22.4.2009 | 12:29
Nýtt kosningaloforð Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn veit að það skiptir þjóðina miklu næstu misserin að halda andlegri heilsu og viðhalda orku og jákvæðu hugarfari. Flokkurinn lofar því fyrir þessar kosningar að allir landsmenn fái 20% AFSLÁTT af öllum sólarlandaferðum næstu árin.
Þetta loforð mun ekki kosta skattgreiðendur neitt, því kostnaðurinn lendir allur á ferðaskrifstofum landsins. Þær munu hvort eð er þurfa að horfa uppá mikinn samdrátt í sölu og verulega rýrnun tekna, og því mjög líklegt að þær samþykki þessa snjöllu hugmynd. Með því að gefa öllum 20% afslátt munu fleiri en ella kaupa sér sólarlandaferðir og því er hugsanlegt að þetta muni, þegar upp er staðið, ekki kosta ferðaskrifstofurnar neitt.
x-B Flokkur sem lofar ekki upp í ermina á sér -
heldur upp í ermina á öðrum.
Mikilvægustu kosningarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Ef þú þekkir til nauðasamninga eða gjaldþrota, þá ættir þú að skilja þessa leið bæði þá lagalegu og tilfinningalegu. Ég þekki til hvorutveggja og óska engum að þurfa að ganga í gegnum svoleiðis sársauka og niðurlægingu því mér finnst þú vera að gera lítið úr fjölskyldum sem eru í vandræðum vegna einhvers utanaðkomandi sem þær urðu ekki valdar að. Vona að þú kynnir þér þetta betur. Kv. Soffía
Soffía (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 13:01
Það er svona þegar maður er að flýta sér. Alger skandall að (Hennes) "hólmsteina" svona. Gleyma bæði að geta heimilda og setja gæsalappir.
Hér koma heimildirnar:
http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=115729
Hér koms svo gæsalappirnar: ""
Sigurður M Grétarsson, 22.4.2009 kl. 13:10
Solffía. Það er alger misskilningur hjá þér að þessi leið Framsóknaraflokksins hjálpi fólki, sem horfir fram á gjaldþrot eitthvað meira en þær leiðir, sem stjórnarflokkarnir hafa boðað. Þessi leið hjálpara ekkert þeim, sem ekki geta greitt 80% eða meira af sínum skuldum.
Tökum dæmi um aðila, sem skuldar 20 milljónri en getur aðeins greitt 10 milljónir. Ef ekki er farin 20% niðurfærsluleið Framsóknarflokksins þá verða á endanum afskrifaðar 10 milljónir hjá þessum einstaklingi annað hvort í gegnum einhvers konar greiðsluaðlögun eða gjaldþrotaleið. Ef farin er 20% niðurfærsluleið Framsóknarflokksins þá eru fyrst afskrifaðar 4 milljónir hjá honum í gengum niðurfærsluleiðina en þar, sem hann er enn aðeins borgunarmaður fyrir 10 milljónum þá eru á endanum afskrifaðar 6 milljónir til viðbótar annað hvort í gegnum greiðsluaðlögun eða gjaldþrot.
Þessi aðili verður því jafnsettur á endanum hvort, sem 20% niðurfellingaleiðin er farin eða ekki að öðru leyti en því að hann þarf, sem skattgreiðandi að standa undir þeim hundruða milljarða kostnaði, sem hlýst af því að lækka skulir þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum um 20%.
Þessi leið framsóknarmanna er því ekkert annað en peningatilfærasla frá þeim lakast settu til hinna betur settu.
Það er hægt að koma í veg fyrir mun fleiri gjaldþrot heimila með mun minni tilkostnaði með því að nota aðgerðir, sem beina aðstoðinni sérstaklega að þeim verst settu og sóa eins lítið og kostur er þeim peningum, sem settir eru í slíka aðstoð á aðila, sem ekki eru aðstoðar þurfi.
Hvað lagalegu hliðina varðar þá er mjög ólíklegt að þessi 20% niðurfærsluleið standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar þannig að ef ríkið tapar þeim málaferlum, sem örugglega fara af stað verði þessi leið farin og allar líkur eru á að ríkið tapi þá getum við virkilega farið að horfa fram á gjaldþot íslenska ríkisins.
Sigurður M Grétarsson, 22.4.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.