Færsluflokkur: Bloggar
17.11.2007 | 11:01
Þessi samanburður er út í hött.
Það þarf enga spekinga til að vita það að lán, sem borgað er mun hraðar niður í upphafi lánstímans, er með lægri heildargreiðslu en lán, sem greitt er hægar niður í upphafi, vegna þess að með hraðari niðurgreiðslu á fyrri hluta lánstímans lækkar meðalhöfuðstól lánsin og þar með þann stofn, sem vaxtagreiðslan er reiknuð af.
Það að vera saman lán með vel rúmlega tvöfaldri greiðslubyrði í upphafi lántímans beint saman við veðtryggða lánið er samanburður á eplum og appelsínum. Það er lágmakskrafa að reikna innlánsvexti á mismunin þegar slíkur samanburður er gerður til að hægt sé að tala um raunhæfan samanburð. Hafi lántaki greiðslugetu fyrir óverðryggða lánið þá hefur hann getu til að leggja mismunin á greiðslubyrði verðtryggða og óverðtryggða lánsins inn í banka.
Einnig væri hægt að gera samanburðin milli verðtryggða og óverðtryggða lánsins miðað við að sá, sem væri með verðtryggða lánið myndi greiða af því sömu upphæð og hann þyrfti að greiða af óverðtryggða láninu og væri þar með að greiða meira af því en hann þarf. Það kæmi reyndar ekki eins vel út gagnvart láni með uppgreiðsluálagi og láni án þess en væntanlega kæmi það mun betur út en óvertryggt lán með 15,75% vöxtum.
Svo má einnig benda á það að vilji menn greiða lánin hraðar niður í upphafi lánstímans en gert er með hefðbundnum lánum Íbúðalánasjóðs þá bjóða flestir lífeyrissjóðir og sumir bankarnir upp á þann valkost að taka afborgunarlán í stað jafngreiðsluláns. Þar er um að ræða lán með föstum afborgunum og þar af leiðandi lækkandi greiðslubyrði með lækkandi vaxtabyrði í kjölfar lækkandi höfuðstóls.
Svo er vert að benda á að þessi óiverðtryggðu lán eru með breytilegum vöxtum, sem munu fara upp úr öllu valdi ef verðbólga eykst. Greiðslubyrði þeirra mun þá aukast mun meira en greiðslubyrði verðtryggðu lánanna.
Að endingu er vert að minnast á það að há greiðslubyrði í upphafi lánstíma húsnæðilána hefur oft tilhneygingu til að færast yfir í skammtímalán eins og yfirdráttarlán og þá fer vaxtabyrðin að bíta fast.
![]() |
Hagstæðara að taka óverðtryggt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2007 | 10:41
Hóprefsingar eru stríðsglæpur
![]() |
Gazabúar þola ekki margar vikur enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.11.2007 | 10:07
Húrra fyrir Pólverjum.
Í síðustu kosningum kusu Pólverjar til vanda menn, sem vildu kalla pólska herinn frá Írak. Nú verður það væntanlega að veruleika.
Það eru fleiri og fleiri farir að sjá í gagnum þann blekkingavef Bush og hans kompána að innrásin í Írak var ekki gerð með hagsmuni írösku þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessi innras var gerð með sérhagsmuni ákveðinna barnarískra fyrirtækja að leiðarljósi. Einnig þurfti að tryggja Bandaríkjamönnum stuðningsríki meðal arabaríkja í Miðausturlöndum þegar í ljós kom að ekki er hægt að treysta eins vel á Saudi Araba eins og menn höfðu haldið.
Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Bandaríkjaemnn sitji einir eftir í þeim pytt, sem þeir hafa grafið í Írak.
![]() |
Pólverjar ætla að kalla hermenn sína heim frá Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 08:18
Ný afsökun fyrir því að ráðast inn í Íran?
Ætli Brúskurinn sé þarna komin með nýja afsökun fyrir því að ráðast inn í Íran?
Annar er þetta spurningin um það af hverju geta Bandaríkjamenn ekki bara notað einhvern flugvöll í Afganistan til byrgðaflutninga? Ætli þetta segi ekki eitthvað um það hvernig ástandið er í Afganistan?
![]() |
Bandaríkjaher óttast að leita þurfi nýrra leiða til birgðaflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007 | 09:50
Hvernig getur hernám Kínverja á Tíbet verið kínverkst innanríkismál?
Það breytir engu um það hversu mikið Kínverjar rembast eins og rjúpan við staurinn að halda því fram að Tíbet sé hluti af Kína þá breytir það ekki þeirri staðreynd að svo er ekki. Tíbet er hluti af ólöglegu hernámi Kínverja. Og ekki bara það heldur svo grimmilegu hernámi að framferði þeirra við Tíbeta getur ekki flokkast undir neitt annað en þjóðarmorð.
Ég held að ef eitthvað er afskifti að innanríkismálum hvað þetta varðar þá er þessi orðsenging Kínverja afskipti af bandaríksum innanríkismálum.
![]() |
Kínverjar hvetja Bush til að hætta við fund með Dalai Lama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það var mjótt á munumum í kosningunum árið 2000 og margt, sem bendir til þess að ólögleg útgáfa kjörseðla hjá bróður Busg í Florida hafi ráðið úrslitum. Sá kjörseðill var dæmdur ólöglegur en lögfræðingum Repúblíkana tókst að fá þann úrskurð að það gæfi þó ekki tilefni til að dæma kosningarnar ólöglegar. Þetta gerðist þrátt fyrir það að hætta væri á að menn rugluðust á merkingum við Al Gore og öðrum frambjóðanda, sem fékk lítið fylgi á landsvísu en margfalt það fylgi í Flórída og viðureknndi meira að segja sjáflur að hann teldi að megnið af fylgi sínu í Flórida hefði verið ætlað Al Golra.
Ætli stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum væri öðruvísi ef Al Gore hefði orðið forseti í janúar 2001? Ef svo er ætli það hefði þá haft áhrif á stefnu ríkja eins og Ástralíu? Ætli ástandið í heiminum væri öðruvísi ef svo hefði farið?
Svo má líka spyrja sig hvort Bandaríkjamenn sætu í feni sínu í Írak og Afganistan ef Bush hefði tapað kosningunum á sínum tíma? Ætli viðbrögð Al Gore við 9/11 hefðu orðið önnur en Bush?
![]() |
Friðarverðlaun breyta ekki stefnu Hvíta hússins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 09:36
Hvernig getur hernám Tíbet verið kínverkst innanríkismál?
Hvað sem Kínverjar segja þá er Tíbet ekki hluti Alþýðulíðveldisins Kína heldur ólöglegt hernámssvæði Kínverja. Það er eðlilegt að þjóðir heimsins skipti sér af hernámi eins ríkis á öðru og þá ekki hvað síst þegar merðferð hernámsríkisns er jafn grimmileg og merðferð Kínverja á Tíbetum. Meðferð Kínverja á Tíbetum hefur verið mun verri en meðferð Ísraela á Palestínumönnum og þá er mikið sagt. Ég vil meina að hér sé um ekkert annað en þjóðarmorð að ræða og tel mig ekki vera að gjaldfella orðið "þjóðarmorð" með því að segja þetta. Mér skilst að Kínverjar hafi drepið að minnsta kosti 1,2 milljónir Tíbeta.
Álit mitt á George W. Bush er og hefur alla tíð verið niðri í kjallara. Því átti ég aldrei von á að eiga eftir að segja eftirtalda setningu en hún er viðeigandi í þessu máli að mínu mati. "Ég styð þessa ákvörðun Bush".
![]() |
Bush ætlar að funda með Dalai Lama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 14:39
Gerum meira af þessu
Ég er sammála því að ótækt er að Hvalfjaraðrgöng séu eini vegurinn á landinu þar, sem greiða þarf veggjald. Ég er hins vegar ekki sammála mótmælendum varðandi það, sem þarf að gera.
Ég tel að við eigum ekki að aflétta veggjaldi í Hvalfjarðargöng fyrr en búið er að greiða þau upp með veggjaldi eins og samið var um í upphafi. Ég tel að við eigum að gera miklu meira af því en í dag að fjármagna dýrar vegaframkvæmdir að hluta eða öllu leyti með veggjöldum. Það eru reyndar uppi hugmyndir um Vaðlaheiðargöng fyrir norðan þar, sem hugmyndin er að göngin séu að hluta greidd með veggjöldum. Þetta myndi flýta fyrir uppbyggingu vegakerfisins án aukinnar skattlagningar á almenning heldur aðeins í staðin lögð gjöld á þá, sem nota þessi dýru mannvirki. Þetta hafa Norðmenn gert i marga áratugi og hefur þessi aðferð flýtt mjög fyrir samgöngubótum þar.
Við þá, sem eru í prinsippinu á móti veggjöldum segi ég þetta. Eruð þið þá líka á móti bílastæðagjöldum? Það er engin eðlismunur á veggjöldum og bílastæðagjöldum. Í báðum tilfellum er verið að nota gjöld á notendur mannvirkja fyrir bíla til að fjármagna kostnaðinn við byggingu og viðhald mannvirkjanna og/eða til að halda notkun á takmörkuðum fjölda bílastæða/akreina niðri svo ekki skapist vandamál vegna meiri eftirspurnar en framboðs á viðkomandi mannvirkjum.
Ég er einnig þeirrar skoðunar að til greina komi að taka veggjöld á annatíma á höfuðborgarsvæðinu til að minnka umferð eins og gert er víða í heiminu þar með í Ósló, Stokkhólmi, London og Singapoor. Með þessari aðferð er umferðahraði og þar með aðgengi að miðborgum bætt án þess að þurfa að leggja út í mjög svo kostnaðarsamar aðgerðir við að auka afkastegetu vegakerfisins auk þess að fórna dýrmætu svæði í vegi og bílastæði. Á öllum þessum stöðum, sem ég taldi þarna upp voru margir á móti veggjöldunum í upphafi en eftir reynsluna af þeim eru flestir á þeirri skoðun að þetta hafi verið til bóta og fæstir vilja leggja veggjöldin niður. Áframhald veggjalda í Stokkhólmi var samþykkt í almennri íbúakosningu eftir árs prufutíma en samkvæmt skoðanakönnunum voru flestir borgarbúar á móti þessu í upphafi. Hvað segir þetta okkur?
![]() |
Mótmæla gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 18:37
Að launa fyrir framlögin í kosningasjóðinn
Nú er Bush að launa tóbaksrisunum fyrir framlögin sín í kosningasjóð hans.
Eitt að því fyrsta, sem Bush gerði þegar hann tók við embætti sínu var að stöðva málssóknir ríkisins gegn tóbaksrisunum þar, sem farið var fram á að tóbaksrisarnir endurgreiddu ríkinu kostnað heilbrigðiskerfisins vegna tóbakrsreykinga. Þá kom það fram í fréttum að Bush hefði fengið mjög stór framlög frá tóbakrsisunum í kosningasjóð sinn.
Rök Bush fyrir því að beita neitunarvaldi sínu eru því aðeins tilliástæða. Ástæðan er sú að hann á tóbaksrisunum skuld að gjalda og vinnur því að hagsmunum þeirra gegn almannahagsmunum.
Þarna sínir Bush sitt rétta andlit.
![]() |
Bush beitir neitunarvaldi gegn lögum um tóbaksskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.9.2007 | 12:49
Herskáir?????
Hvað ætli blaðamaðurinn, sem skrifaði greinina, hafi fyrir sér í því að Palestínumennirnir, sem féllu í þessari árás hafi verið "herskáir"?
Ætli hann hafi eitthvað áþreifanlegt fyrir sér í því eða er þetta lapið upp eftir áróðursmeisturum Ísrela? Þegar maður ber saman fréttir í Morgunblaðinu og öðrum miðlum af átökunum í Miðausturlöndum þá hef ég það á tilfinningunni að Morgunblaðið leitist við að draga taum Ísraela í fréttaflutningi sínum.
Ég er ekki að halda því fram að þessir tilteknu menn hafi ekki verið það, sem kalla mætti "herskáir". Ég er aðeins að segja það að nokkrum klukkustundum eftir atburðin er frekar ólíklegt að ljóst sé hvort um Palestínska andspyrnumenn hafi verið að ræða eða óbreytta borgara. Þetta orð "herskáir" er yfirleitt notað í fréttum í Morgunblaðinu þegar Palestínumaður er felldur án þess að nokkuð komi fram í fréttinni, sem rennir stoðum undir að viðkomandi hafi í raun verið vopnaður eða tekiðn á einhvern hátt þátt í frelsisbaráttu Palestínumanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)