Það er gott að ljúga í Kópavogi

"Það er gott að ljúga í Kópavogi" eru þau orð, sem helst koma upp í hugan þegar maður sér Gunnar Birgisson tala nú um stundir.

 

Um daginn sagði vinnufélagi minn við mig "það er gott á þig að búa í Kópavogi". Þetta var að sjálfsögðu sagt í gríni og mér skils að við íbúar í Kópavogi fáum svolítið að heyra þetta nú um stundir.

 

Ætlar þessi farsi ekki að fara að taka enda? Hvenær losnum við íbúar í Kópavogi við spiltasta stjórnmálamann á Íslandi úr bæjarstjórastóli?


mbl.is Segja Gunnar ekki ætla að axla ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En er nóg að kallinn víki ?

Væntanlega hefur öll bæjarstjórnin vitað af þessum viðskiptum... Varla var hann einræðisherra og gerði það sem honum sýndist án afskipta annarra. Allir út!

Nóg komið af helvítis rugli.

David (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Gunnar er reyndar búinn að ákveða að hætta, en samt týpískt af Samfó að henda svona fram!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 16.6.2009 kl. 11:21

3 Smámynd: DanTh

Ef karlinn er að víkja því hann hafi átt í vafasömum viðskiptum við ættingja og vini, þá þarf að klára þetta mál alla leið.  Það má ekki líðast að hann fari bara frá án þess að hann verði að taka á sig fjárhagslega ábyrgð á sýndarviðskiptum við dóttur sína. 

Það breytir engu þó svo pólitískir vinir telji þetta ekkert tiltöku mál.  Það hlýtur að vera lögbrot þegar maður í opinberu embætti notar bæjarsjóð til þess að koma vinum og vandamönnum á spena skattgreiðenda með vafasömum hætti?

DanTh, 16.6.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Það þarf auðvitað að kryfja þetta mál til mergjar eins og öll önnur meint brot!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 16.6.2009 kl. 11:38

5 identicon

Jæja, ekki tókst Samfylkingunni ætlunarverk sitt alveg.  Þeim tókst að koma Gunnari frá, allavega ekki eins og sakir standa, náð að slíta samstarfi Sjálfstæðismanna og Framsóknar í Kópavogi og koma Samfylkingunni í bæjarstjórastólinn, sem þeir eru búin að reyna ansi lengi með því að grafa undan Gunnari á allan mögulegan hátt. Það er kafað ofan í alla drullupolla sem hægt er að finna til að koma höggi á samstaf núverandi meirihluta í Kópavogi til að reyna að slíta honum.  Hvernig væri nú að reyna að telja eitthvað gott sem Gunnar hefur gert um tíðina fyrir Kópavog!!  Ef að einhver maður hefur gert eitthvað gott fyrir Kópavog, þá er það hann.  Kannski ætti Samfylkingin í Kópavogi að líta í eigin barm, hafa þeir kannski eitthvað að fela???????????

Þorsteinn Þorsteinsson. (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 14:43

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það, sem Gunnar Birgisson hefur gert gott fyrir Kópavog er teljandi á fingri annarrar handar. Það að fara fram á að þessi viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur Gunnars var til þess ætlað að koma upp um spillingu og sjálftöku af skattpeningum kópavogsbúa.

Gunnar Birgisson er einhver spilltasti stjórmálamaður á Íslandi og verður hreinsun af honum úr bæjarstjórastólnum og vonandi fer hann sem fyrst úr stóli bæjarfulltrúa líka.

Það hefði komið sér mun betur fyrir Safmylkinguna pólitískt að velta þessu máli upp þegar sjálfstæðismenn væru búnir að raða honum efst á lista fyrir næstu kosningar. Það hefði skaðað Sjálfstæðisflokkin mun meira heldur en með því að gera þetta núna. Það hefði því verið mun líklegra til að koma Samfylkinfunni í meirihlutasamstarf í bæjarstjórn.

Það eru engar annarlegar hvatir að baki þeirri kröfu Samfylkingarinnar að þessi viðskipti séu skoðuð. Spilling Gunnars nær ekki bara til þessa eina máls heldur er þetta eina málið þar, sem fyrir liggja næg gögn til að sína fram á misnotkun á almannafé hjá Gunnari.

Sigurður M Grétarsson, 18.6.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband