16.10.2010 | 11:49
Spurning hvort forsendur í auglýsingu hafi verið lagaðar að Bjarna
Sú leið að klæðskerasauma hærniskröfur í auglýsingu að þeim, sem menn vilja ráða í tiltekið starf er þekkt og hefur mikið verið notuð hér á landi í gegnum tíðina. Með slíku er auðvelt að fá álit ráðningaskrifstofu um að viðkomandi sé hæfasti umsækjandinn í starfið þegar þar að kemur. Vissulega er alltaf möguleiki á að það komi fram einstaklingur, sem skorar hærra samkvæmt þessum kröfum en það er frekar ólíklegt sérstaklega ef menn vanda valið á fæfniskröfum.
![]() |
Var metinn hæfastur umsækjenda af ráðgjafarfyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 10:44
Svo vilja sumri hafna ESB til að geta bundist þessu liði nánari böndum.
Ein af þeim röksemdum, sem hafa farið hátt gegn því að Ísland gangi í ESB hefur verið sú að innganga í ESB hindri okkur í nánara samstarfi við Kína. Það er reyndar ekki rétt fullyrðing því ESB stendur nú í viðræðum við Kína um viðskiptasamning og verður að teljast harla ólílegt að við Íslendingar náum betri samningi við Kínverja en ESB.
En hvort halda menn að hafa meiri áhrif á fullveldi okkar að ganga í ESB eða vera efnahagslega háðir samskiptum við Kína? Kínverjar munu ekki hafa jafn mikla hagsmuni í samskiptum við okkur vegna stærðarmunar þjóðanna.
Væri þá ekki betra að hafa okkar viðskiptasamninga við Kína í gegnum ESB þannig að Kínverjar gætu ekki beitt okkur eina og sér viðskiptaþvingunum öðruvísi en að brjóta þar með samning við ESB. Með því að vera einir og sér með viðskiptasamning við Kína, sem viktaði mikið í okkar efnahag værum við búin að loka á það að vera með utanríkisstefnu, sem væri Kínverjum á móti skapi enda hafa þeir sýnt það síðustu ár að þeir beita því afli sínu miskunarlaust til að ná sínu fram. Við gætum þá gleymt því að styðja við baráttu fyrir mannréttindum í Kína svo ekki sé talað um stuðning við baráttu gegn grimmlegu hernámi Kínverja á Tíbet.
Þetta gæti líka náð til innanríkismála hjá okkur. Ætli myndin, sem sýnd var á kvikmyndahátíð hér um daginn, sem Kínverjar vildu reyna að stoppa, hefði verið sýnd ef við værum komnir í slíka stöðu gagnvart Kína?
![]() |
Kínverjar aflýsa öðrum fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.9.2010 | 19:42
Ómerkilegur blekkingaleikur Bændasamtakanna
Bændasamtökin vita það vel að þær breytingar, sem nú stendur til að gera á stjórnkerfi landbúnaðarins til aðlögunar að ESB reglum er vegna EES samningsins en ekki vegna ESB umsóknar Íslands. Það féll úrskurður um það fyrir nokkrum mánuðum að stjórnkerfi landbúnaðarins hér á landi stæðist ekki EES samningin og það er þess vegna, sem verið er að breyta því. Það er útilokað að þetta hafi farið framhjá forstöðumönnum Bændasamtakanna. Samt slá þeir þessu upp með þessum hætti til að blekkja fólk og fá það til að halda að einhver aðlögun sé í gangi vegna ESB umsóknar okkar.
Staðreyndin er sú að við þurfum að gera þessa breytingu á stjórnkerfi landbúnaðarins þó við drögum ESB umsókn okkar til baka enda þörfin fyrir þessa breytingu óháð ESB umsókninni. Þau 16 ár, sem við höfum verið aðilar að EES samningnum höfum við þurft að framkvæma margar lagabreytingar á hverju ári til samræmis og við ESB reglur vegna hans og það án þess að hafa nokkuð um það að segja. Þessi breyting á stjórnkerfi landbúnaðarins er aðeins ein slík breyting og það mun þurfa að framkvæma margar slíkar breytingar allan þann tíma, sem við stöndum í samningaviðræðum við ESB og við munum þurfa að gera það áfram þó við höfnum ESB aðild ef við ætlum að vera áfaram aðilar að EES samnignum.
Önnur vinna, sem er í gangi varðandi stjórnkerfi landsins vegna ESB umsóknar okkar felst ekki í að framkvæma neinar breytingar heldur að greina það hverju þarf að breyta. Í því felst að gera þarfagreiningar á öllu okkar stjórnkerfi til að sjá hvaða stofnanir við þurfum að stofna og hverjum við þurfum að breyta, hvaða tölvukerfi við þurfum að nota við þær breytingar, hversu marga starfsmenn nýjar einingar þurfa og hvað þetta allt kostar. Síðan þarf að gera dagsetta aðgerðaráætlun um það hvenær og hvernig á að standa að þeim breytingum ef svo fer að aðild Íslands að ESB verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin krafa er á okkur um að framkvæma neitt af þessu ef aðild að ESB verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu og þaðan af síður að eitthvað þurfi að framkvæma áður en tekin hefur verið ákvörðun um aðild.
Þarna eru Bændasamtökin því að ástunda blekkingarleik til að sannfæra almenning um að sú mýta, sem ESB andstæðingar hafa verið að halda fram sé sönn. Upphrópun eins og þessi veldur athygli en svar síðar með leiðréttingum vekur ekki eins mikla athygli. Þeim mun lengri tími, sem líður frá því upphrópun á við þessa er sett fram þangað til leiðrétting kemur fram þeim mun minni athygli fær leiðréttingin og þeim mun fleiri taka hina röngu upphrópun, sem gefinni staðreynd.
Það er því varla tilviljun að þessi fyrirspurn Bændasamtakanna til Össurar skuli koma fram þegar hann er nýfarinn til Bandaríkjanna í embættiserindum því sú tímasetning hámarkar þann tíma, sem líður þangað til hann nær að koma fram með leiðréttingu. Einnig er Alþingi upptekið núna vegna þingmannafrumvarpsins og hugsanlegra ákæra á ráðherra fyrir Landsdómi þannig að varla hefur utanríkismálanefnd tíma til að ræða þetta á næstunni.
Þarna eru Bændasamtökin því að viðhafa ómerkilegan blekkingarleik. Það má því ljóst vera að þar á bæ á að tjalda öllu til í viðleitni til að koma í veg fyrir ESB aðild Íslands og engin aðferð í því efni virðist vera of óheiðarleg eða ómerkileg í þeirri vegferð.
![]() |
Vilja að staða landbúnaðar í ESB-samningaferli verði skýrð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.8.2010 | 20:56
Hörku sigling á Grundvíkingum.
Nú eru Grindvíkingar búnir að vinna FH og ÍBV og þar með tvö af þremur efstu liðunum í deildinni. Spurningin er hvort þeir klári þann þriggja liða pakka í næstu umferð á móti Breðablik. Reyndar er erfitt að fullyrða hvort er ofar, KR eða FH í raun því KR á leik til góða. Þeir eru þó ekki búnir að vinna hann þannig að það er ekki hægt að setja á þá þrjú stig fyrir þann leik þó vissulega geti farið svo.
Annað hef ég tekið eftir þegar ég les leikjatöfluna hjá KSÍ. Yfirleitt hefru Breiðablik fengið sama mótherja og ÍBV fékk í umferðinni þar á undan og er það svo í þeim fimm umferðum, sem eru eftir þegar 17 umferðin er búinn. Það er því ekki hægt að segja að annað þessara liða sé í betri stöðu það, sem eftir líður móts vegna þess að það eigi eftir auðveldari andstæðinga en hitt liðið því fjögur af þeim fimm liðum, sem þau eiga eftir að spila við í seinustu fimm umferðunum eru sömu liðin.
Hitt er þó brosleg staðreynd að ef leikmaður ÍBV fiskar rautt spjald á leikmann einhvers andstæðing síns í þessum umferðum þá eru líkur á að hann verði í leikbanni á móti Breiðablik og það vinni því gegn ÍBV í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Tryggvi ætti því kanski að hugsa sig tvisvar um áður en hann lætur sig detta :-)
![]() |
Grindvíkingar unnu toppliðið í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2010 | 07:07
Hvaða hindranir er Ragnar þarna að tala um?
Hvað er það, sem stendur í veginum fyrir því að orkufyrirtækin geti hafið framkvæmdir við orkuöflun fyrir álverið í Helguvík?
Ef það er krafa um umhverfismat þá er það eitthvað, sem við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum gefa eftir. Kreppur koma og fara en óafturkræf umhverisspjöll verða ekki aftur tekin. Það er því mjög mikilvægt í kreppu að standa fast á eðlilegum kröfum um umhverfismat. Annað væri óásættanleg hegðun gagnvart komandi kynslóðum. Við megum því ekki undir nokkrum kringumstæðum gefa þumlung eftir varðandi kröfu um umhverfismat.
Ef það er vandamál varðandi fjármögnun verkefnanna þá er það litið, sem stjórnvöld geta gert í því efni nema kanski að klára að gagna frá samkomulagi um Icesave. Það er vandséð hvað annað stjórnvjöld geta gert til að auðvelda orkufyrirtækjunum að ná í lánsfé. Einnig er ljóst af því hvernig Magma málið hefur þróast að ekki er vilji til þess hjá þjóðinni að ná í fé til fjárfestinga í orkuöflun með því að heimila erlendum aðilum að fjárfesta í þeim geira hér á landi.
![]() |
Hindrunum við orkuöflun verður að ryðja strax úr vegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2010 | 22:13
Slæm úrslit fyrir Hafnfirðinga.
Þessi úrslit eru ekki bara slæm fyrir FH, sem með þessu tapi fyrir Grindvíkingum hafa gert vonir sínar um Íslandsmeistaratitil að engu. Þessi úrslit gera líka vonir Hauka um að halda sæti sínu í efstu deild að nánast að engu því með þessum sigri eru Grindvíkingar komnir með níu stiga forskot á Hauka og hafa þar með nánast tryggt sitt sæti í efstu deild að ári.
Það má því segja að þessi úrslit séu slæm fyrir bæði Hafnafjarðarliðin og gert nánast út um vonir þeirra og stuðningsmanna þeirra. Hafnfirðingar geta þó huggað sig við það að bikarinn fór til Hafnafjarðar í ár nema náttúrulega þeir aðdáendur Hauka, sem hata FH en þeir munu vera til enda mikill rígur milli liðanna. Svo eru ekki allir aðdáendur Hauka búnir að gleyma því að FH hafnaði beiðni þeirra um að fá að leika heimaleiki sína á Kaplakrika. Það var ótrúlega auðvirðuleg framkoma stjórnar FH.
![]() |
Draumamark frá Ondo í sigri Grindavíkur á FH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég tel að stjórnendur Seðlabankans hafi sýnt af sér vítavert aðgerðarleysi þegar þeir höfðu þó þetta lögfræðiálit en horfðu aðgerðarlausir á stjórnir nýju bankanna semja um kaup á þessum lánasöfnum án fyrirvararða varðandi lögmæti myntkörfulána og horfðu síðan líka aðgerðarlausir á þegar Alþingi samþykkti að setja 190 milljarða af fé skattgreiðenda í kaup á bönkunum og þar með þessum lánasöfnum. Þeir hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að ef þessi lán yrðu dæmd ólögleg og ekki væri fyrirvari varðandi það við verðákvörðun á þessum lánasöfnum þá gæti það kostað skattgreiðendur stóran hluta þessarar upphæðar.
Í því efni er ekki hægt að skýla sér á bak við það að önnur lögfræðiálit hafi gengið í aðra átt. Það að einhverjar líkur væru á því að þessi lán yrðu dæmt ólögleg hversu litlar, sem þær væru var næg ástæða til að vara við kaupum á þessum lánasöfnum án fyrirvara varðandi lögmæti myntkörfulánanna.
Það er því full ástæða til að fordæma harkalega þá ákvörðun stjórnenda Seðlabankans að sitja á þessu lögfræðiáliti gagnvart stjórnvöldum jafnvel þó ekki sé farið með málið í fjölmiðla. Þetta sneri ekki bara að því að gera fyrirvara í lánasamningunum heldur var full ástæða til að hvetja stjórnvöld til þess að setja stóra fyrirvara varðandi innheimtur þessara lána svo ekki sé talað um aðför að þeim, sem voru með þau í vanskilum. Nú gætu bankarnir og aðrar fjármálastofnanir staðið frammi fyrir bæði því að tapa við þetta stórum hluta af eignarsafni sínu auk þess að greiða háar skaðabætur til þeirra, sem misstu eignir sínar vegna þessara lána.
![]() |
Álitin orkuðu tvímælis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2010 | 08:54
Bull hjá Mörtu
Reiðhjól flokkast, sem ökutæki samkvæmt umferðalögum og samkvæmt aðalreglu umferðalaga á að vera á þeim í hægri jaðri gatna. Hins vegar er til heimild í umferðalögum um að vera á reiðhjólum á gangstéttum og göngustíum sé hægt að gera það án þess að skapa hættu fyrir gangangi vegfarendur.
Reiðhjólamenn hafa því heimild til að nota allar götur á Íslandi nema í Hvalfjarðargöngum og það sama á þá við um þessar rafmagnsvespur. Notendum þeirra ber því ekki að nota þær á göngustígum og gangstéttum heldur hafa þeir til þess heimild, sem þeir hefðu ekki ef vespurnar væru flokkaðar, sem mótorhjól.
Í flestum tilfellum er það mun öruggara fyir reiðhjólamenn að hjóla á götunum. Hugsanlega er slysahættan meiri á helstu stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins heldur en á gangstéttunum meðfram þeim en í íbúaðrgötum með 30 eða 50 km. hámarkshraða og lítilli umferð er slysahættan á bilinu fjórum til tólf sinnum meiri sé hjólað á gangstétt heldur en ef hjólað er á götunni. Þetta á þó ekki við um ung börn (yngri en 12 ára), sem hafa litla þekkingu á eðli umferðar og sjást illa innan um bíla vegna smæðar sinnar. Þetta hafa ótal rannsóknir í mörgum löndum sýnt. Þar fyrir utan skapar það hættu fyrir gangandi vegfarendur að menn hjóli á gangstéttum.
Ég ætal því rétt að vona að eigendur þessara rafmagnsvespa fari ekki að asnast upp á gangstéttir eftir að hafa lesið þessa frétt með bullinu um að þeim bera að gera það og margalda þannig slysahættu sína auk þess að skapa óþarfa hættu fyrir gangandi vegfarendur.
![]() |
Vespan skal flokkast sem reiðhjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
14.7.2010 | 13:33
Ég er sammála Assange.
Ég tek undir það, sem Assange segir. Manning er hetja en ekki skúrkur fyrir að hafa komið þessum upplýsingum til heimsbyggðarinnar. Nú þarf að hefja baráttu fyrir því að fá Manning lausn úr fangelsi enda á hann ekki neitt erindi þangað. Þeir hermenn, sem stóðu fyrir þeim morðum á óbreyttum borgurum, sem Manning upplýsti um eiga hins vegar hvergi heima annars staðar en í fangelsi og það sama á við um þá forráðamenn í bandaríska hernum og bandaríksu stjórnkerfi, sem reyndu að hilma yfir glæpi þeirra.
Ekkert hefur neins staðar komið fram, sem bendir til þess að Manning hafi komið út upplýsingum, sem skaðað geta öryggishagsmuni Bandaríkjanna. Það að leka upplýsingum, sem geta verið óþægileg fyrir sitjandi stjórnvöld flokkast ekki undir slíkt og geta heldur ekki flokkast undir neitt, sem glæpsamlegt má teljast að koma á framfæri.
![]() |
Hafði aðgang í Írak að skjölum um Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2010 | 09:51
Mótmælum fyrir utan heimili þeirra, sem mótmæla fyrir utan heimili stjórnmálamanna.
Svörum þessum skíthælum í sömu mynt, sem ekki geta séð heimili stjórnálamanna í friði þó næg tækifæri séu til að koma mótmælum á framfæri við þá með öðrum hætti. Það eru næg tækifæri til að mótmæla fyrir utan skrifstofu Steingríms í Fjármálaráðuneytinu eða við Alþingishúsið þegar þing er að störfum. Það er því engin þörf á að níðast á fjölskyldu Steingríms og nágranna hans til að koma mótmælum á framfæri.
Svo ség sendi sneið til blaðamanna þá hef ég séð fréttir af þessum mótmælum bæði þessa og frétt í gær á DV.is um fyrirhuguð mótmæli við heimili Steingríms og í hvorugri fréttinni kom fram hverju væri veirð að mótmæla eða hver krafa mótmælenda væri. Einhvern veginn hélt ég að það væri aðalatriðið í málinu.
Þar, sem ég veit ekki hverju er verið að mótmæla þá get ég ekki tjáð mig um þann málstað, sem þeir eru að koma á framfæri en ég vil þó taka það fram að hver, sem hann er þá er ég ekki að mæla gegn honum með þessum orðum mínum heldur er ég að tala gegn því að verið sé að mótmæla fyrir utan heimili stjórmálamana meðan tækifæri er til að koma mótmælum á framfæri við þá annars staðar þar, sem það bitnar ekki á fjölskyldum þeirra og/eða nágrönnum.
![]() |
Mótmæltu við heimili Steingríms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)