Nú er ég bullandi óánægður með formann míns flokks.

Það er alveg jafn mikil ástæða til að styðja Taiwan og Tíbet í sjálfstæðisbáráttu sinni eins og Kosovo og Palestínumenn. Ef Ísland greiðir atkvæði gegn aðildarumsókn Taiwans þá höfum við gert illa í buxurnar í mannréttingamálum. Við eigum að hætta að sleikja rassinn á þeim fjöldamorðingjum, sem ráða ríkjum í Kína og styðja með mætti sjálstæðisbaráttu bæði Taiwan og Tíbeta hverjar, sem afleiðingarnar verða í samskiptum okkar við Kína.


mbl.is Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er sennilega nauðsynlegur liður í að komast í öryggisráðið.

Sigurður Þórðarson, 15.3.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Ingibjörg talar tungum tveim. 

Nú er hún farin að skilja hvað er að hafa vald og þurfa að hlýta því.....alveg sannfærður um að hún hefði stutt stríðið í Írak ef hún hefði verið utanríkisráðherra þá.

Megi hún vel lifa með þessari ákvörðun sinni....hún er ekki gerð í mínu nafni.

Gísli Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er ljóst með hvaða hugarfari við sækjum um aðild að Öryggisráðinu.

Hvað um allar postullegar yfirlýsingar um rödd þessarar litlu þjóðar á alþjóðavettvangi?

Ætli undirlægjuhátturinn verði ekki sýnilegastur af framgöngu okkar fulltrúa?

Árni Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 15:45

4 identicon

Árni er nær kjarnanum en þú ágæti Sigurður. Hvað svo sem er persónuleg skoðun ISG þá er það stefna ríkisstjórnarinnar sem blívur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:00

5 identicon

Heill og sæll; Sigurður og aðrir skrifarar !

Ekki seinna vænna; að þið kratar farið að rumska, til vitundar um, á hvaða hræsni og yfirdrepsskap, meðfram blaðurtækni; Samfylkingardrusla ykkar er grundvölluð.

Sannakallaður ósómi Íslands; ykkar hreyfing, hver; líkt og hýenan, skríður í skjól þeirra, sem hún hyggur betur mega, en er jafnframt tilbúin, að glefsa frá sér, þegar Stóri bróðir (Evrópusambandið), leppríkjasamkunda bandarískra heimsvaldasinna er í sjónfæri lydduháttarins. 

Með sæmilegum kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Sigurður!

Ég er innilega sammála þér í þessum hressilega pistli. veit þó ekkert í hvaða flokki þú ert í, og hef takmarkaða þekkingu á hver er hvað í stjórnmálum. En eftir að hafa séð heimildarmyndina "Undercover í Tibet" á blogginu hennar Birgittu, ertu svo sannarlega og rúmlega það með rétt fyrir þér.

Konan mín er hálf Kínversk og mamma hennar flúði frá morðingjum Kínastjórnar frá þeim hluta Kína sem er næst Burma og Thailandi.

Ef bara 10% af því er satt sem hún segir og ég rengi hana ekki, er þessi mynd sem ég kann því miður ekki að kópera "linka" á og setja inn á tölvur, er svo svakaleg að hún er svolítið sem ætti að sýna stanslaust í sjónvarpi um alla siðmenntaða veröld!

Þetta er fólk sem lagði sig í lífshættu sem ég myndi ekki þora, og tel ég mig geta eitt og annað í hættulegum málum.

Bara svona til að gefa hugmynd um þetta, er það bara þeir heppnu sem eru skotnir umsvifalaust. En það virðist ekki nægja fyrir Kína að drepa menn með hnakkaskoti. Þeir gefa sér tíma til að pynta þetta fólk með ótrúlegustu aðferðum!

Ég skora á alla að horfa á þessa mynd og segja síðan sína skoðun hvort eigi að vera með í neinu sambandi við Kínastjórn. Jafnframt að tala ekki illa um Kína ef þið eigið e-mail vini í Kína. Ég á einn mail vin sem er verslunarstjóri fyrir fataverksmiðju í Kína, og eitt ógætilegt orð frá mér til hans, gæti kostað hann lífið, vinnunna eða eitthvað, því hann er í sambandi við fyrirtæki í Evrópu sem kaupa föt þarna og þess vegna undir eftirliti Internetlögreglu Kínastjórnar.

PS.

Er búin að svara kommentinu þínu í umferðarteppumálinu á blogginu hans Viðars.. 

Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband