Afskipti sendiherra að innanríkismálum.

Ég held að öll stjórnvöld telji það óæskilegt að sendiherrar þeirra séu að vasast í innanríkismálum þeirra ríkja sem þeir eru í. Vissulega gerist það stundum að stjórnvöld í tilteknu ríki ákveða að skipta sér að innanríkismáli ríkis sem þau eru í stjórnmálasambandi við og þá eru sendiherrarnir oft notaðir til að koma þeim skilaboðum á framfæri. Ég held að í þessu tilfelli hafi kanadíslk stjóprnvöld einfaldlega ekki viljað að sendiherra þeirra væri notaður í pólitísku deilumáli á Íslandi. Að íslensk stjórnvöld hafi haft puttana í því er nú frekar léleg samsæriskenning þó vissulega sé ekki hægt að útiloka neitt í því sambandi.

En hver man ekki eftir því þegar Sigmundru var að reyna að klína því á Jóhönnu Sigurðardóttur að hún hafi beitt áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að Noðmenn lánuðu okkur fé án þess að tengja það samstarfi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þetta reyndist þvættingur og rógbuðrur hjá honum enda hafði það alla tíð komið skýrt fram hjá norskum stjórnvöldum að slíkt samstarf væri forsenda lánafyrirgreiðslu hjá þeim. Ætli þessar ásakanir Sigmundar á hendur stjórnvöldum séu nokkuð annað en sambærileg leið hans til að vekja athygli á sér og ata stjórnvöld auri með fullyrðingu sem erfitt er að afsanna. Engin blaðamaður virðist fara fram á að hann sanni sitt mál.


mbl.is Stjórnvöld andvíg umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get verið sammála þér um þetta.

En hvernig stendur þá á því að sjálfur Sendiherra Ríkjasambandsins ESB, sem hér er með fullmannað sendiráð, veður hér uppi og blandar sér freklega í mjög viðkvæm innanríkismál, með því að mæra ESB stjórnsýsluapparatið og tala gegn þeim sem hafa efasemdir um ESB aðild.

Þetta finnst ykkur, þessum einangraða sértrúrsöfnuði íslenskra ESB-Krata vera boðlegt þjóðinni, með háðskuglott á vör.

Þetta er algert hneyksli og þvílík hlutdrægni og yfirgengileg ögrun við okkur stærstan hluta þjóðarinnar, sem erum andvíg ESB aðild.

Auk þess sem þetta brýtur gróflega í bága við íslensk lög og alþjóðasáttmála eins og Vínar sáttmálan sem við erum fullgildir aðilar að.

Ykkur mun svo sannarlega hefnast fyrir þennan upphafna hroka ykkar og yfirgang, þó svo síðar verði, en það styttist stöðugt í það, að þið fáið fyrir ferðina svo um munar.

Enda er þriðjungur af fylgi ykkar farinn fyrir borð samkvæmt nýjustu skoðanakönnun sem byrt var í nú í kvöld !

Það á bara eftir að versna og Guðmundar flokkurinn, sjálfur Trjóuhesturinn, litla ESB trúboðið ykkar nær ekki einu sinni lámarks fylgi til þess að ná inn þingmanni.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 18:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það virðist sem fjölmiðlar krefjist þess ekki að slefberar og skrumarar færi rök fyrir eða skjóti stoðum undir óhróður þeirra um ríkisstjórnina, tilgangurinn er látin helga meðalið.

"Látum helvítin neita því" heitir þessi aðferð og er kennd við L.B.Johnson.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2012 kl. 19:39

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnlaugur. Við höfum sótt um aðild að ESB og ætlum að leggja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar hann liggur fyrir. Til að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun í því máli þá þarf hún að fá kynningu á því hvað felst í því að gerast aðili að ESB. ESB er því ekki að gera neitt annað en að standa fyrir nauðsynlegri kynningu á sálfu sér í ríki sem hefur sótt um aðild. Það er einfaldlega nauðsynlegur þáttur lýðræðis að upplýsa kjósendur um það sem á að kjósa um svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun.

Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 10:35

4 identicon

Þó svo að við séum í aðildarviðræðum við ESB þá er ekki sjálfgefið og reyndar mjög óæskilegt að þetta ríkjasamband fái hér algerlega óhindrað að vaða hér inn með gríðarlega fjármuni til áróðurs og auglýsinga á sjálfu sér og kynna sjálfan sig með mjög hlutdrægum hætti, þar sem kynningin er einhliða um sína meintu yfirburði og kosti.

Það er hlutverk íslenskra stjórnvalda, íslensku ESB samninganefndarinnar, íslenskra stjórnmála, íslenskra fjölmiðla, íslenskra félaga- og hagsmunasamtaka, ásamt frjálsum og opnum umræðum einstaklinga í þjóðfélaginu að standa að þessari kynningu og takast á um þetta mál frá öllum hliðum.

Þetta er innanríkismál og á að vera án svona utanaðkomandi áróðurs.

Þessi einhliða áróður og fjáraustur ESB hingað til lands vegna þessa er hrein ögrun við íslensku þjóðina og er bara enn ein ögrun íslenskra stjórnvalda til þess að magna hér upp úlfúð og sundrungu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 11:10

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnlaugur. Í fyrsta lagi er það ekki einkamál okkar þegar við sækjum um aðild að samstarfsvettvangi 27 annarra þjóða. Það er mál allra þjóðanna sem að þeim samstarfsvettvangi koma.

í öðru lagi þá er hér ekki um áróður að ræða heldur kynningastarf. Það er verið að útskýra staðreyndir um það hvers konar samtök ESB er, hver eru skilyrðin sem ríki gangast undir við aðild, hvernig ákvörðunartöku er háttað ásamt útskýringum á lögum ESB svo dæmi sé tekið.

Í þriðja lagi þá er full þörf á svona kynningu vegna þess hversu miklar ranghugmyndir fólk hér á landi hefur um ESB. Það orsakast ekki hvað síst af þeim rangfærslu, mýtum og ínnistæðulausum hræðslúáróðri sem hér grasserar. Það er ekki neitt athugavert við það ef aðili hvort sem það er einstaklingur, fyrirtæki, ríki eða fjölþjóðastofnanir sem fjallað er um í fjölmiðlum hér með röngum og villandi hætti komi hér með menn sem útskýra hið rétta í málinu. Það er öllum heimilt að leiðrétta staðreyndavillur um sig hér á landi. Hér ríkir málfrelsi.

Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 16:23

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tekið úr bloggi fyrrverandi dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar:

"Ríkisstjórn Íslands taldi nauðsynlegt að auka þekkingu Íslendinga á Evrópusambandinu. Hún sneri sér til stækkunardeildar Evrópusambandsins með tilmæli um að þetta yrði gert. Stækkunardeildin samþykkti að verða við tilmælunum og ákvað að verja 1,4 milljónum evra (nú um 220 m. ISK) á tveimur árum til þessa verkefnis. Var kynningarstarfið sett í útboð. Í ágúst 2011 var kynnt að tilboði Media Consulta í Berlín hefði verið tekið og á Íslandi yrði Athygli almannatengsl framkvæmdaraðili. Innan tíðar verður kynningarskrifstofa ESB opnuð í hjarta Reykjavíkur undir þessum formerkjum.

Þegar ég hafði á orði í Berlín að einhverjir á Íslandi teldu að með því að stofna til kynningarstarfs af þessu tagi bryti Evrópusambandið gegn íslenskum lögum var mér snarlega bent á að þetta væri gert að tilmælum ríkisstjórnar Íslands. Hún hefði snúið sér til ESB og farið þess á leit við framkvæmdastjórnina að hún tæki að sér að fræða Íslendinga um ESB. Vissu íslensk stjórnvöld ekki hvað væri heimilt eða óheimilt í þessu tilliti væri það vandamál annarra en þeirra sem hefðu tekið að sér að framkvæma verkefnið á grundvelli útboðs í krafti samnings milli ríkisstjórnarinnar og ESB."

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 17:38

7 identicon

Hvað ertu að bulla Sigurður lestu mbl hjá landsbókasafni á árinu 1999 komu tilmæli frá Evrópusambndinu um að einkavæða bankana!

( Hvaða bull er þetta með að ESB hafi gert krjöfu um einkavæðingu bankanna. Það hefur ESB aldrei gert. Það er fullkomlega löglegt að vera með ríkisbanka í ESB.)

Örn Ægir (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband