Er þá ofbeldi í lagi ef fórnarlambið bíður ekki skaða af?

Þessi dómur er út í hött. Samkvæmt þessu er í lagi að beita fólk ofbeldi ef það er gert með þeim hætti að það veldur aðeins sársauka en veldur ekki fórnarlambinu skaða að öðru leyti. Þvílíkur hálfviti getur þessi dómari verið. Ætli þetta hafi nokkuð verið dómarinn, sem fékk starfið út á reynslu sína, sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sem kvað upp þennan dóm?
mbl.is Flengingar ekki alltaf ruddalegt eða ósiðlegt athæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grundvallaratriði vestræns réttarkerfis:

"Saklaus þar til sekt er sönnuð"

Voðalega á fólk erfitt með að skilja þetta.

Gulli (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Enginn vafi um sektina, dómaranum "fannst" bara brotið ekki vera brot.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.8.2008 kl. 19:42

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég vildi frekar refsa þeim sem var svo vondur við Sigga litla M þegar hann var lítill, úr því hann hefur hlotið svona mikinn skaða og glatað glórunni smám saman.

Eina sem virðist gott við hann er að hann er krati.

Sigurður Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég get alveg fullvissað nafna minn um það að glórunni held ég enn að öllu leyti. Spurning um ákveðin dómara í Héraðsdómi Norðurlands eystra hvort það sama eigi við um hann.

Sigurður M Grétarsson, 17.8.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband