Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2016 | 10:32
Mjög vafasöm fullyrðing
Ekki það að ég ætli að tala fyrir þessari stefnu Reykjavíkurborgar né tala niður þetta góða veerkefni þá er það mjög slæmt þegar verið er að mála þessa heilsusamlegu og umhverfisvænu iðju sem hjólreiðar eru sem hættulegri en hún raunverulega er.
En fullyrpingin "það hefur mörgum sinnum verið staðfest að þessir tilteknu hjálmar hafi bjargað mannslífum" er í besta falli vafasöm ef ekki hreint kjæftæði. Vissulega hafa nokkrum sinnum komið yfirlýsingar um slíkt en slíkum yfirlýsingum hafa aldrei fylgt fullnægjandi rök fyrir því að lítill vafi sé um að viðkomandi hefði látist ef hann hefði ekki verið með hjálm. Það eru jafnvel dæmi um slíka yfirlýsingu þegar hjálmurinn brotnaði ekki einu sinni. Við eum að tala um hjálma úr frauðplasti sem brotna auðveldlega við högg sem valda ekki einu sinni heilahristingi þó ekki sé notaður hjálmur. Þó vissulega geti menn látist af vægu höfuðhöggi lendi það á slæmum stað þá eru höfuð okkar og barnanna okkar sterkari en við höldum og allavega margfalt sterkari en hjálmur úr frauðplasti, sem er hannaður til að verja höfuð fyrir höggi á 15 km. hraða og gerir lítið gagn sé um mikið meira högg að ræða.
Staðreyndin er sú að hjólreiðar eru hættulítil iðja og er það aðal ástæða þess að ekkert barn hefur látist í hjólreiðaslysi á þessari öld. Það er til dæmis 4 sinnum hærri tíðni alvarlegra meiðsla á hvern iðkaðan klukkutíma við knattspyrnuiðkun heldur en hjólreiðar of 5 sinnum meiri tíðni í frjálsum íþróttum. Það fylgir því minni slysahætta fyrir barn að hjóla í skólann þó hjálmlaust sé heldur en að spila fótbolta í frímínútunum.
Þrátt fyrir að stór hluti barna ef ekki meirihluti hafi hjólað án hjálms þau ár sem þessar gjafir hafa verið gefnar af Kiwanis og Eimskip þá hefur ekkert þeirra látist. Það eru meira en tveir áratugir síðan síðast varð banaslys á reiðhjóli hjá barni á þeim aldri sem njóta þessara gjafar Kiwanis og Eimskips. Hafi hjálmar bjargað mögrum banaslysum barna á þessum aldri þá ættu börn sem nota hjáma að vera að lenda í svo margfalt fleiri og alvarlegri slysum en þau hjálmlausu. Það er ekkert sem bendir til þess að svo sé.
Það er því að minnsta kosti verulegur vafi um það að hjálmar hafi bjargað einhverju mannslífi síðustu 13 árinn þó vissulega sé ekki hægt að útiloka það og hvert mannslíf er mikilvægt. En hins vegar er mjög líklegt að þessar hjálmagjafir hafi komið í veg fyrir alvarleg höfuðmeiðsl sem í sumum tilfellum hefðu getað valdið varanlegum heilaskaða.
En við skulum ekki vera að mála þessa heilbrigðu yðju sem hjólreiðar eru sem hættulegri en þær eru og alls ekki útmála það sem áhættuhegðum að hjóla án hjálms því með tilliti til slysatíðni getur það ekki á nokkurn hátt talist til slíks.
En borgin mætti alveg vera samvinnuþýðari við Kiwanis og Eimskip í þessu máli Þar er ég sammála Ólafi.
![]() |
Ólafur Hand gagnrýnir Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2016 | 08:25
Gamlir leigusamningar oft undir markaðsverði nýrra samninga.
Markaðsverð leigu hefur hækkað mikið síðustu ár. Gamlir langrímaleigusamnngar eru því oftar en ekki undir því markaðsvirði sem nýr leigjandi í dag þyrfti að greiða. Síðan þegar leigusamningar eru endurmýjaðir hefur það oft áhrif hversu traustur viðkomandi leigjandi hefur verið. Þetta verð er því væntanlega mjör algengt í dag á þetta gömlum leigusamningum.
![]() |
Húsaleiga undir markaðsvirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.4.2016 | 09:55
Ekki meðan Bjarni og Ólöf eru enn í ríkisstjórninni.
Ný ríkisstjórn mun ekki fá frið meðan Bjarni og Ólöf eru enn í ríkisstjórbinni. Haldi þa embættum sínum mun Ísland fá á sig slæman spillingstimpil á alþjóðavettvangi sem mun skaða viðskiptasamninga og leiða til lakari lánskjara. Það verður því engin friður um ríkisstjórnina fyrr en allir skattaskjóslráðherrarnir eru farnir úr ríksistjórninni og af þingi.
Nú þegar vantrauststillagan fer til atkvæðagreiðslu kemur í ljós hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsókarflokks taka flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.
![]() |
Stjórnin fái frið til að starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2016 | 11:20
Fáránlegt að jafna saman máli Vilhjálms og Hönnu Birnu.
Það er út í hött að jafna saman máli Vilhjálms Þorsteinssonar og Hönnu Birnu og getur ekki flokkast undir neitt annað en lélaga smjörklípu.
Við erum annars vegar að tala um mann sem er ekki þjóðkjörin og ekki hefur neitt komið fram um að hafa brotið lög en sagð strax af sér þegar málið kom upp og hins vegar Ráðherra sem ítrekað var staðin af lygum bæði í fjölmiðlum og í ræðustól á álþingi um mál sem klkárlega var lögbrot auk þess aem hún sem ráðherra yfir lögreglu reyndi með óviðeigandi hætti að hafa áhrif á rannsókn málsiins og reyndi að hindra að sú tölva sem hafði að geymna þær upplýsingar sem leiddu til lausnar málsins yrði tekin til skoðunar.
Ef Hanna Birna hefði sagt af sér starax daginn eftir að málið kom upp heðfi endign verið að atast í henni áfram í fjölmiðlum og ef eihver hefði gert það þá hefðu Sjálfsæðismenn örugglega gagnrýnt það. Eina ástaæa þess að það mál hélt áfram í fjölmiðlum eftir að hún sagði af sér sem ráðherera er sú að hún var gagnrýnd fyrir að hafa reynd að misnota aðstöðu sína sem ráðherra til að hindra að hið sanna kæmi í ljóg og var meðal annars gagnrýnd fyrir það af Umboðsmanni Alþingis og þess vegna töldu margir ekki nóg að hún segði af sér sem ráðherra heldur þyrfti hún líka að segja af sér sem þingmaður. Hefði hún gert það hefi umræðan væntanlega þagnað eftir það.
![]() |
Vill að Vilhjálmur njóti friðhelgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2016 | 06:59
Luxeburg er líla skattaskjól.
Skattaskjól snúast ekki bara um það að fela peninga fyrir skattayfirvöldum. Þetta snýst líka um það að færa hagnað yfir á svæði þar sem skattar af hagnaði eru lægri en heima í landi sem er með trísköttunarsamning við heimalandið. Þannig nýta menn sér smugur í skattareglum til að komast hjá skattlangingu í heimalandinu og greiða þá mun lægri skatta í skattaskjólinu sem eru jafnvel bara málamyndaskattar oft 1% eða 0,5% bara til að geta sagt að það ríki sem félagið er skráð í hafa þegar lagt skatt á tekjurnar og því heimila trískötunnarsamningar Íslandi ekki að leggja aftur skatt á sama skattstofn.
En svo má einnig spyrja í þessum máli hvort ekki komi fram á skattframtali hvar eignarhaldsfélag sem þar er gefið upp sé skráð. Ef svo er þá hljómar það ekki trúverðugt að hafa gefið allt upp til skatts en samt ekki vitað hvar félagið var skráð.
![]() |
Taldi félagið skráð í Lúxemborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2016 | 14:45
Fáránlegt yfirklór.
Að bera þetta saman við hagsmuni í kringum neyðarlögin er fáránlegt. Þau voru unnin með leynd í þeim ráðuneytum sem höfðu með þau að gera og kynnt þingmönnum á sérstökum aukafundi sem var boðaður til vegna þeirra og keyrð í gegnum allar þrjár umræður á þingi á nokkrum klukkutímum. Það var því engin tími til hagsmunaskráningar tengt þeim.
Hvað varðar skattlagningu þá er þetta varla eini reikningurinn erlendra aðila á Tortóla sem stofnaður er til að forðast skatta í heimalandinu. Ráðgjöf bankans hefur væntanlega snúist að miklu leyti um einmitt það. Skattahagræðið sem af því hlýst þó allt sé gefið upp er að þarna er reikningurinn staðsettur á lágskattastað sem þó telst vera hluti Bretlands og þar með nær tvísköttunarsamningur okkar við Bratland til eigna þar. Síðan eru greiddir mjög lágir skattar á Tortóla og vegna tvísköttunarsamningsins þá má Ísland ekki leggja skatta aftur á sama skattstofn. Skattar hér á landi eru þá fyrst og fremst skattar af arðgreiðslum af íslenskum hlutabréfum og íslenskum skuldabréfum í eignarsafni félagsins. Ef það hefur verið mikill hluti eigna þess þá fellur um sjálft sig röksendin fyrir því að félagið hafi þurft að vera erlendis vegna stórnmálaþátttöku Sigmundar svo ekki séu beinir hagsmunir hennar af ákvörðunum hans. Í því efni skiptir engu máli hvar félagið er staðsett ef umsvif þess eru fyrst og fremst á Íslandi.
Það að forsætisráðherrahjónin hafi ákveðið að láta frekar ríkiskassa Tortóla njóta skatttekna af ryrirtækinu heldur en ríkissjóð Íslands vegna þess að skattprósentan er lægri á Tortóla er meðal þess sem verið er að gagnrýna í ljósi starfs Sigmundar. Vissulega er ekki verið að brjóta skattareglur með þessu en það er verið að nýta sér smugur í skattareglum sem eru til komnar vegna skattaskjóla með tvísköttunarsamninga við Ísland.
Í þessu efni má einnig hafa í huga skrif Gauta Eggertssonar sem starfað hefur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna. Greinina hans má sjá hér.
http://blog.pressan.is/.../forsaetisradherra-og.../...
Þar kemur maðal annars fram að þó Ísland hafi náð langt í að byggja aftur upp lánstraust á erlendim fjármálamörkuðm þá sé enn langt í land að það verði viðunandi. Ef forsætisráherrhjón landsins komast upp með það að vera með eignir sínar í skattaskjóli og að forsætisráðherran haldi samt embætti sín þá muni aðilar á fjármálamarkið tengja það spillingu í stjórnmálum og því að Íslendingar hafi lítið lært af hruninu og mun það því spilla lánstrausti og þar með lánskjörum Íslendinga. Ef Sigmundur tekur þjóðarhag fram yfir eigin hagsmuni eins og hann vill vera látæ þá ætti han að gera sitt til að það gerist ekki og eina leiðin til þess er að segja af sér.
Höfum í huga í þessu efni að Ísland hefur undirgengist að taka þátt í því með öðrum OECD ríkjum að berjast með þeim gegn skattaskjólum og því skýtur það skökku við ef fjölskylduauður forsætisráðherra sé geymdiur í slíkum skattaskjólum. Hann er þá persónulega að vinna gegn stefnu íslenskra stjórnvalda og fjölþjóðlegum skuldbyndingum landsins.
![]() |
Hvað snýr upp og niður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2016 | 14:17
Það skiptir máli hverjir stjórna.
Það að tvöfalt fleiri börn líði skort þegar kreppu er lokið og farið að bera á þennslu heldur en í dýpstu lægð kreppunar sýnir munin á stöðu hinna lakast settu þegar hægri stjórn eins og núverandi ríkisstjórn er við völd og þegar vinstri stjórn eins og ríkisstjónr Jónönnu Sigurðardóttir er við völd.
Þetta sýnir líka hversu vel ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst að verja hag þeirra verst setu í einni dýpstu kreppu Íslandssögunnar. Það sýnir svo ekki verði um villst að þrátt fyrir að margir haldi öðru fram þá stóð sú ríkisstjórn við það loforð sitt að "slá skjaldborg um heimilin".
Núverani ríkisstjórn hefur lækkað skatta á þá best settu en á sama tíma lækkað barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur að raungildi auk þess að hækka þátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Þar að auki hefur persópnuafsláttur lækkað að raungildi og þar með skattar hækkað á þá sem lægstar tekjur hafa.
Seinasta ríkisstjórn hefði farið öðruvísi að þannig að ef hún hefði haldið völdum værum við ekki að horfa upp á þessa miklu fjölgun barna sem líða skort eins og við horfum uppá í dag.
![]() |
Skortur hjá börnum eykst á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2015 | 15:49
Væri þá ekki ráð að stytta vinnuvikuna í 4 daga.
Ef á annað borð er farin sú leið að stytta vinnuvikuna í 35 stundir þá tel ég mun skynsamlegra að stytta vinnuvikuna í 4 daga heldur en að stytta vinudaginn í 7 tíma. Þá væri vinnudagurin 8 tímar og 45 mínútur. Þá væri sem sagt verið að lengja vinnudaginn um 45 mínútur en fækka vinnudögunum um einn.
Þetta myndi bæta enn meira í frítíma almennings því ferðum til og frá vinnu fækkar þá um eina. Þetta kæmi einnig betur út í mörgum starfsgreinum því það fer oft talsverður tími í að komast af stað því það þarf oft ákveðin undirbúning og einnig fer oft talsverður tími í frágang eftir vinnudag.
Ef þetta væri gert með þeim hætti að enn væri 5 virkir dagar og það væri síðan mismunandi hvaða dagur væri frídagur sem gæti jafnvel verið flótandi gagnvart einstaka starfsmönnum þá væri þetta líka til þess að minnka álagstoppa í umferðinni því á hverjum virkum degi væru 20% vinnandi manna í fríi.
Þetta gæti líka nýtt betur húsnæði tæki og aðra aðstöðu af sömu ástæðu það er að á hverjum virkum degi væru 20$% starfsmannanna í fríi. Ef sama kerfi væri síðan í grunnskólum og leikskólum þannig að börnin væru í fríi á sama tíma og foreldrarnir þá væri líka betri nýting á húsnæði og aðstöðu þar. Það gengi hins vegar illa upp í fámennum skólum og kallar á að lengra sé gengið í einstaklingsmiðuðu námi en er í dag.
Það sem einnig gæti bætt framleiðnina við að nota þessa aðferð er að þá væru launþegar í fríi einn virkan dag í viku og þá væri hægt að ætlast til þess að öll skreppin þeirra sem í dag þurfaað vera á vinnutíma vegna þess að það þarf að sækjat til aðila eða stofnana með venjulegan vinnutíma væri sinnt á virka frídeginum og þar með myndi skrepp úr vinnu minnka verulega.
Af öllu ofantöldu tel ég betra að fækka vinnudögum en að stytta vinnudaginn ef menn ætla sér í alvöru að stytta vinnuvikuna.
![]() |
Vinnuvikan verði 35 stundir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2015 | 17:19
Simon Wiesental stofnunin styður stríðsglæpi.
Það er eitt sem slær mig varðandi hörð viðbrögð erlendra aðila við ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga vörur frá Ísraeal. Það eru viðbrögð Simon Wiesentahl stofnunarinnar. Þeir eru meðal þeirra sem fordæma þessa ákvörðun hvað harðast og eru meðal þeirra sem hæst hrópa það aumkunarverða skítkast að væna borgarstjórn Reykjavíkur um gyðingahatur.
Þessi stofnun var sett á lakirnar til að hafa hendur í hári stríðsglæpamanna úr síðari heimstyrjöldinni. Nú er hún orðin meðal þeirra stofnanna sem harðast ganga fram í að halda verndarhendi yfir stríðsglæpum Ísraela og stuðla þannig óbein að því að stríðsglæpir þeirra verða umfangsmeiri en ella. Þessi stofnun er því farin að berjast gegn fórnarlömbun stríðsglæpa og fjölga stríðsglæpum.
Vissulega getur það verið rökrétt framhald þegar þeim sem tóku þátt í helförinni gegn gyðingumn fer að fækka meðal lifenda að stofnunin víkki út hlutverk sitt og berjist gegn gyðingahatri. En ef það er nýtt markmið stofnunarinnar þá vinnur hún gegn því með því að gengisfella orðið "gyðingahatur" með því að vera sífellt að væna menn að ósekju um slíkt fyrir það eitt að vilja vinna gegn stríðsglæpum Ísraela og styðja við frelsisbaráttu Palestínumanna.
Ég er sannfærður um að stofnandi þessara samtaka myndi snúa sér við í gröfinni ef hann sæi til samtakanna núna. Hún hefur breyst úr því að vera virðuleg stofnun með mikilvægt hlutverk í það að vera meðl öfgafyllstu stuðningmanna grimmilegs hernámsveldis sem fremur reglulega alvarlega stríðsglæpi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.8.2015 | 08:27
Að hengja bakara fyrir smið.
Hér er Ásmundur að lepja upp bullið úr Sigmundi Davíð sem oft hefur sagt það í fjölmiðlum að verðtryggingin dragi úr áhrifum stýrivaxtabreytinga vegna þess að hún dreifi vaxtahækkunum út lánstíman. Þetta er bull. Ef nafnvextir afborgunarláns eru hækkaðir um 1% þá hækkar árleg greiðslubyrði strax um 1% af höfuðstól lánsins. Það er óháð því hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán er að ræða.
Ef hins vegar er um að ræða jafngreiðslulán þá dreifist þessi vaxtahækkun að stórum hluta yfir lánstíman með þeim hætti að afborgunarhluti lánsins lækkar á móti hækkuðum vöxtum. Það á jafnt við um verðtryggð og óverðtryggð lán.
Það er því jafngreiðslufyrirkomilag lánanna sem veldur þessu en ekki verðtryggingin.
Ofan á þetta er Ásmundur í afneitun yfir þeim vanda sem krónan veldur. Hann talar um að háir vextir sé vandanálið en ekki krónan. Það er alveg rétt hjá Ásmundi að háir vextir eru vandamálið en málið er að krónan er ein af helstu orsökum hárra vaxta hér á landi. Meðan við höfum þessa sveiflukenndu örmynt þá verður alltaf lirið á það sem sérstakan áhættuþátt að fjárfesta í skuldabréfum í íslenskum krónum og því verður ávöxtunarkrafan há fyrir vikið.
![]() |
Vandinn er verðtryggingin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)