20.1.2016 | 14:17
Það skiptir máli hverjir stjórna.
Það að tvöfalt fleiri börn líði skort þegar kreppu er lokið og farið að bera á þennslu heldur en í dýpstu lægð kreppunar sýnir munin á stöðu hinna lakast settu þegar hægri stjórn eins og núverandi ríkisstjórn er við völd og þegar vinstri stjórn eins og ríkisstjónr Jónönnu Sigurðardóttir er við völd.
Þetta sýnir líka hversu vel ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst að verja hag þeirra verst setu í einni dýpstu kreppu Íslandssögunnar. Það sýnir svo ekki verði um villst að þrátt fyrir að margir haldi öðru fram þá stóð sú ríkisstjórn við það loforð sitt að "slá skjaldborg um heimilin".
Núverani ríkisstjórn hefur lækkað skatta á þá best settu en á sama tíma lækkað barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur að raungildi auk þess að hækka þátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Þar að auki hefur persópnuafsláttur lækkað að raungildi og þar með skattar hækkað á þá sem lægstar tekjur hafa.
Seinasta ríkisstjórn hefði farið öðruvísi að þannig að ef hún hefði haldið völdum værum við ekki að horfa upp á þessa miklu fjölgun barna sem líða skort eins og við horfum uppá í dag.
Skortur hjá börnum eykst á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.