Á að svíkja flóttamennina?

Þessir flóttamenn eiga skýlausan rétt til að snúa aftur heim samkvæmt alþjóðalögum og einnig samkvæmt margítrekaðri ályktun 194 hjá Sameinuðu þjóðunum. Af hverju stafar þessi endalausa linkind alþjóðasamfélagsins við hernámsríkið Ísrael?

 

Af hverju er ekki beitt meiri hörku í að þvinga Ísraela til að hleypa flóttamönnunum aftur heim?

Af hverju er ekki beitt meiri hörku í að þvinga Ísraela til að yfirgefa ólögleg hernámssvæði sín?

Af hverju er látið nægja að krefjast þess að Ísraelar yfirgefi aðeins helming ólöglegra hernámssvæða sinna? Af hverju er aðeins verið að óska eftir því að fá aftur víglínuna frá 1967 en ekki þau landamæri Ísraels og ríkis araba, sem Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1947? Það land, sem ríki gyðinga fékk úthlutað samkvæmt þeirri samþykkt eru einu löglegu landamæri Ísraela. Hernám Ísraela í stríðinu 1948 og 1949 er jafn ólöglegt og hernám þeirra í sex daga stríðinu árið 1967. Því eru hernámssvæði þeirra frá stríðinu 1948 og 1949 jafn ólöglegt hernám og hernám þeirra í sex daga stríðnum.

 

Það er því sjálfsögð og eðlilg krafa gagnvart Ísraelum að þeir yfirgefi öll svæði utan þess lands, sem þeim var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 og að þeir hleypi öllum palestínskum flóttamönnum, sem þess óska, aftur til þeirra svæða, sem þeir voru hraktir frá í þjóðernishreinsunum stofnenda Ísraelsríkis á þeim svæðum, sem þeim var úthlutað og þeir hernámu.


mbl.is Arabar endurskoða friðartillögur sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála

Óskar Þorkelsson, 6.5.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

smá hugmynd;

kanski við Íslendinagar ættum að ná lágmarksstjórn á 300þús manna tiltölulega einföldu þjóðfélagi áður er við leysum eina flóknustu deilu mannkynssögunnar.

Samfylkingin er búin að eyða nóg af peningum, sem gott væri að eiga núna, í þessi óraunhæfu vitleysis ævintýri.

Sá sem ekki nær tökum á að rækta eigin garð fer að setja út á garð nágrannans.

Axel Pétur Axelsson, 8.5.2009 kl. 01:00

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Axel. við megum nú hafa skoðanir á málum þó við séum ekki með allt í lagi heima hjá okkur. Við erum með fulltrúa hjá alþjóðastofnunum og höfum þar atkvæðisrétt og það er ekki krafa um að allt sé í fullkomnu lagi heima hjá okkur til að við getum notað hann.

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband