Austur Jerúsalem er ekki í Ísrael.

Austur Jerúsalem er ekki í Ísrael. Sá borgarhluti er óumdeilanlega hluti af ólöglegu hernámssvæði Ísraela. Því er það eðlileg beiðni til Ísrela að þeir séu ekki að byggja sér hús á svæði, sem ekki tilheyrir þeim.

 

Reyndar er öll Jerúsalem hluti af ólöglegu hernámssvæð Ísraela. Það eina, sem getur talist löglega til Ísraels er það svæði, sem þeim var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum með samþykkt árið 1947. Jerúsalem er ekki innan þess svæðis. Reyndar er þriðjungur þess svæðis, sem Ísraelar réðu yfir fyrir sex daga stríðið ólöglegt hernámssvæði þeirra.

 

Að því er ég best veit er engin Evrópuþjóð með sendiráð sitt í Jerúsalem. Það er vegna þess að ekkert þeirra viðurkenir Jerúsalem, sem löglegan hluta Ísraels. Á það bæði við um austur og vesturhlutan. Ekkert ríki í heiminum ekki einu sinni Bandaríkin viðurkenna austur Jerúsalem, sem löglgan hluta Ísraels.


mbl.is Hætta ekki við byggingaráform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kannski þú fræðir okkur um hver er "löglegur eigandi" austur Jerúsalem? Og síðan þegar það kemst á hreint hjá þér, hvenær varð sá "löglegur eigandi" austur Jerúsalem?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eina, sem gefur Ísrael þjóðréttalega viðurkenningu er samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 1947 um skiptingu Palestínu í tvö ríki. Hið eina löglga Ísrael er innan þeirra landamæra, sem þá var samþykkt að yrði ríki gyðinga. Í þeirri samþykkr var ákveðið að Jerúsalem yrði undir alþjóðlegri stjórn og tilheyrði hvorugu ríkinu. Það má því segja miðað við þá samþykkt að það sé alþjóðasamfélagið, sem er hinn löglegi eigandi Jerúsalem. Það er hins vegar nokkuð óljós eignaraðild og ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig völd áttu að skipast í Jerúsalem eða hvort búið var að skipuleggja það út í hörgul þegar stíðið milli Ísraels og arabaríkja braust út og hvor aðili fyrir sig hertók hluta borgarinnar.

Hins vegar er fátt sem réttlætti þessa aðgerða Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Ég er hræddur um að fáar þjóðir gætu sætt sig við að alþjóðasamfélagið tæki ákvörðun um að gefa aðkomufólki helming landsins til að stofna þar eigið ríki. Það er talið að á þessu svæði hafi gyðingar verið um 2% íbúa árið 1890 en hafi verið komnir upp í þriðjung íbúa árið 1947 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að gefa þessu aðkomufólki 55% landsins. Það að Palestínumen voru á þessum tíma hernumin þjóð breytir því ekki að þeir voru réttmætir eigendur þess lands, sem þeir höfðu búið á kynslóð fram af kynslóð í mörgum tilfellum í hundruðir eða þúsundir ára. Það er að minnsta kosti fimm þúsund ára saga arabískrar búsetu á þessu svæði.

Þessi gerningur SÞ hefur verið talin löglegur af alþjóðasamfélaginu en siðlaus var hann með öllu. Það gengur ekki að samþykkja að ákveðin hópur eigi að fá að stofna ríki sitt og troða honum niður á landi, sem annað fólk býr á fyrir. Það er ávísun á stríð eins og raunin hefur orðið í Palestínu.

Ísraelar hafa byggt fjöldan allan að húsum fyrir gyðinga í Austur Jerúsalem meðan arabískir íbúar borgarinnar fá aldrei byggingarleyfi. Þegar börnin þeirra fara að heiman þurfa þau því annað hvort að flytja út úr Austur Jerúsalem eða kaupa hús af öðrum aröbum, sem þá væntanlega flytja út úr Austur Jerúsalem. Þessi framkoma við löglega íbúa borgarinnar er ekkert annað en þjóðernishreinsun. Þeirri þjóðernishreinsun er ætlað að styrkja stöðu Ísraela þegar á endanum verður samið um skiptingu Palestínu í ríki Palestínumanna og Ísraela. Það er þess vegna, sem byggingarleyfi eins og talað er um í þessari frétt eru svona viðkvæmt mál. Ef arabar fengju líka að bygga sér hús þarna væri málið væntanlega ekki svona viðkvæmt.

Í stuttu máli er svarið við spurningu þinni að þjóðréttarlega tihleyrir Jerúsalem alþjóðasamfélaginu en siðferðislega eru þeir íbúar, sem bjuggu þar áður en Ísraelar fóru að troða sér þar inn hinir einu réttmætu eigendur borgarinnar. 

Þessi gernin

Sigurður M Grétarsson, 9.12.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband