með sömu rökum má auðvitað halda því fram að allir skattar og gjöld á fyrirtæki verði á endanum borguð af almenningi.
Væri þá réttast að leggja öll gjöld og skatta af fyrirtækjum niður?
G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2014 kl. 10:52
Það er sama hver bransinn er, álagningin (í þessu tilviki vaxtamunur) er alltaf eins há og viðkomandi telur sig geta komist upp með. Ef ekki er hægt að leggja nóg á til að græða er einfaldlega hætt að selja vöruna.
ls. (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 13:44
Það er sama lögmal með bankaskattinn og virðisaukaskattinn. Jafn augljóst og fyrirsjáanlegt það er að hækkun virðisaukaskatts á matvæil mun leiða til hækkunar matarverðs þá var það ausljóst og fyrirsjáanlegt að hækkun bankaskatt myndi leiða til hækkunar á vaxtamun bankanna.
Vissulega geta markaðsaðstæður spilað inn í en í grunnin gildir það lögmál að hækkun kostnaðar fyrirtækja við að útvega og selja þá vöru og þjónustu sem þau selja leiðir til hækkunar á verði vöru þeirra og þjónustu.
Sigurður M Grétarsson, 13.12.2014 kl. 20:41
En þó að vaxtamunur hafi aukist hefa tekjur af vaxtamun líklega minkað hjá bönkunum.
En ef skattar fyrirrtækja leggjast af fullum þunga á almenning, er þá best fyrir almenning að hafa fyrirtæki skattlaus?
G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2014 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.