"Fangar" eða "gíslar"

Af hverju stafar það að fjölmiðlamenn á Vesturlöndum kalla alltaf þá Palestínumenn, sem Ísraelar hafa í haldi "fanga" og tala um að þeir séu "handteknir" þegar þeir eru teknir en þeir Ísraelar, sem Palestínumenn eða Hezbolla hafa í haldi alltaf kallaðir "gíslar" og talað um að þeim sé "rænt" þegar þeir eru teknir?

 

Er þetta ekki dæmi um hlutdræga frásögn Vestrænna fjölmiðla af ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs? Vestrænir fjölmiðlar eru almenn talsvert hlutdrægir í frásögnum af deilu Ísraela og Pelstínumanna Ísraelum í vil og þá sérstaklega í bandarískum fjölmiðlum.


mbl.is 200 föngum sleppt í Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gíslar eru their sem haldid er á laun án thess ad Raudi Krossinn eda önnur mannréttindasamtök fái ad vitja theirra, hvad thá adstandendur í trássi vid strídslög. Gíslar hafa heldur ekkert til saka unnid heldur eru notadir sem verzlunarvara.

S.H. (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jú þetta er hlutdræg frásögn íslenskra blaðamanna og fjölmiðla..

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það að stríðsföngum er haldið frá Rauða Krossinum eða öðrum hjálparsamtökum breytir þeim ekkií gísla. Það er hins vegar ólögleg meðferð stríðsfanga. Í því efni þarf þó að hafa í huga yfirburði Ísraela á hernaðarsviðinu. Ef þeir komast að því hvar ísraelskir stríðsfangar eru þá einfaldlega fara þeir og sækja þá og drepa fangaverði þeirra og hika ekki við að slátra óbreyttum borgurum, sem þar eru nærri ef þeir telja það nauðsynlegt til að ná í sinn mann. Það sýnir sagan okkur.

Þegar talað er um handtöku hermanns í hernámsliði erum við ekki að tala um fanga, sem hefur ekkert til sakar unnið. Vopnuð barátta gegn hernámi er heimil samkvæmt alþjóðalögum og því eru hermann hernámslið lögleg skotmörk og að sjálfsögðu einnig heimilt að taka þá höndum.

Ísraelar brjóra líka alþjóðalög og hafa sennilega margbrotið allar greinar Genfarsáttmálans um meðferð íbúa hernuminna svæða þannig að þeir eru svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi þegar þeir ásaka aðra um að brjóta þann sáttmála. Þeir hafa til dæmis dæmt fjölda palestínskra barna í fangelsi fyrir að kasta steinum í áttina að bryndrekum sínum. Þar erum við að tala í þúsundum. Fjöldi þessara barna hafa verið innan við 14 ára gömul. Þeir hafa síðan haldið þeim í fangelsum á svæðum, sem foreldrar þeirra eða aðrir ættingjar hafa ekki fengið að fara inn á svo þeir hafa ekki getað fengið heimsóknir frá þeim í fangelsin. Nánast öll ef ekki öll þessara barna hafa sætt pyntingum eða annars skonar illri meðferð annað hvort í fengelsi eða við yfirheyrslur eða á báðum stöðum. Það hefur til dæmis verið mikið um að þau hafi verið neydd til að standa lengi á sama stað úti í sólinni í miklum hita.

Svo skulum við ekki gleyma þeim börnum, sem þeir hafa einfaldlega skotið fyrir að henda grjóti að hermönnum eða bryndrekum.

Sigurður M Grétarsson, 18.8.2008 kl. 05:39

4 identicon

Eftir að hafa lesið nokkrar færslur af þessari síðu.... mar á ekki orð.

Það er til orð yfir menn eins og þig Sigurður.

Navíisti.

Ég samhryggist.

Páll (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Hvernig væri nú að koma með rök í stað skítkasts án raka?

Hvað er það nákvæmlega í mínum orðum, sem fær þig til að kalla mig "navíista" og af hverju? Hver eru þín rök gagn því, sem ég er að segja.

Ég segi nú bara þetta:

Eftir að hafa lesið þetta innlegg þitt..... mar á ekki orð.

Þeð er til eitt orð yfir menn eins og þig Páll.

Skítkastarar

Ég samhryggist.

Sigurður M Grétarsson, 26.8.2008 kl. 17:37

6 identicon

Heyrðu Sigurður, þetta var nú ekki meint neitt illa. Ekki átti þetta að vera neitt skítkast.

Mér finnst umfjöllun þín um þessi mál bara svolítið hlutdræg. En afhverju það ætti að vera, það hinsvegar veit ég ekki.

Biðst afsökunar ef ég hef móðgað þig.

Páll (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:51

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Er umfjöllun mín eitthvað hlutdrægari en fréttamanna, sem kalla þá menn "gísla", sem Palettínumenn taka en "fanga", sem Ísraelar taka og tala um að þeim, sem palestínumenn eru með í haldi hafi verið "rænt" en þeir, sem Ísraelar eru með í haldi hafi verið "handteknir"

Ef þú villt sjá virkilega hlutdræga umfjöllun um mánefni Miðausturlanda þá finnurðu vart hlutdrægari umfjöllun en á Omega og á vefnum Zion.is

Sigurður M Grétarsson, 28.8.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband