Bull hjá Eygló

Þarna er Eygló Harðardóttir að bulla. Úrskurður ESA snerist um þann þátt neyðarlaganna að innistæður voru settar í forgang fram fyrir aðrar kröfur í þrotabúin. Hann hafið ekkert með mismunun milli innistæðueigenda á grunvelli þjóðernis að gera og var það einmitt skýrt tekið fram hjá ESA að ekki væri verið að úrskurða um það.

 

Það er ekki von að mikið vit fáist úr umræðum á Alþingi þegar þingmenn eru ekki betur með á nótunum en þetta varðandi grundvellaratriði málsins. Eygló er farinn að nálgast Sigmund Davíð og Höskuld í bulli og þvaðri.


mbl.is Segir Breta hafa hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

 Lestu fréttina betur Sigurður:

Össur sagði að hugsanlega ætti Steingrímur við bréf, sem Bretar sendu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 8. október 2008. Þar kvörtuðu þeir undan því, að Íslendingar hefðu með aðgerðum sínum dagana á undan brotið ákvæði EES-samningsins og óskuðu eftir því að framkvæmdastjórnin gripi til viðeigandi aðgerða.

Össur sagði, að framkvæmdastjórnin hefði framsent bréfið til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og síðan hefði ekkert til þess spurst „og enginn viljað af því vita, hvorki Bretar, framkvæmdastjórnin né ESA," sagði Össur, sem sagði þetta hafa verið lyktir málsins.

Össur sagði að þetta bréf hefði þó verið rætt í utanríkismálanefnd Alþingis og í viðskiptanefnd í sumar og komist í fréttir á miðju sumri. Ýmsum þingmönnum hefði verið sýnt það í trúnaði en það hefði ekki verið birt opinberlega. Össur sagðist hafa sent utanríkismálanefnd Alþingis bréfið í morgun.

Steingrímur staðfesti, að hann hefði verið að vitna til þeirra atburða á haustmánuðum 2008 þegar Bretar hefðu beinlínis bréflega og aðrar Evrópusambandsþjóðir, hótað því að EES-samningnum eða hlutum hans yrði hleypt í uppnám ef Íslendingar gæfu ekki eftir í Icesave-deilunni.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.12.2009 kl. 10:26

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég las þessa frétt alveg nógu vel. Ég var ekki að tala um þetta bréf heldur ummæli Eyglóar varðandi nýlegan úrskurð ESA. Það er hún í ræðustól á Alþingi að fara með bull um þann úrskurð og heldur þar fram að um hafi verið að ræða úrskurð um tiltekið deilumál, sem kom skýrt fram hjá ESA að umræddur úrskurður fjallaði ekki um.

Ég var ekki að tala um hótunarbréfin frá Bretum, sem voru líka í þessari frétt heldur var ég aðeins að tala um bullið í Eygló.

Sigurður M Grétarsson, 17.12.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband