Apartheid ríkið Ísrael

Er það leiðin til að byggja upp líðræðisríki þar, sem allir hafa jafnan rétt án tillits til trúarbragða að gefa eftir land til að þeir, sem játa "óæskileg trúarbrögð" verði ekki hluti af íbúum landsins?

 

Hvernig er hægt að skilgreina land, sem land fólks með tiltekin trúarbrögð, í þessu tilfelli gyðingatrú, og vera samt með jafnrétti gagnvart öllum trúarhópum?

 

Staðreyndirn er sú að í Ísrael er rekin aðskilnaðarstefna, sem gefur Apartheid stefnunni í Suður Afríku ekkert eftir. Eini munurinn er að í Suður Afríku voru hvítir menn forréttindastéttin en í Ísrael eru það gyðingar. Gyðingar búa í sérstökum hverfum og þar mega aðrir ekki búa. Þar er betra mennta- og heilbrigðiskerfi en annars staðar í landinu. Samt greiða allir sömu skatta. Einu hjónaböndin, sem eru viðurkennd eru hjónabönd gyðinga. Gift fólk fær margs konar skattafyrirgreiðslu, sem aðrir fá ekki.

 

Að tala um Ísrael, sem lýðræðisríki þar, sem jafnrétti ríkir óháð trúarbrögðum er þvílíkt kjaftæði að það hálfa vær nóg. Þarna er Livin einfaldlega að reyna að blekkja heimsbyggðina og þá sérstaklega vesturlandabúa.


mbl.is Livni reitir ísraelska araba til reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef margoft bloggað um málefni hryðjuverkaríkissins ísrael og eins og þú nefnir réttilega, apartheid ríkið ísrael.. við litlar undirtektir bloggvina eða annara en þeirra sem eru zíonistar. uppskeran var klögur til stjórnar bloggsins td :)  

hér er ein td sem fékk ekki eina einustu umsögn fyrir rétt rúmri viku.

http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/736139/ 

Óskar Þorkelsson, 13.12.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Livni þarf að fá breiðan stuðning til að geta stýrt ríkinu. Hvað er betra en að reita araba til reiði. Kannski loftárás á bæi palestínumanna.

Gísli Ingvarsson, 13.12.2008 kl. 15:10

3 identicon

Ef þið haldið að ástandið sé slæmt í Ísrael þá ættuð þið að víkka sjónarhringinn aðeins og skoða alla helstu nágranna Ísraela, ef þið haldið virkilega að Ísrael sé einhverskonar "hryðjuverkaríki" eftir að þíð skoðið sögu ríkisins og sögu nágranna ríkjanna þá eruð þið of heimskir til þess að ykkur sé hjálpandi.

Sigmundur (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Málefni Ísraels eru flókin en þú hefur alveg einstakan vilja til að einfalda þau þér í hag.

he he þetta er einfalt.. ísrael er hryðjuverkaríki Laissez.. og akkurat EKKERT annað !  

Óskar Þorkelsson, 13.12.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigmundur. Ég hef skoðað sögu Ísraels. Stofnendur þess ríksi voru hryðjuverkamenn, sem frömdu grimmilega hryðjuverk gegn bæði Bretum og Aröbum. Þeir hröktu rúmlega 700 þúsund Araba frá heimikynum sínum í einhverjum verstu kynþáttahreinsunum eftirstríðsáranna til þess eins að ræna landi þeirra.

Þeir hafa ítrekað ráðist á nágrannaríki sín og hernumið Palestínu í áratugi og komið fram við íbúa hernámssvæða sinna af villimannslegri grimmd. Þeir eru smátt og smátt að sölsa undir sig allt land þeirra og eru búnir að koma Palestínumönnum fyrir á mjög litlum hluta lands þeirra og búnir að múra þá þar inni.

Inni í sínu eigin ríki ástunda þeir þjóðernishyggju með aðskilnaði "hinna útvöldu" og annarra. Slíkur aðskilnaður er fyllilega sambærilegur Apartheid stefnu Suður Afríku á sínum tíma. Þetta hafa meira að segja suður afrískir gyðingar sagt eftir að hafa kynnt sér ástandið í Ísrael.

Það að vera kallað hryðjuverkaríki og apartheidríki eru einfaldlega nafngiftir, sem Ísraela á fyllilega skilið. Þetta er niðurstaða fengin með því að kynna sér sögu Ísraels. Það er ekkert heimskulegt við það heldur eðlileg niðurstaða.

Sigurður M Grétarsson, 14.12.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband