Fáránlegt yfirklór.

Að bera þetta saman við hagsmuni í kringum neyðarlögin er fáránlegt. Þau voru unnin með leynd í þeim ráðuneytum sem höfðu með þau að gera og kynnt þingmönnum á sérstökum aukafundi sem var boðaður til vegna þeirra og keyrð í gegnum allar þrjár umræður á þingi á nokkrum klukkutímum. Það var því engin tími til hagsmunaskráningar tengt þeim.

Hvað varðar skattlagningu þá er þetta varla eini reikningurinn erlendra aðila á Tortóla sem stofnaður er til að forðast skatta í heimalandinu. Ráðgjöf bankans hefur væntanlega snúist að miklu leyti um einmitt það. Skattahagræðið sem af því hlýst þó allt sé gefið upp er að þarna er reikningurinn staðsettur á lágskattastað sem þó telst vera hluti Bretlands og þar með nær tvísköttunarsamningur okkar við Bratland til eigna þar. Síðan eru greiddir mjög lágir skattar á Tortóla og vegna tvísköttunarsamningsins þá má Ísland ekki leggja skatta aftur á sama skattstofn. Skattar hér á landi eru þá fyrst og fremst skattar af arðgreiðslum af íslenskum hlutabréfum og íslenskum skuldabréfum í eignarsafni félagsins. Ef það hefur verið mikill hluti eigna þess þá fellur um sjálft sig röksendin fyrir því að félagið hafi þurft að vera erlendis vegna stórnmálaþátttöku Sigmundar svo ekki séu beinir hagsmunir hennar af ákvörðunum hans. Í því efni skiptir engu máli hvar félagið er staðsett ef umsvif þess eru fyrst og fremst á Íslandi.

Það að forsætisráðherrahjónin hafi ákveðið að láta frekar ríkiskassa Tortóla njóta skatttekna af ryrirtækinu heldur en ríkissjóð Íslands vegna þess að skattprósentan er lægri á Tortóla er meðal þess sem verið er að gagnrýna í ljósi starfs Sigmundar. Vissulega er ekki verið að brjóta skattareglur með þessu en það er verið að nýta sér smugur í skattareglum sem eru til komnar vegna skattaskjóla með tvísköttunarsamninga við Ísland.

Í þessu efni má einnig hafa í huga skrif Gauta Eggertssonar sem starfað hefur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna. Greinina hans má sjá hér.

http://blog.pressan.is/.../forsaetisradherra-og.../...

Þar kemur maðal annars fram að þó Ísland hafi náð langt í að byggja aftur upp lánstraust á erlendim fjármálamörkuðm þá sé enn langt í land að það verði viðunandi. Ef forsætisráherrhjón landsins komast upp með það að vera með eignir sínar í skattaskjóli og að forsætisráðherran haldi samt embætti sín þá muni aðilar á fjármálamarkið tengja það spillingu í stjórnmálum og því að Íslendingar hafi lítið lært af hruninu og mun það því spilla lánstrausti og þar með lánskjörum Íslendinga. Ef Sigmundur tekur þjóðarhag fram yfir eigin hagsmuni eins og hann vill vera látæ þá ætti han að gera sitt til að það gerist ekki og eina leiðin til þess er að segja af sér.

Höfum í huga í þessu efni að Ísland hefur undirgengist að taka þátt í því með öðrum OECD ríkjum að berjast með þeim gegn skattaskjólum og því skýtur það skökku við ef fjölskylduauður forsætisráðherra sé geymdiur í slíkum skattaskjólum. Hann er þá persónulega að vinna gegn stefnu íslenskra stjórnvalda og fjölþjóðlegum skuldbyndingum landsins.


mbl.is Hvað snýr upp og niður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Síðan eru greiddir mjög lágir skattar á Tortóla og vegna tvísköttunarsamningsins þá má Ísland ekki leggja skatta aftur á sama skattstofn. Skattar hér á landi eru þá fyrst og fremst skattar af arðgreiðslum af íslenskum hlutabréfum og íslenskum skuldabréfum í eignarsafni félagsins. Ef það hefur verið mikill hluti eigna þess þá fellur um sjálft sig röksendin fyrir því að félagið hafi þurft að vera erlendis vegna stórnmálaþátttöku Sigmundar svo ekki séu beinir hagsmunir hennar af ákvörðunum hans. Í því efni skiptir engu máli hvar félagið er staðsett ef umsvif þess eru fyrst og fremst á Íslandi".

Þetta er athyglisvert, og einnig pistillinn hans Gauta, vilja ráðamenn gera sjálfa sig að athlægi út um allann pólitíska heiminn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2016 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband