Það kostar margfalt meira að leggja ekki borgarlínuna

Það er gert ráð fyrri því að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70 þúsund fram til ársins 2040. Ef það á að leysa samgðngumál þetta mikið fjölmennari byggðar með einkabílum þá kostar það unferðamannvirki upp á nokkur hundruð milljarða. Það er gert ráð fyrir að til þess að næstum því en ekki þó alveg ná að halda sama tafatíma í unmferðinni og er í dag þá þurfi að leggja 150 milljarðar í stofnbrautir og um 100 milljarða í aðrar götur. Einnig muni þurfa að búa til 100 til 150 þúsund bílastæði sem kosta nokkur hundruð milljarða enda þarf þá stór hluti þeirra að vera í bílastæðahúsun þar sem stæðið kostar yfirlitt um 5-7 milljónir. Þá á eftrir að taka til afleiddan kostnað af aukinni bílaumferð eins og aukin þörf fyrir hljóðmanir eða hljóðeinangrandi gler í húsum auk heilbrigðiskostnaðarins af auknu svifryki.

Það felst því mikill sparnaður í því að færa þessa auningu í umferð yfir almenningssamgöngur og hjólreiðar þannig að ekki þurfi að koma til breikkun gatna og byggingu mislægra gatnamóta.

Avo má benda á hversu slæm á hrif dreifð byggð þar sem það þarf aðfara á bíl allra ferða hefur á heilsufar og lífsgæði borgarbúa.

Borgarskipulag þar sem bílaeign er félagslegur aðgönguuniði því það er illmögulegt að stunda vinnu, sinna tómstundum, líkamsrækt og heimsóknum til vina og ættingja án þess að eiga bíl er dæmi um misheppnað borgarskipula. Það er einmitt eitt af mikilvægari hlutverkum borga að sjá um samgöngumál og þar verður að vera hægt að lifa góðu lífi í borginni án þess að eiga bíl eða kosta miklu til leigubíla til að geta lifað eðlilegu lífi í borginni. Höfuðborgarvæðið er þannig í dag að þar er bíaeign félaglegur aðgöngumiði og því er það eitt af mikilvægusgu verkefnum sveitaféwlaganna þar að breyta því. Því eru sveitafélögin að stefna að með borgarlínunni.


mbl.is Kostar heimili 1-2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist gera ráð fyrir að fjáraustur í Borgarlínuna muni komi í staðinn fyrir fjárfestingu í gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu.

Jafnvel þó sú fjarstæðukennda forsenda standist að notkun á almenningssamgöngum þrefaldist þá mun samt þurfa að fjárfesta fyrir tugi milljarða götum og bílastæðum. Einfaldlega vegna þess að gatnakerfið er þegar sprungið og það er óhjákvæmilegt að bílum muni fjölga enn frekar.

Spurningin er því hvort það sé réttlætanlegt að henda 100 milljörðum í eitt samgöngukerfið í viðbót, sem ólíklégt er að nýtist að fullu, eða hvort það sé betra nýta fjárfestinguna í þá innviði sem nýtist bæði einkabílum og almenningssamgöngum. Og til vörudreifingar...og til öryggisþjónustu svo sem sjúkrabíla, slökkvibíla osfrv osfrv.

Við skulum ekki gleyma að einkabíllinn er eina sjálfbæra samgöngukerfið sem greiðir fyrir eigin innviði með sköttum á notkun. Allt annað er stórkostlega niðurgreitt af skattfé og einkabílnum með nýtingu á sameiginlegum innviðum.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 8.1.2018 kl. 09:01

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég hef ekki sagt að borgarlínan sé lausn allra samgöngumála en öflugt almenningssamgöngukerfi er forsenda þess að leysa það. Ef ekki tekst að auka hlut annarra ferðamáta en einkabílsins þannig að ekki verði aukning á akstri einkabíla þrátt fyrir fjölgun íbúa um 70 þúsund þá þarf líka að setja fé í götur en þeim mun minni sem hlutur einkabíla er í umferðinni þeim mun minna þarf að setja í það og því verður sparnaður fyrir hvern aðila sem fer með öðrum hætti en eiknabíl á mili staða á annatíma. Hvernig menn ferðast utan annatíma skiptir minna máli.

Það er rangt að einkabíllin greiði sjáflur fyrir þá innviði sem þarf að byggja upp vegna hans. Sértækir tekjustofnar af notkun einkabíla duga ekki einu sinni fyrir útgjöldum ríkisins til vegamála og þá eru öll útgjöld sveitafélaganna þar fyrir utan en þau fá ekkert af þessum tekjum. Notkun einkabíla er því mun meira niðurgeidd af skattfé an aðrir samgöngumátar. Það er ein af ástæðum þess að það verður sparnaður við það að hlutur einkabíla í umferðinni á annatíma minnkar.

Sigurður M Grétarsson, 8.1.2018 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband