6.4.2011 | 20:10
Hver á að greiða kostnað við íslenskar innistæður í Landsbankanum?
Í gær sendí ég mörgum link inn á þessa gein eftir Þorbert Stein Leifsson.
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/thorbergur-aetla-islendingar-ad-verda-ad-drullusokkum
Margir hafa tjáð sig um greinina og margir eru þarna að átta sig á nýrri hlið Icesave málsins sem þeir hafa ekki áttað sig á áður. Aðrir mótmæla þó þessum rökum og segja að þar sem Nýji Landsbankinn hafi tekið yfir jafn verðmætar eignir og skuldir þá hefi ekkert verið tekið frá þeim sem eftir eru. Það er hins vegar bull sem maður með grunnskólaþekkingu á stærðfræði ætti að geta séð í hendi sér. Fyrir þá sem ekki skilja þetta í fljótu bragði kem ég hér með tilbúið dæmi til að útskýra þetta.
Gefum okkur að það hafi verið þrír innistæðueigendur í Landsbankanum. Einn á Íslandi og tveir erlendis. Þeir áttu allir 12 milljónir í innistæðum eða samtals 36 milljónir. Nú fer bankinn á hausinn og reynist verðmæti þrotabúsins vera 18 milljónir eða 50% af innistæðum.
Ef allir innistæðueigendurnir sitja við sama borð þá fá þeir 6 milljónir hver. Nú bregður hins vegar svo við að íslensk stjórnvöld ákveða að tryggja íslensku innistæðuna að fullu og flytja hana inn í Nýja Landsbankann og flytja jafn verðmætar eignir á móti. Því er 12 milljóna kr. innistæða Íslendingsins flutt yfir í Nýja Landsbankann og 12 milljóna kr. eignir á móti.
Við þetta lækka skuldir í þrotabúi Gamla Landsbankans úr 36 milljónum niður í 24 milljónir við það að 12 milljóna kr. innistæða er flutt yfir í Gamla Landsbankann. Eignirnar í þrotabúinu lækka úr 18 milljónum í 6 milljónir við það að 12 milljóna kr. eignir eru teknar úr þrotabúinu og fluttar yfir í Nýja Landsbankann.
Þá er staða sú að í þrotabúi Gamla Landsbankans eru innistæður upp á 24 milljónir en eignir upp á 6 milljónir. Það eru því 3 milljónir eftir til skiptanna fyrir hvorn erlendu innistæðueigendanna í stað 6 milljóna á mann áður en 12 milljóna kr. eignir og skuldir voru fluttar úr þrotabúinu.
Á þessu dæmi sést að erlendu innistæðueigendurnir eru ekki jafnsettir eftir að búið er að flytja jafn verðmætar eignir og skuldir út úr þrotabúinu. Það stafar af því að þær 6 milljónir sem íslenski innistæðueigendinn fær umfram það sem hann hefði fengið ef allir hefðu setið við sama borð varðandi greiðslur úr þrotabúinu voru teknar frá erlendu innistæðueigendunum. Til að gera erlendu innistæðueigendurnar jafnsetta þarf að setja þessar 6 milljónir aftur í þrotabúið. Þar sem ákvörðunin um að greiða íslenska innistæðueigandanum þessar 6 milljónir aukalega koma frá Alþingi þá er það ríkissjóður Íslands sem ber ábyrgð á þeim greiðslum. Ef hann greiðir ekki þær 6 milljónir inn í þrotabúið þá er þar einfaldlega um þjófnað úr þrotabúi að ræða. Svoleiðis hafa sér engir aðrir en drullusokkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2011 | 19:38
Blekkingar í auglýsingu Andríkis í Fréttablaðinu bls. 15
Í auglýsingu sem Andríki birti á bls. 15 í fréttablaðinu í dag 5. apríl er því haldið fram að með því að hafna Icesave samningum þá sé hægt að byggja Búðarhálsvirkjun fyrir þann pening sem ríkissjóður spari sér í vaxtagreiðslur. Þetta er þvættingur.
Í fyrsta lagið þá þarf ríkissjóður ekki að greiða 26 milljarða í ár vegna Icesave málsins verði samningurinn samþykktur eins og ranglega er haldið fram í þessari auglýsingu. Það er reyndar rétt að greiðslur í ár vegna Icesave verður 26 milljarðar en fyrst verða greiddir þeir 22 milljarðar sem eru inni í tryggingasjóði innistæðueigenda og því þarf ríkissjóður að greiða 4 milljarða. Það dugar stutt upp í Búðarhálsvirkjun.
Í öðru lagi þá verða þeir 4 milljarðar sem útaf standa fjármagnaðir af gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. Þetta eru lán frá AGS og er sett í þetta með samþykki þeirra enda líta þeir aðeins á þessa greiðslu sem greiðslu af skuld og því sé það í raun bara skuldbreyting að nota lán frá AGS til að greiða af þessari skuldbindingu. Búðarhálsvirkjun er hins vegar skilgreind sem fjárfesting háð áhættu og því höfum við ekki heimild til að nota AGS lánin í hana.
Það er því einfaldlega bull að það sé einhver valkostur að setja peninga annað hvort í þessar greiðslur af Icesave eða í Búðarhálsvirkjun. Þvert á móti er ljóst að höfnun Icesave samningins mun gera það að verkum að þau lánsloforð sem Landsvirkjun hefur þegar fengið til þeirrar virkjunar munu ekki fást enda þau óbeint háð samþykkt Icesave samningsins. Þarna er því verið að snúa hlutunum á haus.
Ég hef enga trú á því að þeir á Andríki séu ekki betur upplýsitir en þetta um málið og því er hér að öllum líkindum um vísvitandi blekkingar að ræða af þeirra hálfu. Ég skal þó ekki útiloka að þeir viti einfaldlega ekki betur.
Er til of mikils mælst að fá málefnanlega umræðu um kosti og galla þess að samþykkja Icesave samninginn? Hér er ekki um að ræða spá um hvað gerist ef við samþykkjum eða höfnum samningum sem er að sjálfsögðu erfitt að segja til um enda erfitt að spá um framtíðina. Hér er beinlínis verið að fara rangt með staðreyndir.
![]() |
Þarf að endurmeta stöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.2.2011 | 22:11
Goltt mál að bílaumferð minnki.
Það er hið besta mál að bílaumferð minnki og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það er hrein geðveiki hvað við Íslendingar notum einkabíla mikið. Slík notkun gengur ekki út frá unhverfissjónarmiði. Ef allir jarðabúar færu að haga sér svona myndu ýmsar náttúruauðlindir jarðar klárast fljótlega auk þess, sem við jarðabúar myndum fljótt kafna úr mengun. Sú mikla mengun, sem af bílaumferð stafar á höfuðborgarsvæðinu bæði í formi svifryks og brennslu jarðefnaeldsneytis er ásamt hávaða frá bílum að rýra lífsgæði stórs hluta borgarbúa.
Vissulega geta aðrir vegir tekið við meiri umferð og fátt er betra en að fara í sumabrústað um helgar. Slíku er ekki eins auðvelt að sinna með almenningssamgöngum eða því að nota reiðhjól eða sparsöm mótorhjól. Því væri betra að álögur á akstur bifreiða tæki mið af því hvar menn aka og hvenær sólahringsins. Eldsneytisgjöld eru hins vegar alveg hlutlaus gagnvarat því.
Ég er því þeirrar skoðunar að við ættum að hafa verðið lægra á eldsneyti en stýra akstri meira með veggjöldum á þeim vegum, sem æskilegt er að minnka umferð á. Þá myndum við setja veggjöld á stofnæðar höfuðborgarsvæðisins og væri það hæst á annatíma í umferðinni. Þá myndu menn reyna að fara sinna ferða utan annatíma og ef þeir þurfa að fara um á annatíma í og úr vinnu þá leiddi það til þess að menn reyndu í auknu mææi að nota almenningssamgöngur, sameinast um bíla eða færu hjólandi eða gangandi. Með mismunandi gjaldi á stofnbrautunum væri líka hægt að stjórna því hversu stór hluti álagsins færi á hverja götu fyrir sig.
Hvað skattlagningu á bíleigendur er alveg ótrúlegt að hlusta á málfutning FÍB. Þar taka þeir bæði sérstaka skatta á bíla og bílanotkun ætlaða til að fjármagna vegaframdkædir og einnig almenna skatta eins og virðisaukaskatt og tolla. Virðisaukaskattur er hins vegar hluti af almennri skattlagningu ætlaða til almennrar samneyslu eins og heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og velferðakerfisins svo dæmi sé tekið. Maður, sem á ekki bíl greiðir alveg jafn mikið í virðisaukaskatt eins og bíleigandi með sömlu tekjur. Svipað á við um tolla enda innfluttar vörur almennt með tollum.
Það er líka út í hött að tala um að hærri greiðslur virðisaukaskatts vegna hækkaðs verðs á eldsneyti leiði til aukinna tekna ríkisins. Væntanlega þurfa þeir, sem greiða meira fyrir eldsneyti vegna hækkunar á verði þess að draga úr neyslu á öðrum vörum og greiða þá minni virðisaukaskatt þar á móti. Tekjur ríkisins af virðisaukaskatti aukast því ekki nema heildarneysla aukist vegna hækkunarinnar. Málið er hins vegar að til lengri tíma hlýtur neysla alltaf að taka mið af tekjum þó vissulega geti verið mismunur þar á til skemmri tíma.
Staðreyndin er sú að sértækir skattar á bíleigendur ætlaðir til að fjármagna vegakerfið eru umtasvert lægri en útgjöld ríkis og sveitafélaga til vegagerðar og því er það fullyrðing út í hött að tala um bíleigendur, sem einhverjar "mjölkurkýr" eins og gert er í fyrirsögn þessarar fréttar.
![]() |
Mjólkurkýr á fjórum hjólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.2.2011 | 19:19
Nausynlegt að afnema neitunarvald í Öryggisráðinu.
Enn einu sinni hafa Bandaríkjamenn gert lítið úr sjálfum sér með því að misnota neitunarvald sitt til stuðnings við grimmilegt hernám Ísraela á landi Palestínumanna. Það er ekki nokkur leið að réttlæta þessar aðgerðir Ísraela. Það er ekki nokkur leið að réttlæta hernám Ísraela og landrán þeirra. Samt beita Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að þessar með öllu óréttlætanlegu aðgerðir Ísraela séu fordæmdar.
Í marga áratugi hafa Bandaríkjamenn með neitunarvaldi sínu í Öryggisráði sameinuðu þjóðanna komið í veg fyrir að SÞ taki á ólöglegu hernámi Ísraela á landi Palestínumanna og því hafa Palestínumenn þurft að þjást mun meira en ella í alla þessa áratugi.
Það er því alveg ljóst að SÞ er ómögulegt að taka á þessu máli með þeim hætti, sem nauðsynlegt er til að koma Palestínumönnum til hjálpar meðan Bandaríkjamenn hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það sama átti oft við á dögum Kalda stríðsins vegna neitunarvalds Sovétmanna.
Það er því alveg ljóst að til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti sinnt sínu hlutverki þarf að afnema allt neitunarvald þar. Það er líka ekkert, sem réttlætir það að ákveðnar þjóðir hafi meira vald en allar aðrar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
![]() |
Palestínumenn leita til allsherjarþings SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.1.2011 | 12:25
Vonandi verður hægt að rjúfa einangrun Gasa.
Það væri óskandi að ástandið í Egyptalandi leiddi til þess að einangrun Gasa verði rofin. Þá geta ein og hálf milljón íbúa þar fengið nauðsynjavörur og lifað eðlilegra lífi en hingað til. Þá verður vonandi hægt að flytja inn á svæðið byggingarefni til að byggja ný hús í stað þeirra, sem voru eyðilögð í grimmilegri árás Ísraela á svæðið.
Ég óittast hins vegar að ef Egyptar opna landamærin þá muni Ísraela hernema ræmu meðfram landamærunum til að tryggja áframhaldandi grimmilega og með öllu óréttlætanlega einangrun sína á Gasa. Það er væntanlega borin von en gott væri ef alþjóðasamfélagið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sendu herlið til Gasa til að koma í veg fyrir innrás Ísraela. Herlið, sem hefði þau fyrirmæli að skjóta alla ísraelska hermenn, sem færu inn á Gasa og skjóta niður allar orostuþotur og árásaþyrlur frá þeim, sem færu inn fyrir lofthelgi Gasa. Einnig væri gott ef þeir hefðu fyrirmæli um að granda öllum herskipum Ísraela, sem færu inn fyrir landhegi Gasa.
Það er löngu komin tími til að alþjóðasamfélagið frelsi Palestínumenn frá grimmlegu hernámi og einangrun Ísraela. Það þarf að reka Ísraela með góðu eða illu af öllu hernumdu landi, hverjum einasta fermillimetra af landi, sem þeir eru á og var ekki úthlutað til þeirra af Sameinuðu þjóðunum árið 1947.
Vissulega er ekki gott ef Palestínumenn noti oipnun landamæranna til að ná sér í vopn til árása á almenna borgara í Ísrael. Á því þarf að taka. Hins vegar er nauðsynlegt að annað hvort verji alþjóðlegt herlið Palestínumenn fyrir árásum Ísraela eða heimili þeim að koma sér upp vopnum til þess. Þeir þurfa að fá vopn til að skjóta niður orustuþotur og árásaþyrlur Ísraela, sem rjúfa lofthelgi þeirra. Þeir þurfa vopn til að granda skriðdrekum Ísraela, sem ráðast inn á land þeirra. Þeir þurfa vopn til að granda ísraeskum hermönnum, sem gera árás á þá. Þeir hafa sama rétt og allri aðrir til að verja hendur sínar.
Það eru Ísraelar, sem eru hermámsaðilinn og þar með árásaraðilinn í þessari deilu. Það eru fyrst og fremst Palestínumenn, sem eru fórnarlömbin í þeirri ofbeldisöldus, sem þarna er þó vissulega séu til dæmi um grimmilegar og óréttlætanlegrar árásar þeirra á almenna borgara í Ísrael. Þau dæmi eru hins vegar mun færri en grimmilegar og óréttlætanlegar árásir Ísraeal á almenna borgara Palestínumanna. Meðan Ísraealr fá að fara sínu fram með vel vopnaðan her mun grimmilegri slátrun þeirra á saklausum Palestínumönnum halda áfram.
![]() |
Ísraelsmenn óttast að landamærin verði opnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.1.2011 | 09:44
Hver trúir því að skýrsla meints sakamanns um réttmæti athafna sinna sé óhlutdræg?
Bandaríkjamenn gera lítið úr sér með þessum ummælum sínum. Ísralar neituðu að heimila alþjóðlega rannsókna á þessu máli og ákváðu í staðinn að gera sína eigin "rannsókn". Hvað höfðu Ísralar að óttast varðandi alþjóðlega rannsókn ef allt hefði verið í lagi með aðgerðir þeirra og þær staðist alþjóðalög? Þessi skýrsla Ísraela er ekkert annað en hvítþvottur en ekki rannsókn fyrir fimm aura.
Þetta er enn ein sönnun þess að Bandaríkjamenn eru handbendi Ísrala. Þeir taka alltaf upp hanskann fyrir þá í tilfellum eins og þessu. Það breytir engu hversu alvarlega glæpi Ísralar fremja alltaf skulu Bandaríkjamenn réttlæta það og kasta sökinni yfir á fórnarlömbin.
Í þessari árás skutu Ísraelar meðal annars mann fyrir það eitt að reyna að senda út myndir af aðgerðum þeirra. Hann ógnaði ekki hermönnum þeirra á nokkurn hátt heldur var hann að reyna að senda myndur úr tölvu í gegnum gerfihnött. Svona gera ekki menn, sem hafa ekkert að fela. Ef Ísraelar hefðu ekki haft neitt að fela þá hefðu þeir heldur ekki tekið allar myndir og myndavélar af fólkinu, sem þeir handtóku. Það að þeir gerðu það segir allt, sem segja þarf um það hversu löglegar og eðlilegar þessar aðgerðir Ísraela voru. Á þessum myndum hafa klárlega verið myndir af alverlegum glæpaverkum Ísraela auk mynda, sem sýna hverjir það voru, sem hófu ofbeldið í þessari atburðarrás.
![]() |
Segja rannsókn Ísraelsmanna trúverðuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2010 | 21:46
Mikið væri það gott ef hægt væri að ferðast til Palestínu án þess að fara fyrst til Íslrael.
Væntanlega er þó nokkur hluti þeirra ferðamanna, sem kemur til Ísrael einfaldlega að heimsækja Palestínu en langar ekkert til Ísrael. Það er hins vegar ekki hægt að ferðast til Palestínu öðruvísi en að fara fyrst til Ísrael nema hvað stundun er hægt að fara í gegnum Egyptaland á eigin vegum en ekki með ferðaþjónustuaðila að því er ég best veit.
Fyrir okkur, sem styðjum frelsisbaráttu Palestínumanna og viljum ekki versla við hið grimma hernámsríki Ísrael vegna grimmilegrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum er það hins vegar mikill galli að geta ekki heimsótt Palestínu öðruvísi en að fara í gegnum Ísrael og eiga þannig þó nokkur viðskipti við Ísraela. Þannig er mjög erfitt að komast hjá því að styrkja ríkissjóð Ísraels og þar með efla hinn grimma Ísraelsher þegar maður heimsækir Palestínu.
Ekki það að ég hafi nokkurn tímann heimstótt Palestínu en ég hef áhuga á að gera það. Mér er hins vegar meinilla við að versla við Ísrael og kaupi þess vegna til dæmis ekki tölvu með Intel örgjörfa og fæ mér heldur ekki Soda Streem tæki þó mig langi í það. Hef reyndar séð svipað þýskt tæki á markaðnum og má vera að ég kaupi það.
![]() |
Aldrei fleiri ferðamenn heimsótt Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2010 | 13:41
Þetta mun leiða til stóraukinnar slysahættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.11.2010 | 18:13
Þetta mun helfrysta bæði húsnæðismarkaðinn og byggingaiðnaðinn.
Ef lög verða sett, sem heimila ekki hærri vexti af húsnæðislánum en 3% þá mun það nánast loka lánamarkaði fyrir ný húsnæðislán því það verður varla nokkur, sem verður tilbúinn til að lána á þessum vöxtum. Höfum í huga að miðað við 0,7% vaxtaálag Íbúðalánasjóðs þá þarf hann að fá lán frá fjárfestum á 2,3% vöxtum til að dæmið gangi upp. Íbúðalánasjóður mun varla komast af með minna vaxtaálag en þetta.
Því munu lánin, sem húsnæðiskaupendum og þeim, sem vilja sinna dýru viðhaldi verða skammtímalán, sem þessi lög ná ekki til. Það mun því gera þeim mun erfiðara fyrir að kaupa húsnæði eða sinna dýru viðhaldi.
Þetta mun því leiða til þess að húsnæðismarkaðurinn fer úr því að vera frosinn í að vera helfrosinn. Einnig mun dýrt viðhald að mestu leggjast niður. Þetta mun því rústa byggingariðnaðinn og þar með leiða til flótta iðnaðarmanna í byggingariðnaði úr landi. Einnig mun þetta leiða til enn frekari lækkunar á húsnæðisverði og þar með breyta eignarstöðu heimila, sem eiga húsnæði til hins verra. Það mun aftur leiða til enn meiri útlánatapa lánveitenda og þar með lækka eiginfjárstöðu þeirra.
Lilja er hagfræðingur og ætti því að gera sér grein fyrir því að ef sett eru lög um hámarksvexti, sem eru lægri en þeir vextir, sem annars mynduðust á markaði, þá leiðir það til skorts á lánsfé.
Það er einnig rangt hjá Lilju að það að þetta dreifist á allt að 40 ár verði til þess að það leiði ekki til lækkunar á lífeyri. Þetta mun strax leiða til lækkunar á núvirði eignarsafna lífeyrissjóðanna án þess að hafa áhrif á núvirði skuldbinginga þeirra. Þeir munu því þurfa að lækka núvirði skuldbindinga sinna á móti og þeir hafa eðins eina leið til þess. Það er að lækka lífeyrisréttindi á móti. Það er með ólíkindum að hagfræðingur geri sér ekki grein fyrir þessu.
![]() |
Vill lækka fasteignavexti í 3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
15.11.2010 | 09:18
Tollar á unnar sjávarfafurðir til ESB landa skipta líka máli.
Maðan við Íslendingar stöndum utan ESB þarf að greiða tolla á unnar fiskafurðir til ESB landa meðan útflutningur á óunnum fiski er tollfrjáls. Þetta skekkir samkeppnisstöðu íslenskra fiskverkana í samkeppni þeirra um hráefni við fiskverkanir í ESB löndum. Svona mun þetta vera meðan við stöndum utan ESB.
Ef við hins vegar göngum í ESB falla þessir tollar niður og þar með batnar samkeppnisstaða íslenskra fiskverkana. Það gæti meðal annars leitt til enn meiri fullvinnslu sjávarafurða en hingað til hefur verið stundað hér á landi og það gæti skapað mun fleiri störf en þau 1.500, sem talað er um í þessari grein. Þar gætum við verið að tala um tugþúsundir starfa enda starfa tugþúsundir manna í ESB löndum við að fullvinna íslenskan fisk í neytendaumbúðir.
![]() |
Vilja að allar sjávarafurðir verði unnar á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Enn og aftur er komið fram lagafrumvarp á Alþingi um að heimila hægri beygju á rauðu ljósi. Það hefur sýnt sig þar, sem slíkt hefur verið heimilað að þetta fjölgar verulega slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum auk þess, sem þetta tefur hjólreiðamenn verulega vegna bíla, sem bíða á gangbrautinn, sem þverar götuna, sem þeir eru á eftir færi til að taka hægri beygju. Sú gangbraut er þá með grænu ljósi.
Mælingar í sex ríkjumj Bandaríkjanna hafa sýnt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hafa fjölgað slysum á gangandi vegfarendum að meðaltali um 54% og hjólreiðamönnum um 92% á þeim gatnamótum, sem slíkt hefur verið heimilað. Hér kemur tengill inn á umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna um þetta síðast þegar reynt var að koma þessari heimild í lög.
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2003/umsogn141203.htm
Fjöldi annarra aðila kom með neikvæða umsögn. Þar má nefna Umferðastofu, Örykjabandalag Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Samtök tryggingafélaga, Samgöngunefnd Reykjavíkur, Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég geri ráð fyrir að hægt sé að finna þær umsagnir á veg Alþingis. Þær umsagnir segja mikið um það hversu glórulaust þetta væri.
Í umsögn Landamtaka hjólreiðamanna kemur einnig fram að goðsögnin um að þetta sé til mikils hagræðis og stytti raðir á annatíma eru misskilningur. Í því efni er til dæmis hægt að nefna að við þau gatnamót, sem lengstu biðraðirnar myndast eru með hægribeygjuakreinum og þessi lög munu ekki hafa nein áhrif á þær. Þetta gerir ekkert annað en að spara ökumönnum nokkrar sekúndur á gatnamótum utan annatíma.
Heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hentar því mjög illa þeirri stefnu, "núlllausnar" í umferðamálum, sem stendur til að taka upp hér á landi. Hún gengur út á það að það þarf að "fyrirgefa" mistök eins og það er kallað. Það er að það þarf að gera bæði vegi og einnig umferðalög þannig úr garði gerð al líkur á að mistök manna, sem virða umferðalög, leiði til alvarlegra slysa séu lágmakaðar. Sú stefna gengur líka út á að ekki má fórna öryggi í umferðinni fyrir nein önnur markmið. Með öðrum orðum þá má ekki fórna umferðaöryggi fyrir það markmið að greiða fyrir umferð. Þetta lagafrumvarp mun gera nákvæmlega það.
Það er ástæða fyrir því að lög eins og þessi eru hvergi til í Evrópu. Það hefur ekkert með ESB að gera heldur einfaldlega faglega umferðalöggjöf, sem miðar af því að lágmarka fjölda umferðaslysa. Í Bandaríkjunum þar, sem þessi regla er víða í gildi eru umferðaslys á hverja 100 þúsund íbúa um það bil tvöfalt hærri en víðast hvar í Evrópu meðal annar sá Íslandi. Er það virkilega þangað, sem við ættum að leita fordæma í umferðamálum?