Hóprefsingar eru stríðsglæpur

Fjölskylda eins manns er reyndar ekki stór hópur en megininntakið er þó að það telst til stríðsglæpa þegar íbúum hernámssvæða er refsað fyrir eitthvað, sem einhver annar gerði. Fjölskylda mannsins hefur ekkert gert af sér.

 

Eftir að hafa framið slíka stríðsglæðpi í gengum tíðina á hernámssvæðunum frá 1967 þá létu Ísraelar undan alþjóðlegum þrýstingi og afnámu slíkar aðgerðir gegn saklausu fólki. Núna ætla þeir að skáka í því skjóli að þetta sé í Jerúsalem en Ísraelar skilgreina borgina, sem hluta Ísraelsríkis en ekki, sem hluta hernámssvæða sinna. Það er hins vegar röng skilgreining. Þó aðeins austurhluti borgarinar sé hluti hernámssvæðisins frá 1967 þá er hernám Ísraela í stríðinu frá 1948 og 1949 líka ólöglegt en í því stríði hernámu Ísraelar ólöglega vestruhluga Jerúsalem.

 

Málið er einfald. Allt yfirráðasvæði Ísraela utan þess svæðis, sem Ísraelar fengu úthlutað með samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1947, er ólöglegt hernámssvæði Ísraela. Það á við um alla Jerúsalem. Fjölskylda mannsins býr því á ólöglegu hernámssvæði Ísraela og um hana gilda því alþjóðalög um meðferð hernámsríkja á íbúum hernámssvæða. Hvernig ísraelsk lög skilgreina svæðið breytir engu þar um. 


mbl.is Hús Palestínumanns jafnað við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með fólkið sem þessi maður drap? Skipta þeir engu máli í þínum bókum??

Rosalegur einfeldningur ertu.

Ísraelsmenn verða að gera eitthvað til að reyna að stöðva þessi hryðjuverk. Áður en veggurinn kom að þá löbbuðu palestínumenn yfir í Ísrael með sprengjubelti um sig miðja og sprengdu sig í loft upp innan um saklaust fólk.

Síðan er sett þessi regla, að ef einstaklingur fremur hryðjuverk að þá er hús hans rifið.  Hljómar kannski illa en eflaust á þetta að vera fælingarmáttur.

Þessi hryðjuverkamaður frá palestínu vissi þetta þegar hann ákvað að keyra jarðýtu á rútur og bíla og drepa saklaust fólk.

Reyndu aðeins að hugsa drengur, þetta er ekki svart og hvítt.

Einar (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Einar. Ég held að það sé frekar þú, sem þarft að hugsa.

Nasistar beittu þeirri aðferð að drepa um 10 til 20 fanga fyrir hvern þýskan hermann, sem andófsmenn drápu. Þessi regla hefur án efa bjargað lífi mjög margra þýskra hermanna vegna fælingarmáttarins, sem af henni stafaði. Samt var ákveðið af alþjóðasamfélaginu að skilgreina það, sem stríðsglæp að refsa saklausu fólki fyrir það, sem einhver annar hefur gert og er það óháð því hversu mikill fælingamáttur felist í viðkomandi aðgerð.

Málið er einfalt. Engin maður með snefil af réttlætiskennd getur samþykkt það, sem eðlilega aðgerð, að refsa saklausu fólki fyrir eitthvað, sem einhver annar hefur gert. Í því efni skiptir engu máli hversu náinn viðkomandi er þeim bortlega.

Ef menn telja eðlilegt að refsa saklausu fólki fyrir það, sem einhver annar hefur gert þá hljóta þeir að telja hryðjuverkaárásir Palestínumanna gagnvart saklausum borgurum eðlilegar því þær eru ekkert annað en hefnd fyrir þá villimannslegu grimmd, sem Ísraelar hafa beitt Palestínumenn í marga áratugi. Þeir hafa hernumið land þeirra og stolið stórum hluta þess til eigin nota. þeir hafa hrakið hátt í milljón þeirr á flótta frá heimkynum sínu og neitað að hleypa þeim aftur heim til sín. Þeir hafa drepið þá í stórum stíl þar á meðal börnum þeirra. Þeir hafa jafnað um 400 þorp og bæji þeirra við jörðu. Þeir hafa eyðilagt heimili saklausra fjölskyldna í þúsundatali bæði til að hefna fyrir aðgerðir annarra en ekki hvað síst til að rýma fyrir landránsbyggðum sínum.

Svo eru menn hissa þó Palestínumenn svari fyrir sig. Með þessum orðum er ég ekki að réttlæta árásir Palestínumanna á saklaust fólk heldur að útskýra hver er orsök ofbeldisins fyrir botni Miðjarðarhafs og hver er árásaraðilinn í þessari deilu.

Sigurður M Grétarsson, 9.7.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband