27.4.2009 | 15:36
Ég var einmitt að hugsa á þessum nótum.
Helsti kosturinn við þessa lausn er sú að með þessu gefur VG ekkert eftir og svíkur ekki sína kjósendur því væntanlega kjósa þingmenn VG gegn þessu á Alþingi. Samfylkingin tekur reyndar þá áhættu að þetta verði fellt. Það gæti gerst þannig að þingmenn Sjálfstæðisflokks og VG kjósi allir eftir flokkslínunni en þingmenn Framsóknarflokksins, Borgarahreifingarinnar og Samfylkingar kjósi allir eftir eigin sannfæringu. Ég geri fastlega ráð fyrir að það séu ESB andstæðingar innan allra SOB flokkanna.
Hins vegar held ég að SOB ríkisstjórn verði örugglega mjög veik ríkisstjórn og að hún nái aldrei sömu festu í því að taka á efnahagsvanda þjóðarinnara eins og núverandi ríkisstjórn. Eins tel ég útilokað að ríkisstjórn með aðild Framsóknarflokksins samþykki fyrningarleið í sjávarútvegi þannig að það mál mun ekki fara í gegn öðruvísi en að SF og VG haldi ríkisstjórnarsamstarfinu áfram.
Einnig myndi þurfa að fara út í einhvers konar flata skuldaniðurfellingaleið ef Framsóknarflokkur og Borgarahreyfingin verða með í ríkisstjórn en ég hef áður útskýrt hvers vegna það er afar slæmur kostur að fara þá leið.
![]() |
Björgvin G.: Mögulegt samkomulag vegna ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2009 | 09:28
VG byjarðir að fremja skemmdarverk á möguleikum okkar á aðild að Evrópusambandsaðild.
Það er greinilegt að VG ætlar að berjast með öllum ráðum gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Uppákomur eins og þessi eru ekki til þess fallnar að auka traust á okkur Íslendingum hjá öðrum Evrópusambandsríkjum og þar með minnka líkurnar á góðri niðurstöðu í samningaviðræðum okkar við Evrópusambandið.
Ögmundur ætti að vita það að á meðan við erum í EES en ekki í ESB þá höfum við enga aðkomu að samþykktum ESB en verðum að taka þær upp. Ef við gerum það ekki þá er EES samstarfið í hættu. Einu möguleikar okkar í dag til að hafa áhrif á það hvernig samþykktir ESB líta út á endanum er að biðla til vinaþjóða okkar, sem eru í Evrópusamandinu að tala máli okkar í þeim nefndum, sem fjalla um málið. Gallin er hins vegar sá að meðan við höfum ekki beinan aðgang af þessum nefndum þá er oft búið að samþykkja málin á þann veg að illa hentar fyrir okkur áður en við fréttum af því að það standi til.
Ögmundur ætti því að vita það að eina leið okkar til að geta í öllum tilfellum haft áhrif á gang mála meðan þau eru enn í mótun er að hafa okkar menn inni í þessum nefndum. Það gerist einungis með aðild að Evrópusambandinu. Staðreyndin er sú að 99,5% mála eru kláruð í þessum nefndum með samþykktum, sem allar aðildarþjóðir sætta sig við. Þess vegan eru möguleikar okkar til að hafa áhrif á gang mála ef viðo erum aðilar að Evrópusambandinu langt umfram þann þingmannafjölda, sem við fáum á Evrópuþinginu.
Ögmundur ætti því að vita að ef við hefðum verið aðilar að Evrópusamandinu þá hefum við hugsanlega getað komið þeirri breytingu á, sem hann vill gera á þessari þjónustutilskipun ESB eða allavega fengið einhverja breytingu í þá átt. Það er hins vegar orðið of seint núna því það er búið að samþykkja þessa tilskipun án þess að við hefðum nokkra aðkomu að þeirri samþykkt, þökk sé þeim, sem hafa komið í veg fyrir það hingað til að við íslendingar gengjum í Evrópusambandið.
![]() |
Óljóst með samþykkt ESB-laga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2009 | 18:11
Hvenær ætla bandaríkjamenn að viðurkenna að meðferð þeirra á indjánum hafi verið þjóðarmorð?
Áður en hvíti maðurinn kom til Ameríku er talið að Indjánar hafi skipt milljónum á því svæði, sem nú telst til Bandaríkjanna. Þegar fjöldamorðum Bandaríkjamanna á þeim lauk skilst mér að þeir hafi verið um 400 þúsund. Þeir voru miskunarlaust myrtir af Bandaríkjamönnum, sem sögðu það vera aðgerðir til að gera landið byggilegt. Þeim var komið fyrir á svokölluðum "verndarsvæðum" en þaðan máttu þeir svo varla hreyfa sig. Þetta minnir reyndar svolítið á meðferð Ísraela á Pelestínumönnum en þó voru fjöldamorð Bandaríkjamanna á Indjánum mun grimmilegri og stærri í sniðum.
Hvenær ætli Bandaríkjamenn viðurkenni þetta, sem þjóðarmorð og hætti að dæma slátrarana í sögu sinni? Hvenær ætil þeir setji upp minningarreiti fyrir fórnarlömb þessara fjöldamorða og hvenær ætli þeir helgi einn dag á ári minningunum um þau fórnarlömb?
![]() |
Tyrkir ósáttir við Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2009 | 08:35
Bullið um 20% niðurfellingaleiðina á heimasíðu Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn hefur verið með úttekt á 20% niðurfellingatillögu sinni á heimasíðu sinni og verið með tengingu inn á hana á mbl.is. Þessi úttekt er í formi spurninga og svara. Sú úttekt er full af rangfærslum og blekkingum og fer ég yfir það hér. Spurningarnar eru feitletraðar, svör framsóknarmanna eru bláletruð en mín athugasemd er með svartletruð.
Þið talið um að það sé eðlismunur en ekki stigsmunur á því að afskrifa skuldir í eðlilegu árferði og núna. Í hverju felst sá munur?
Í fyrsta lagi mun afskriftin fækka þeim sem fara í þrot. Í öðru lagi skiptir máli að fólk geti greitt af lánunum sínum, þó það sé minna en gert var ráð fyrir, því það fengist svo lítið fyrir eignina ef hún yrði tekin. Í þriðja lagi þá felur sá fjöldi gjaldþrota sem 50% afskrift gefur til kynna í sér algjört kerfishrun - skriðu sem leggur efnahagslífið í rúst.
Það er alveg rétt að þessi afskriftarleið fækkar eitthvað þeim, sem fara í þrot. Þetta er hins vegar mjög óskilvirk leið til að gera það því stór hluti kostnaðarins fer til aðila, sem eru ekki í neinni hættu á að fara í þrot. Þær aðgerðir, sem stjórnvöld eru að framkvæma koma í veg fyrir mun fleiri gjaldþrot með mun minni kostnaði enda beinast þær aðgerðir af þeim, sem eru í vanda með mun skilvirkari hætti en þessi leið.
Lendir kostnaðurinn ekki á skattgreiðendum?
Nei. Skattgreiðendur munu ekki bera neinn kostnað verði þessi leiðrétting að veruleika. Kostnaðurinn lendir á gömlu bönkunum.
Þetta er einfaldlega rangt. Kostnaðurinn vegna útlánatapa vegna þeirra, sem ekki eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum lendir á gömlu bönkunum. Kostnaur við skuldaniðurfellingu þeirra, sem eru borguarmenn fyrir sínum skuldum lendir hins vegar að mestu á skattgreiðendum og greiðsluþegum lifeyrissjóða. Kostnaður ríkissjóðs verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna. Ég hef útskýrt það með einföldu dæmi hvernig þessi kostnaður lendir á nýju bönkunum og þar með skattgreiðendum og er sú úttekt hér: http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/862310/#comments
Hvaða áhrif hefur þetta á rekstur ríkissjóðs? Mun hann geta staðið undir þessu?
Þessi leiðrétting hefur engin áhrif á ríkissjóð. Ríkissjóður mun ekki þurfa að standa straum af neinum kostnaði vegna þessarar leiðréttingar (sjá svar við spurningu um hver beri kostnaðinn).
Þetta er rangt. Ríkissjóður mun lenda í nokkur hundruð milljarða kostnaði við þetta eins og fram kemur hér að ofan. Ríkissjóður mun eiga erfitt með að standa undir því ofan á allan annan kostnað eins og Icesave og það mun draga verulega úr möguleikum stjórnvalda í framtíðinni til að halda hér uppi velferðaþjóðfélagi.
Hvað með það sem fellur á ríkið (þ.m.t. Íbúðarlánasjóð)? Kemur það ekki til með að koma í hausinn á íbúðareigendum aftur í formi aukinna skatta eða lélegri þjónustu hjá ríkinu.
Í tillögunum er gert ráð fyrir að kröfuhafar selji fasteignalánasöfn sín með afslætti vegna þess að þessi söfn hafa rýrnað að virði. Sá afsláttur er að hluta til látinn ganga til skuldara. Ekki er gert ráð fyrir frekari kostnaði og sér í lagi er ekki gert ráð fyrir því að kostnaður muni falla á ríkið.
Enn og aftur er þarna sú ranga fullyrðing að engin kostnaður lendi á ríkinu. Þau lán, sem nú þegar eru hjá Íbúðalánasjóði eru ekki seldar með niðurföllum eins og skuldirnar hjá bönkunum og gildir því allt annað um þær. Kostnaðurinn við niðurfellingu þeirra skulda lendir því hjá Íbúðalánasjóði sjálfum nema þeir, sem hafa keypt ríkistryggð skuldabréf Íbúðalánasjóðs verði látnir sæta 20% afföllum af þeim. Ef það er gert fer traustið á ríkistryggingu hjá íslenska ríkinu fyrir lítið. Það getur haft áhrif á möguleika til lántöku svo hægt sé að reisa virkjanir í til að fá inn storiðju vilji menn fara þá leið til atvinnusköðunar. Það eru fyrst og fremst lifeyrissjóðir, sem hafa keypt þessi bréf frá Íbúðalánasjóði og ef þau verða afskrifuð um 20% þá mun það á almenna markaðnum leiða til um það bil 10-14% lækkunar á greiðslum til lífeyrisþega. Það mun síðan leiða til kostnaðar fyrir ríkissjóð vegna tekjutengingar almannatryggingabóta auk þess, sem bæði ríki og sveitafélög verða af tekjuskatti og útsvari. Hvað lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna varðar þá eru greiðslur úr honum rikistryggðar og því mun lækkun á eignum hans vegna þessa lenda á ríkinu í formi hærra framlags til lífeyrssijóðanna. Það sama á við um lifeyrissjóði sveitafélaga. Enn er því hér verið að halda því ranglega fram að ekki muni falla kostnaður á ríkissjóð.
Hvað mun þetta kosta?
Seðlabankinn hefur reiknað út að kostnaður vegna 20% leiðréttingar á fasteignalánum nemi um 285 milljörðum króna (http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6922). Þar er miðað við flata leiðréttingu, án hugsanlegs hámarks á heildarupphæð.
Einhver hluti þessa kostnaðar er tapað fé og mun lenda á gömlu bönkunum og þar með erlendi kröfuhöfunum. Sá hluti þessa kostnðar, sem er lækkun á greiðslum þeirra, sem eru borgnarmenn frir sínum skuldm mun lenda á skattgreiðendum og greiðsluþegum lífeyrissjóða. Þegar Íbúðalánasjóður keypti skuldabréfasafn Sparisjóðs Keflavíkur um daginn þá borgaði hann strax 80% og mun síðan greiða afgangin eftir 8 ár og þá væntanlega fer sú greiðsla eftir því hvað hefur þurft að afskrifa mikið af þeim skuldum. Það er því ljóst að forráðamenn Íbúðalánasjóðs gera ráð fyrir að ekki þurfi að afskrifa meira en 20% af húsnæðislánum og þá miðað við verstu mögulegu útkomu úr kreppunni. Því eru líkur á að mun minna en það þurfi að afskrifa af húsnæðislánum. Því má það vera ljóst að megnið af þessum 285 milljörðum lendi á skattgreiðendum og greiðsluþegum lífeyrissjóða. Þá er eftir allur kostnaður við önnur lán en íbúðalán.
Eru einhverjar líkur á að erlendir kröfuhafar samþykki þessa niðurfærslu?
Fjármagnseigendur, þar með taldir kröfuhafa íslensku bankanna, hafa þurft að sætta sig við það á síðustu misserum að eignir þeirra hafa rýrnað mjög í verði og svo er komið að sumar eignir hafa hreinlega ekkert verð þar sem það eru engir kaupendur. Kröfuhafar verða því aðsætta sig við einhverjar afskriftir af sínum kröfum.
Það er rétt að kröfuafar verða að sætta sig við einhverjar afskriftir af sínum kröfum vegna skulda, sem ekki er hægt að innheimta. Við munm hins vegar aldrei komast upp með að láta þá taka á sig lækkun á kröfum, sem er hægt að innheimta.
Er raunhæft að semja við kröfuhafa um afslátt á fasteignalánum?
Kröfuhafar íslensku bankanna hafa myndað með sér samtök og eru fulltrúar þeirra í miklum samskiptum við fulltrúa gömlu bankanna. Mat á virði eigna og samningar um sölu með afslætti er því í góðu ferli og því er ekkert því til fyrirstöðu að semja við kröfuhafana um verð fasteignalána gömlu bankanna.
Það er fyllilega óraunhæft að ætla sér að semja við kröfuhafa um að þeir taki á sig afslætti til þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum.
Hvers virði eru fasteignalán gömlu bankanna í dag?
Virði eigna hefur fallið mikið síðustu misseri og er í mörgum tilvikum óþekkt. Sem dæmi má nefna að skuldabréf sem gömlu bankarnir gáfu út eru nánast verðlaus. Gömlu bankarnir fengu 100 peninga að láni en nú geta menn selt þessar skuldir á 2 peninga eða 2% af nafnverði. Í raun hafa fasteignalán gömlu bankanna ekkert verð þar sem það eru ekki kaupendur að lánasafninu.
Þarna er verið að koma fram með hluti, sem segja ekkert um virði fasteignalána gömlu bankanna. Þarna er um að ræða skuldabréf gefin út af bönkum, sem eru orðnir gjaldþrota. Þessi bréf eru ekki meðal forgangskrafna eins og bankainnistæður og þar, sem óvíst er að eignir gömlu bankanna dugi fyrir forgangskröfum þá eru þessi bréf eðlilega á lágu verði. Þetta segir ekkert um það hversu mikið næst upp í heildarskuldir og er þvi ekki neitt innlegg í þessa umræðu. Þetta er því klárlega sett fram í blekkingarskyni til að mála stöðuna verri en hún í raun er.
Hvers virði eru fasteignalán gömlu bankanna ef fasteignamarkaðurinn hrynur?
Þau munu lækka enn frekar í verði og verða nánast verðlaus. Lánveitendur myndu fegnir selja þau á 50% af upphaflegu nafnverði.
Þetta er reyndar alver rétt. Hins vegar er flöt niðurfærsla mjög óskilvirk og leið til að koma i veg frir að fasteignarmarkaðurinn hrynji. Það eina, sem þarf að gera í bili er að aðlaga greiðslubyri að greiðslugetu. Það að lækka höfuðstól lánanna hjálpar ekkert til umfram það.
Er gott fyrir efnahagslífið að afskrifa skuldir?
Já. Segjum að við skiptum fólki í þrjá hópa. Í fyrsta hópnum eru þeir sem eru í mestum vanda. Þó þeirra skuldir séu afskrifaðar um 20% mun það ekki duga til og grípa þarf til frekari aðgerða. Í öðrum hópnum eru þeir sem geta haldið áfram að greiða af lánum sínum sé hluti skuldarinnar felldur niður. Í þriðja hópnum eru þeir sem í raun hefðu ekki þurft á afskrift skulda að halda. Þessi hópur hefur því aukinn kaupmátt sem skilar sér beint út í hagkerfið og glæðir það lífi. Þessi leiðrétting kemur því efnahagslífinu vel. Það er hópur sem fær leiðréttingu en þarf ekki á henni að halda. Þessi hópur er mikilvægur til að koma efnahagslífinu aftur í gang en munu peningarnir skila sér út í hagkerfið?
Fólk sem mun hafa meira fé aflögu mun annað hvort eyða fénu og þannig örva efnahagslífið eða leggja féð inn á bankareikning. Þá fær bankinn fé sem hann getur lánað öðrum. Þannig mun féð skila sér út í hagkerfið.
Þarna sleppa framsóknarmenn alveg þeirri staðreynd að lægri greiðslur þeirra, sem geta greitt sínar skuldir, af lánum sínum leiða til minna innstreymis fjár inn í bankana og þær lánastofnanir, sem um ræðir. Þær hafa því minna fé til útlána, sem þvi nemur. Þær hafa því minna svigrúm til að lána til atvinnuskapandi verkefna og einnig hafa þær minna svigrúm til að semja um greiðslufresti til þeirra, sem á þurfa að halda. Þetta leiðir því ekki til aukinna umsvifa í hagkerfinu því þetta er aðeins tilflutningur á fé milli vasa innan íslenska hagkerfisins. Það má vel vera að það komi fyrirtækjum vel að þessir einstaklingar hafi meira fé til eyðslu heldur en að bankarnir hafi meira fé til útlána en það að gefa afslætti af greðslbubyrði án lækkunar á höfuðstól gerir þá sama gagn.
Það er út í hött að halda því fram að það auki fé bankanna til útlána þegar fólk leggur inn í bankann pening, sem það þarf ekki að greiða vegna þess að greiðsla þeirra til bankanna vegna lána var lækkuð. Ef maður, sem er borgunarmaður fyrir sínu láni og greiðir 100 þúsund kr. mánuði af láni sínu fær lækkun á þeirri greiðslu niður í 80 þúsund kr. á mánuði og leggur 20 þúsund kr. misnumin inn í bankan þá heldur bankinn áfram að fá sömu upphæð inn frá þeim einstaklingi. Hann hefur því ekki meira fé til útlána en ef ekki væri lækkuð greiðslan af láninu og þar með væri ekki lagður peningur inn í bankan. Þessi aðgerð mun því ekki auka fé bankanna til útlána heldur mun hún minnka það fé, sem nemur þeim upphæðum, sem ekki eru lagðar inn í banka af því, sem sparast við greiðslur af lánunum.
Verður lánalækkun hjá þeim sem geta staðið undir afborgunum ekki til þess að neysla þeirra vex á tímum þegar allir þurfa að sýna aðhald?
Efnahagslífið þarf á aukinni neyslu að halda. Í flestum löndum í kringum okkur hafa vextir verið lækkaðir einmitt til þess að hvetja fólk til að eyða. Það styður við atvinnulífið, heldur aftur af atvinnuleysi og styður þannig við fjölskyldurnar í landinu.
Það gerir sama gagn að lækka greiðslubyrði án lækkunar höfuðstóls. Þar að auki er líklegt að aukin skuldsetning ríkissjóðs muni leiða til vaxtahækkana og þar með draga úr þrótti atvinnulífsins.
Það er verið að ræða um flata niðurfellingu. Af hverju ætti að fella niður skuldir óreiðumanna og þeirra sem fóru óvarlega í bólunni?
Tökum dæmi af fjölskyldu sem tók 80 milljónir að láni í erlendum myntum til að kaupa fasteign. Í dag skuldar fjölskyldan um 150 milljónir vegna gengisbreytinga og getur ekki staðið skil á afborgunum. Sé 20% skuldarinnar afskrifaður standa engu að síður 120 milljónir eftir og ekki víst að fjölskyldan geti heldur staðið undir afborgunum af þeirri upphæð. Samkvæmt úttekt Seðlabankans myndu á annað hundrað heimila fá 30 milljónir eða meira afskrifað en fyrir stærstan hluta þess hóps yrði það ekki nægjanlegt til að koma þeim nálægt því að vera með jákvæða eiginfjárstöðu. Tæplega 2.500 heimili fengju á bilinu 10-30 milljónir afskrifaðar.
Í sömu úttekt Seðlabankans kom í ljós að þeir, sem eiga mestu nettó eignirnar fá mesta afsláttinn. Það sýnir vel hversu óskilvirk þessi aðgerð er.
Ætla framsóknarmenn að hafa þak á leiðréttingunni? Ef svo er, hvert mun þakið verða?
Í efnahagstillögum Framsóknarflokksins var nefnt að hugsanlega yrði þak á því hve mikið væri afskrifað. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort svo verði. Rökin á móti hámarki eru þau að þeir sem skulda mest eru yfirleitt þeir sem eru í hvað mestum vanda. Rökin með hámarki eru þau að þeir sem skulda mest eru oft á tíðum þeir sem fóru óvarlega. Sjá annars svar við spurningunni Það er verið að ræða um flata niðurfellingu. Af hverju ætti að fella niður skuldir óreiðumanna og þeirra sem fóru óvarlega í bólunni?
Þetta bretir litlu. Þetta er bara útfærsluatriði á slæmri hugmynd.
Geta stjórnvöld ákveðið hvenær sem er að afskrifa að hluta öll húsnæðislan? Ef svo er er þá ekki best að taka sem mest lán og bíða eftir næstu niðurfærslu!!
Íslendingar eru nú að fást við afleiðingar kerfishruns sem er af slíkri stærðargráðu að annað eins hefur ekki sést í áratugi. Þess vegna er ekki að vænta afskrifta af lánum í eðlilegu árferði.
Það hefur oft gerst að fordæmi um aðgerðir eru oft notuð aftur við vægari aðstæður en var þegar fordæmið var skapað. Það er því alls óvíst að aðilar á markaði muni treysta á að þetta verði ekki gert aftur. Slíkt mun hafa neikvæð áhrif á lánskjör hér í framtíðinni og það jafnvel þó við tökum upp annan gjaldmiðil. Það geta liðið margir áratugir áður en aðilar á markaði fara að treysta því að þetta verði ekki gert aftur.
Er ekki bara miklu einfaldara að afnema verðtrygginguna þannig að verðtryggðu lánin hætti að hækka!
Það að afskrifa 20% af fasteignalánum jafngildir því að færa lánin til ársbyrjunar 2008 þar sem verðbólga síðan þá hefur verið um 20%.
Þarna sést að frasóknarmenn kunna ekki prósentureikning. 20% niðurfelling lána afnemur 25% hækkun en ekki 20%. Tökum dæmi. 10 milljóna kr. lán hækkar um 25% og fer þá upp í 12,5 milljónir því 25% af 10 milljónum eru 2,5 milljónir og 10 + 2,5 milljónir eru 12,5 milljónir. Ef lánið er síðan lækkað aftur um 20% þá eru 20% af 12,5 milljónum 2,5 milljónir. Ef 12,5 milljóna kr. lán er lækkað um 2,5 milljónir þá verður það 10 milljónir. Þar með leiðir 20% lækkun til þess að lánið er komið í sömu upphæð og það var áður en það hækkaði um 25%.
Hvers vegna er ekki betra að lengja í lánum og greiða þau upp að fullu?
Segjum sem svo að maður skuldi nú 20 milljónir (verðtryggt jafngreiðslulán sem er hefðbundið íbúðarlán) til næstu 40 ára. Mánaðarleg afborgun lánsins er um 96 þúsund krónur. Sé lánstími lengdur í 70 ár verður mánaðarleg greiðsla um 86 þúsund krónur. Munurinn er um 10 þúsund krónur. Þessi breyting mun ekki gagnast mörgum auk þess sem verðtrygging kemur mun verr við þann sem skuldar til 70 ára.
Það er alveg rétt að það lækkar ekki mikið greiðslubyrðina af nýju 40 ára láni að lengja það í 70 ár. Það lækkar hins vegar mun meira greiðslubyrði af eldra láni með færri ár eftir af greiðslum að bæta við það 70 árum. Það er reynar ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum en þeim er hægt að breyta. Það er einnig hægt að lækka greiðslubyrðina enn meira tímabundið meðan greiðslugeta skuldara er lítil til dæmis vegna atvinnumissis þangað til hann fær aftur vinnu. Sam dæmi má nefma að bara það að óska eftir greiðslujöfnunarvístiölu lækkar greiðslubyrði um tæplega 20% eða svipap og 20% niðurfærsluleiðin gerir. Sú lækkun heldur áfram þangað til kaupmáttur launa hækkar á ný eftir að kreppunni linnig óháð því hve langur tími líður þangað til svo verður.
Hvers vegna er ekki betra að fara svokallaða LÍN leið þar sem greitt er eftir getu þar til lánið er uppgreitt?
Margir þeir sem hafa tekið lán hjá LÍN og eru farnir að greiða það upp hafa tekið eftir því að þeir ná ekki að greiða niður höfuðstól lánsins vegna verðbóta. Því má færa rök fyrir því að þeir sem hafa sótt sér menntun greiði í raun skatt alla ævi til ríkisins vegna þess að ekki næst að greiða niður lánið. Hið sama gæti gerst með húsnæðislán. Fólk greiðir af láni einsog það mögulega getur en nær ekki að borga niður höfuðstólinn. Fólk gæti því átt á hættu að festast í núverandi húsnæðisskuldum til æviloka.
20% bjarga ekki öllum. Eiga þeir sem þannig er ástatt með þá bara að verða gjaldþrota?
Greiðsluaðlögun verður eftir sem áður í boði fyrir þá sem 20% leiðréttingin dugar ekki fyrir. Hins vegar mun fjöldi þeirra sem á aðstoð þarf að halda minnka verulega.
Það er hægt að fækka þeim mun meira, sem þurfa á slíkri aðstoð að halda með aðgerðum, sem beinast beint að þeim verst settu heldur en með flatri niðurfellingu skulda.
Er stefnan sú að afskrifa einnig lán fyrirtækja?
Í efnahagstillögum Framsóknarflokksins er lagt til að þau lán til fyrirtækja sem fluttust yfir í nýju bankana yrðu afskrifuð strax um 20%. Hafa ber í huga að lán til stærstu fyrirtækjanna, t.d. Baugs og svo flestra eignarhaldsfélaga og fjárfestingarfélaga eru ennþá inni í gömlu bönkunum og því er ekki verið að leggja til að lán þeirra verði afskrifuð.
Þetta breytir ekki þeirri staðreynd að afslættir til fyrirtækja, sem geta greitt sínar skuldir lendir á nýnu bönkunum og þar með skattgreiðendum, sem eigendum nýju bankanna.
Mikill hluti húsnæðislána landsmanna er hjá Íbúðalánasjóði. Ræður hann yfir sjóðum til að mæta þeim afskriftum sem falla á hann?
Gert er ráð fyrir að Íbúðalánasjóður kaupi fasteignalánasöfn bankanna á miklum afslætti. Þannig fær sjóðurinn fé til þess að greiða fyrir afskriftirnar.
Þau lán, sem nú þegar eru hjá Íbúðalánasjóði eru ekki keypt með afslætti. Varðandi þau lán, sem hann kaupir með aslætti þá mun sá afsláttur einungis ná til væntra útlánatapa vegna þeirra, sem ekki geta greitt sín lán að fullu. Afslættir til þeirra, sem geta greitt sínar skuldir verður viðbótakostnaður við það, sem mun lenda á Íbúðalánasóði.
Hvað með þá sem skulda ekki neitt? Eiga þeir ekki að njóta neins í tengslum við þessar aðgerðir?
Þeir sem ekkert skulda eru væntanlega ekki í vanda staddir núna og þurfa ekki á aðstoð að halda.
Sammála.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 15:57
Er flöt 20% lækkun lána "leiðrétting" í öllum tilfellum?
Framsóknarmenn réttlæta flata 20% lækkun allra lána með því að þar sé um "leiðréettingu" að ræða. Þar eru þeir þá væntanlega að gefa í skyn að um forsendubrest sé að ræða. Í málfutningi sínum tala þeir mikið um fólk, sem hefur keypt sér íbúð fyrir 20 mánuðum. Miðað við að allir eigi að fá 20% niðurefllingu þá mætti skilja það á málflutningi þeirra að allir íbúðaeigendur, sem skulda húsnæðislán hafi keypt sína íbúð fyrir um það bil 20 mánuðum. Annars væri ekki hægt að réttlæta flata 20% niðudrfellingu til allra, sem einhvers konar "leiðréttingu" nema ef allir hefðu orðið fyrir sama "tjóninu" af mismunandi hækkunum á íbúðaverði og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.
Staðreyndin er hins vegar ekki sú að allir hafi keypt sínar íbúðir fyrir um það bil 20 mánuðum. Því hefur "tjón" manna orðið mjög mismunandi og því ekki eðlilegt að allir fái sömu "tjónabætur". Sumir hafa í raun ekki orðið fyrir neinu "tjóni". Er hægt að tala um "forsendubrest" eða "tjón" í þeim tilfellum þegar raunverð íbúða hækkar mikið á nokkrum árum og þannig myndast mikil "pappírseign", sem síðan tapast aftur þegar raunverð íbúða lækkar aftur en samt ekki, sem nemur allri hækkuninni þannig að enn er útreiknaður eignarhluti hærri en nemur þeim upphæðum, sem viðkomandi hefur greitt fyrir íbúðina bæði með upphafsgreiðslu og greiðslu afborgana af láninu sínu?
Ef hækkun íbúðaverðs hefur verið meiri en hækkun á neysluvísitölu til verðtryggingar frá því íbúðin var keypt er þá hægt að tala um að "verðtryggingin hafi étið upp eignir" viðkomandi? Er hægt að tala um lækkun á skammtímapappírseign vegna verðhækkunar, sem gengur að hluta til baka, sem eignarbruna, sem ástæða sé til að leiðrétta með lækkun á höfuðstól láns?
Tökum dæmi um aðila, sem hefur keypt sér íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í janúar árið 2002. Vísitala húsnæðisverðs nær ekki lengra en til mars eins og er hjá fasteignamati ríkisnis þannig að ekki er hægt að skoða þetta dæmi lengra en það. Frá janúar 2002 til mars 2009 hefur vísitala neysluverðs til verðtryggingar hækkað um 49,4%. Frá sama tíma hefur vísitala húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fjölbýli hækkað um 101,2% og launavísitala hækkað um 58,4%.
Staðan var því sú hjá þessum aðila í mars að ef hann hefði keypt þessa íbúð með 100% láni á sínum tíma og aldrei greitt neinar afborganir heldur aðeins vexti og verðbætur á vexti frá þá ætti hann samt rúmlega 25% eignarhlut í íbúðinni. Þær upphæðir, sem hann hefur síðan greitt í afborganir og verðbætur á afborganir á núvirði kæmu svo til viðbótar þessum 25% eignarhluta.
Ef laun þessa aðila hefðu á þessum tíma verið í samræmi við almennar launahækkanir og greiðslubyrði lánsins hafi verið 50% af launum þegar lánið var tekið þá væri hún 47,2% í mars 2009.
Nú hefur húsnæðisverð eitthvað lækkað síðan í mars þannig að eignarhlutinn ætti að vera orðin eitthað minni en hins vegar hefur vísitala neysluverðs til verðtryggingar lækkað síðan þá en launavísitala hækkað þannig að ekki hefur greiðslubyrði lánsins, sem hlutall af launum hækkað.
Nú spyr ég. Í hverju liggur sá forsendubrestur, sem réttlætir það að höfuðstóll á láni þessa einstaklings sé lækkaður um 20%. Það myndi gera það að verkum að eignarhluti þessa einstaklings væri komin upp í 40% úr 25% þó aldrei hefði verið greiddar neinar afborganir af láninu. Greiðslubyrði lánsins, sem í upphafi var 50% af launum væri þá komin niður í tæp 38%. Af hverju ættu skattgreiðendur og greiðsluþegar lífeyrissjóða að taka á sig byrðar til að lækka skuldir þessa aðila?
Þetta á að sjálfögðu aðeins við þá einstaklinga, sem keyptu sína íbúð á þessum tíma. Reyndar er staðan enn betru hjá þeim, sem keyptu sína íbúð fyrir þann tíma. Staðan er hins vegar verri hvað varðar þá, sem keyptu sína íbúð eftir þennan tíma. Þeir, sem nýlega hafa keypt sína íbúð eru í öfugri stöðu miðað við þennan aðila þannig að bæðí hækkanir á húsnæðisverði og launum eru minni en hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá því þeir keyptu sína íbúð. Það geta því verið rök fyrir "leiðréttingu" á lánum þeirra enda hafa þeir orðið fyrir "tjóni" öfugt við þá, sem keyptu sína íbúð fyrr.
Þessi flata niðurfellingarleið framsóknarmanna með rökum um að um "leiðréttingu lána" sé að ræða er því álíka og ef íbúum Suðurlands hefði verið bættur skaðinn af suðurlandsskjálfta með því að greiða þeim fast hlutfall af heildarverðmæti eigna sinna fyrir skjálftann óháð því hvort þeir hefði orðið fyrir einhverju tjóni og þá hversu miklu. Það sjá allir hversu fáránleg sú leið hefði verið.
Ég segi því. Hjálpum fólki í gegnum kreppuna með því að aðlaga greiðslubyrði lána að greiðslugetu án þess að slá af höfuðstól lánanna meðan kreppan varir. Þegar kreppan er síðan frá og húsnæði aftur orðið að söluvöru þá skulum við skoða hverjir eru í þeirri stöðu að vísitala neysluverðs til verðtryggingar hefur hækkað meira en verðmæti húsnæðis þeirra hefur hækkað frá því þeir keyptu það. Við skulum síðan finna sanngjarna skiptingu á því "tjóni" sem þeir hafa þá orðið fyrir milli lántaka, lánveitanda og ríkissjóðs. Hvað varðar hlut ríkissjóðs þá verður að vera komið á hreint hvert tap hans varð af kreppunni til dæmis vegan Icesaver reikninganna áður en hægt er að taka ákvörðun um það hversu mikið verður sett á hann í þessu efni.
Ég geri í þessu efni ráð fyrir að dæmið sé skoðað frá fyrstu kaupum viðkomandi á íbúð og allar íbúðir viðkomandi raktar áfram hvað þetta varðar. Þá munu þeir fá lækkun á lánum sínum, sem hafa keypt sína fyrstu íbúð í íbúðaverðbólunni eða hafa stækkað verulega við sig á þeim tíma. Einnig munu þeir þá fá slíka lækkun, sem lent hafa í því að kaupa nýja íbúð fyrir hrun en voru ekki búnir að selja gömlu íbúðina fyrir hrun. Hvað þá, sem tóku myntkörfulán þá má skoða það ef krónan nær sér ekki á strik að lokinni kreppu þannig að þeir sitji uppi með "mikið tjón".
Útgangspunkturinn er þó sá að flöt niðurfelling óháð því hvenær menn keyptu sínar íbúðir getur ekki talist sanngjörn leið til "leiðréttingar" á lánum. Þar að auki er hún svo kostnaðarsöm að skuldir ríkisins munu aukast um hundruði milljarða og það er hætt við því að slíkt bæði dýpki og lengi kreppuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 11:13
Blekkingar framsóknarmanna varðandi 20% leiðina.
Framsóknarmenn hafa haldið því fram að hægt sé að gefa flatan 20% afslátt af öllum lánum án þess að það kosti ríkissjóð neitt vegna þess að hægt sé að nota þær 50% afskriftir, sem verði væntanlega á lánasöfnum gömlu bankanna þegar þau eru seld yfir í nýju bankana til að gera þetta og þetta lendi því á erlendu kröfuhöfunum en ekki okkur Íslendingum. Þessi fullyrðing þeirra stenst enga skoðun og verður farið yfir það hér ásamt því að útskýra af hverju þessi leið gerir hag þeirra verst settu enn verri en hún er en aðeins þeir betur settu hagnist á þessari aðgerð. Best er í upphafi að útskýra þetta með einföldu dæmi. Reyndar verður ekki eins hátt útlánatap í húsæðislánum eins og á lánasöfnunum í heildina en þó er þetta sett upp með þeim hætti.
Dæmi:
Fjórir menn skulda Gamla bankanum 10 milljónir kr. hver. Þeir heita A, B, C og D. Við mat á greiðslugetu þeirra er talið að A geti greitt sína skuld að fullu en ekki hinir. Það er talið raunhæft að áætla að B geti greitt 6 milljónir, C geti greitt 3 milljónir en að D geti aðeins greitt 1 milljón. Samtals er talið að þessir fjórir aðilar geti greitt 20 milljónir af 40 milljóna kr. skuldum sínum. Þess vegna er þetta eingarsafn selt til Nýja bankans með 50% afföllum og hann greiðir því 20 milljónir kr. fyrir það.
Nú segja framsóknarmenn að vegna 20 milljóna kr. afláttar af þessu lánasafni þá sé hægt að gefa öllum þessum mönnum 20% afslátt af sínum skudlum án þess að það kosti Nýja bankan nokkuð og þar með þurfi skattgreiðendur ekki að greiða neitt enda verði þar aðeins um að ræða 8 milljóna kr. afslátt af kröfum, sem Nýji bankinn hafi fengið 20 milljóna kr. afslátt af. Skoðum þetta nánar.
Ef mat á greiðsugetu mannana er rétt þá fær Nýji bankinn endurgreiddar þær 20 milljónir, sem hann greiddi fyrir lánasafnið og fer því á sléttu út úr þessu. Þá lítur dæmið svona út.
A greiðir 10 milljónir og fær 0 milljónir í afsátt
B greiðir 6 milljónir og fær 4 milljónir í afslátt
C greiðir 3 milljónir og fær 7 milljónir í afslátt
D greiðir 1 milljón og fær 9 milljónir í afslátt
Samtals eru því greiddar 20 milljónir og 20 milljónir veittar í afsátt.
Nýji bankinn fer því á sléttu út úr þessu enda keypti hann þetta skuldabréfasafn á 20 milljónir og fékk þær greiddar til baka.
Ef farin er 20% niðurfærsluleiðin þá gerist þetta:
Veittur er strax 8 milljóna kr. afsláttur og þá eru enn 12 milljónir eftir á afskriftareikningnum.
A skuldar nú 8 milljónir og greiðir þær allar. Þar með eru komnar 8 milljónir til baka upp í 20 milljóna kr. kauverð krafnanna en veittar afskriftir eru enn 8 milljónir og því enn 12 milljónir eftir á afskriftareikningnum.
B skuldar nú 8 milljónir en getur hins vegar enn aðeins greitt 6 milljónir. Hann greiðir þær og þá eru komnar samtals 14 milljónir upp í 20 milljóna kr. kaupverð og það hefur þurft að afskrifa 2 milljónir í viðbót og er því búið að afskrifa 10 milljónir og eru því eftir 10 milljónir á afskriftareikningnum.
C skuldar nú 8 milljónir en getur hins vegar enn aðeins greitt 3 milljónir. Hann greiðir þær og þá eru komnar samtals 17 milljónir upp í 20 milljóna kr. kaupverð og það hefur þurft að afskrifa 5 milljónir í viðbót og er því búið að afskrifa 15 milljónir og eru því eftir 5 milljónir á afskriftareikningnum.
D skuldar nú 8 milljónir en getur hins vegar enn aðeins greitt 1 milljón. Hann greiðir hana og þá eru komnar samtals 18 milljónir upp í 20 milljóna kr. kaupverð og það hefur þurft að afskrifa 7 milljónir í viðbót og er því búið að afskrifa 22 milljónir og er því ekki eftir neitt á afskriftareikningum og reyndar þarf að fjármagna 2 milljónir í viðbót til að dekka allar þessar afskriftir.
Nýji bankinn hefur því aðeins fengið 18 milljónir til baka af þeim 20 milljónum, sem hann greiddi fyrir skuldabréfsafnið. Hann hefur því tapað 2 milljónum á þessum viðskiptum og það lendir á eigendum hans, sem eru skattgeiðendur að fjármagna það. Svona lítur dæmið út varðandi greiðslur og afskriftir.
A greiðir 8 milljónir og fær 2 milljónir í afsátt
B greiðir 6 milljónir og fær 4 milljónir í afslátt
C greiðir 3 milljónir og fær 7 milljónir í afslátt
D greiðir 1 milljón og fær 9 milljónir í afslátt
Samtals eru því greiddar 18 milljónir og 22 milljónir veittar í afsátt.
Eini munurinn á þessu og stöðunni, sem verið hefði ef ekki hefði verið farið í 20% flata niðurfellingu er að A greiðir 2 milljónum minna en ella. Hann er því sá eini, sem hagnast á 20% flötu niðurfellingunni.
Það er vissulega hægt að halda því fram að B, C og D hafi allavega ekki skaðast á þessu en sú fullyrðing stenst ekki þegar betur er að gáð. Þeir þurfa nefnilega eins og aðrir skattgreiðendur að fjármagna 2 milljóna kr. afsláttinn til A. Ef við gerum ráð fyrir að þeir þurfi allir að taka jafnan þátt í því þá þurfa þessir fjórir skattgreiðsendur að greiða hálfa milljón á mann til að fjármagna það.
Þar með verður staðan sú að A hagnast um 1,5 milljónir á 20% niðurfellingunni eftir að tillit hefur verið tekið til aukinna skattgreiðslna hans vegna kostnaðar ríkisins við hana en allir hinir tapa hálfri milljón. Þessi 20% niðurfellingaleið hefur því leitt til þess að byrðar hafa veri fluttar af A yfir á b, C og D.
Það er þannig, sem 20% niðurfellingin færir fé frá þeim lakast settu yfir til þeirra betur settu. Það er þess vegna, sem engin stjórnmálaflokkur, sem vill "slá skjaldborg um heimilin" vill fara þessa leið.
Látum ekki blekkjast af fagurgala þeirra, sem eru að dásama flata niðurfellingu skulda. Látum ekki blekkjast af þeim rangfærslum og blekkingum, sem koma fram í útskýringum þeirra á því hvers vegna þessi leið á að vera svona góð.
Kjósum ekki þá flokka, sem boða flata niðurfellingu skulda. Slíkar aðgerðir gera slæmt ástand enn verra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 10:09
Enn ein hvítþvottaskýrsla Ísraela.
Einn hluti að áróðurstækni Ísraela felst í því að setja á laggirnar "rannsóknarnefndi" til að rannsaka umdfeild atvik og birta síðan þá "niðurstöðu rannsóknarinnar" að þeir hafi sjálfir verið góðir gæjar. Þeir hafna síðan allri samvinnu við alþjóðlegar rannsóknarnefndir meira að segja nefndir á vegum Sameinuðu þjóðanna þannig að þær geta ekki rannsakað neitt af viti og geta því ekki komið með niðurstöðu.
Þetta gerðu Ísraelar eftir fjöldamorðin í flóttamannabúðunum í Líbanon árið 1982 þar, sem um þrjú þúsund manns, aðallega konur, börn og gamalmenni voru myrt með köldu blóði. Þeir kenna kristnum Falangistum um og segjast ekki hafa vitað af neinu þó flest bendi til að þarna hafi verið um samstarfsverkefni að ræða milli Ísraela og Falangista, sem stjórnað var af Ísraelum. Allavega er ljóst að þeir vissu allan tíman hvað var þarna að gerast í nærri þrjá sólahringa og allan tíman umkringdu ísraelskir hermenn flóttamannabúðirnar og hindurðu alla í að flýja þaðan meðan fjöldamorðin fóru fram. Þeir lýstu einnig upp flóttamannabúðirnar á nóttunni þannig að fjöldamorðingjarnir sægju hvað þeir væru aðgera. Það er einnig margt, sem bendir til að hluti fjöldamorðingjanna hafi verið ísraaelskir hermenn í búningum Falangista. Allavega hafa sumir þeirra, sem komust lífs af sagt frá því að sumir fjöldamorðingjanna hafi talað sína á milli á Hebresku en sum börnin, sem ekki þekkja neitt annað mál en Arabísku hafa sagt að sumir hafi talað eitthvað annað mál en Arabísku.
Enn ein hvítþvottanefndin var skipuð eftir morðið á Rachel Corrie árið 2003. Þar var einungis talað við hermannin, sem ók yfir hana á beltagröfu og bakkaði yfir hana aftur ásamt því að tala við aðra hermann í herdeild hans. Ekki var talað við nein önnur vitni þó nóg hafi verið af þeim bæði vestrænum vitnum og Palestínumönnum.
Þessi skýrsla Ísraela er því ekki pappírsins virði. Það að þeir heimili ekki Sameinuðu þjóðunum að gear óháða rannsókn segir allt, sem segja þarf um þetta mál.
![]() |
Ísraelsher: Engir stríðglæpir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 14:13
Byrðir á áli í sögulegu hámarki + ekkert lánstraust ríkissjóðs
Í dag safnast upp byrðir af áli og því eru álframleiðendur ekki á leiðinni að fara út í fjárfestingar i nýjum álverum. Þar við bætist að ríkissjóur Íslands hefur nánast ekkert lánstraust og það smitast yfir á orkufyrirtæki okkar. Við munum því ekki geta tekið lán til að fjármagna þau orkuver, sem til þarf til að auka hér álframleliðslu.
Það vitlausasta, sem við gerum er að nýta það takmarkaða fé, sem við getum orðið okkur úti um til atvinnusköðunar til að búa til dýrustu störf, sem völ er á eða störf í stóryðju.
Þetta er ekkert ennað en enn eitt ódýra kosningatrikkið hjá örvæntingafullum sjálfstæðismönnum. Það er búið að reka ofan í þá hugmynd þeirra um að taka einhliða upp Evru með hjálp Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og þá taka þeir þetta upp í staðinn.
![]() |
Álið leysir vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 12:29
Nýtt kosningaloforð Framsóknarflokksins
Þetta loforð mun ekki kosta skattgreiðendur neitt, því kostnaðurinn lendir allur á ferðaskrifstofum landsins. Þær munu hvort eð er þurfa að horfa uppá mikinn samdrátt í sölu og verulega rýrnun tekna, og því mjög líklegt að þær samþykki þessa snjöllu hugmynd. Með því að gefa öllum 20% afslátt munu fleiri en ella kaupa sér sólarlandaferðir og því er hugsanlegt að þetta muni, þegar upp er staðið, ekki kosta ferðaskrifstofurnar neitt.
x-B Flokkur sem lofar ekki upp í ermina á sér -
heldur upp í ermina á öðrum.
![]() |
Mikilvægustu kosningarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2009 | 14:35
Höfum við Íslendingar ekki sjálfstæða utanríkisstefnu?
Hvað voru okkar fulltrúar að gera með því að fylgjast með því hvað norðmenn gerðu? Höfum við ekki sjálfstæða utanríkisstefnu? Af hverju var ekki einfaldlega ákveðið í íslenska utanríkisráðuneytinu að ef Ahmadinejad færi yfir ákveðin strik þá færu íslensku fulltrúarnir út eða þá bara að þeir færu alfarið ekkert út sama hvað kallinn segði? Það er ekki eins og það sé að lýsa yfir stuðningi við málflutning ræðumanns á alþjóðlegri ráðstefnu að sitja áfram í salnum meðan hann talar. Til þess eru alþjóðlegar ráðstefnur að menn skiptist á skoðunum og hlusti á hvern annan. Það segir ekkert um það hvort menn séu sammála ræðumönnum.
Ég hef nú ekki heyrt þessa ræðu en kom eitthvað gyðingahatur fram í henni?
![]() |
Íslendingar gengu ekki út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)