Færsluflokkur: Bloggar
16.9.2012 | 17:07
Það er ekki síður ógn af kjarnorkuvopnaeign Ísraela.
Meðan vesturlönd óskapast yfir hugsanlegri kjarnorkuvopnaeign Írana og samsinna mörg þeim orðum Ísralea að kjarnorkuvopnaeign Írana sé ógn við nágrannaríki þeirra þar með talið Ísraela þá virðist engin þeirr ahafa áhyggjur af kjarnorkuvopnaeign Ísraela. Þó Ísraelar neiti tilvist kjarnorkuvopna sinna þá eru þau eigi að síður staðreynd og hefur meðal annars einn þeirra sem stóð að þróun þeirra upplýst um þau vor var fyrir vikið rænt af ísraelsku leyniþjónustunni á Ítalíu og settur í fangelsi í 18 ár fyrir vikið. Hann er enn í farbanni í Ísrael og er banna að tala við útlendinga.
Ísralear hafa sýnt það í gegnum tíðina að þeir svífast einskis til að ná sínu fram og engin fólskuverk eru of grimmileg fyri þá ef það þjónar þeirra markmiðum. Kjarnorkuvopn í eigu slíkrar þjóðar eru mikil ógn við frið og öryggi og þá sérstaklega gagnvart þeim ríkjum sem þeir telja þvælast fyrir þeirra markmiðum.
Það er því ekki síður þörf á því að afvopna Ísraela en að koma í veg fyrir kjarnorkuvopnaeign Írana vilji menn tryggja eins og kostur er öryggi í miðausturlöndum.
![]() |
Netanyahu vill draga línu í sandinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.8.2012 | 08:50
Hefur ástand fjallvega þessi áhrif?
Ég fór upp í Kerlingafjöll fyrir rúmri viku. Þar sá ég hversur hrikalega slæmt ástand Kjalvegar er eða í það minnsta þess hluta hans sem þarf að fara til að komast í Kerlingafjöll. Árið 2010 fór ég upp að Hvítárvatni og þá var ástand þess hluta Kjalvegar sem þarf að fara til að komast þangað mun betra en það er í dag.
Það hefur verið svolítið fjallað um það hversu mikið ástand þjóðvegakerfisins hefur versnað vegna niðurskurðar til viðhaldsframkvæmda. Væntanlega hafa fjallvegir ekki farið varhluta af þeim niðurskurði þannig að ég geri ráð fyrir að slæmt ástand Kjalvegar sé ekki einsdæmi heldur eigi þetta almenn við um fjallvegi rétt eins og aðra þjóðvegi.
Er ekki mögulegt að þessi samdráttur sem orðið hefur í umferð um fjallvegi eigi sér skýringu í versnandi ástandi þeirra þó vissulega megi reikna með að hækkað verð á eldsneyti eigi sinn þátt í þessum samdrætti.
![]() |
Aftur dregur úr umferð um Kjalveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2012 | 12:45
Hvað er "eðlilegt" við það að bændur séu á móti ESB?
Sæmundur segir að hann sé "eðlilega sem bóndi" á móti inngöngu Íslands í ESB. Hvað gerir það eiginlega "eðlilegt" við það að bændur séu á móti inngöngu í ESB. Flestir þeirra munu hagnast á aðild enda opnast 500 milljón manna markaður fyrir þeirra afurðir og þess sem tekið er tillit til bæði byggðarsjónarmiða og heimskautalandbúnaðar í ESB reglum.
Þessi bóndi er væntanlega búinn að lesa of mikið af áróðursgreinum úr Bændablaðini sem fjallar mjög einhliða og á mjög villandi hátt um ESB. Þar er ESB aðild útmáluð sem eitthvað sem muni meira og minna leggja íslenskan landbúnað í rúst. Það er nákvæmelga ekkert sem bendir til þess að það verði afleiðingin af ESB aðild.
Bændasamtökin gengu meira að segja svo langt að reka fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins fyrir að vilja fjalla málefnanlega um ESB í stað þess að vera með einhliða áróður gegn sambandinu. Í staðinn réðu þeir ritsjóra sem var tilbúinn til að láta heiðarlega ritsjórn með málefnanlegri umræðu liggja milli hluta og stunda einhliða áróður í sínu riti.
![]() |
Sýnir ESB-andstöðu á óhefðbundin hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.8.2012 | 13:28
Manngerðar blindbeygjur og blindhorn eru slysagildrur.
Ég er svo sannarlega sammála þessu. Ég hjóla mikið um höfuðborgarsvæðið og víða eru slíkar manngerðar blindbeygjur og blindhorn sem skapa mikla slysahættu. Það er fyrir löngu kominn tími á að fjarlægja þann gróður sem veldur slíkri slysahættu.
![]() |
Gróður skapar slysahættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2012 | 14:19
Hvað ætlar Þór að gera ef lánveitendur vilja ekki semja?
Það er ekki svo að skuldari geti einhliða ákveðið að semja um lægri vexti af lánum sínum. Ef lánveitandi vill ekki lækka vextina þá breytast þeir ekki.
Staða ríkisins er ekki verri en svo að flest bendir til þess að fjárlög ársins 2014 verði halla laus þrátt fyrir um 100 milljarða vaxtabyrði. Ef frá eru taldir vextir þá er nú þegar umtaslverður afgangur á ríkissjóði. Við þessar aðstæður er út í hött að tala um skuldabyrðina sem ósálfbæra. Það eru því engar líkur á að lánveitendur vilji semja um lægri vexti.
Hvað varðar endurskoðun á skuldum heimilanna þá hafa stjórnvöld ákaflega lítið vald um þær enda ríkissjóður ekki lánveitandinn. Alþingi getur því ekki gert neitt sem ekki stenst eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það er mjög ólílelgt að þvinguð lækkun á þegar umsömdum vöxtum muni verða talin standsast stjósrnarskránna af Hæstarétti.
Því er það svo að ef einhver flokkur er með það á stefnuskrá sinni fyrir næstu kosningar að lækka vexti á skuldum heimilanna þá er það jafn mikið lýðskrum og loforð Framsóknarflokksins um 20% flata lækkun skulda var fyrir síðustu kosningar. Í báðum tilfellum er þar um að ræða loforð um eitthvað sem er utan valdsviðs Alþiongis og er því ekki framkvæmanlegt öðvuvísi en að skattgreiðsendur borgi brúsann að mestu eða öllu leyti. Það kallar á enn meiri skattalækkanir.
![]() |
Segir skuldabyrði hins opinbera ósjálfbæra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2012 | 17:44
Hvað á fólk að gera ef ekki er annað í boði?
Í dag hefur hjá flestum sveitafélögum verið tekinn af allur sveigjanleiki í sumarfríum leiksólabarna í sparnaðarskyni. Hvað eiga þeir foreldrar að gera sem ekki geta fengið að fara í sumarfrí á sama tíma og börnin þeirra og tekst ekki að fá eldri einstaklinga en þetta til að passa börnin sín?
Eiga þeir kannski bara að skrópa í vinnunni jafvel á þegar undirmönnuðum vinnustað vegna orlofs vinnufélaga þeirra? Það er ekki alltaf hægt að ætlast til þess að vinnufélagarnir hliðri til með sitt orlof og taki það utan besta orlofstímans vegna foreldra leiksólabarna. Þá er eðlilegra að sveitafélögin bjóði upp á sveigjanleika í orlofi leiskólabarnanna. Eða hugsanlega aðstoði foreldra við að útvega einstaklinga sem náð hafa 15 ára aldri til barnapössunar. Þetta gæti til dæmis verið í gegnum vinnuskólann.
Það sama á við um starfsdaga. Þar er ekki boðið upp á nein úrræði í leikskólum öfugt við grunnskóla. Það getur leitt til þess að foreldrar sem ekki geta tekið sér frí úr vinnu akkúrat á þeim degi þurfa einfaldlega að taka þá þjónustu sem býðst þann dag sem ekki er alltaf hjá einstaklingi sem náð hefur 15 ára aldri.
Vilji menn draga úr því að börn yngri en 15 ára séu að passa börn þá þarf að auka sveigjanleika í þjónustu leiksóla. Vel er hægt að koma því þannig fyrir að þeir sem þurfi á þeim sveigjanleika að halda greiði kostnaðinn sem af honum hlýst þannig að ekki þurfi að koma til aukin útjöld viðkomandi sveitafélags.
Svo má bæta því við að það er sitthvort að gæta barns sem enn flokkast undir það að vera "óviti" eða barns sem komið er á grunnskólaaldur og er þar með orðið nokkuð sjálfbjarga og farið að hafa vit á að passa sig sjálft á flestum þeim hættum sam geta valdið því skaða.
![]() |
Börn yngri en 15 ára starfi ekki við barnagæslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2012 | 23:41
Þvílík áróðursfrétt
Þetta er auma áróðursfréttin. Þarna er látið eins og ESB sé eitthvert yrifþjóðlegt vald þar sem einhver klíka í Brussel ákveður hlutina. Því fer víðs fjarri. ESB er samstarfsvettvangur 27 sjálstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu og það er alltaf samið um hluti eins og þessa. Því er það kjaftæði að makrílviðræðurnar séu tilgangslausar því þó sá samningur falli sem slíkur úr gildi við inngöngu þá mun efnisleg niðurstaða hans gilda áfram.
Hvað fríverlsunarsamninganna varðar þá þurfum við vissulega að segja upp okkar samningum en við missum samt ekki fríverslunarsamning við umræddar þjóðir því við fáum í staðinn aðgang að þeim fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert við þær. Og hvað Kína varðar þá eru samningar milli ESB og Kína langt komnri.
Þessir fríverslunarsamningar eru mun fleiri og betri en við getum nokkurn tímann náð upp á eigin spýtur eða EFTA getur náð því þjóðum heims finnst eftir mun meiri að slægjast að komast inn á 500 milljóna markað ESB heldur en 320 þúsund manna íslenskan markað eða um það bil 10 milljóna manna markað EFTA.
![]() |
Tilgangslausar makrílviðræður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
29.6.2012 | 17:41
Skiptir skoðun forseta á ESB máli?
Magir hafa farið mikinn og gagnrýnt Þóru Arnórsdóttur fyrir það að gefa ekki upp skoðun sína á ESB í aðdraganda forsetakosninganna. Með því að gagnrýna hana fyrir það þá eru menn að gefa í skyn að það skipti máli hver skoðun forseta er á því máli og þar með að það auki eða minnki líkurnar á að Ísland gangi í ESB. En er það svo?
Fullyrðinginn um að afstaða forseta skipti máli snýst oftast um þá fullyrðingu að þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning sé ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi þá geti stjórnvöld hundsað niðurstöðu hennar og samþykkt ESB aðild jafnvel þó henni sé hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu og því sé nauðsynlegt að hafa forseta sem vísi þá slíkum lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu með því að beita 26. grein stjórnarskrárinnar. En er það raunhæfur möguleiki fyrir stjórnvöld að koma Íslandi inn í ESB þrátt fyrir að aðildarsamningur sé felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu? Lítum aðeins nánar á það.
Í fyrsta lagi þá er stór hluti þíngmanna sem ber mikla virðingu fyrir lýðræði og á það bæði við um stuðningsmenn og andstæðinga ESB. Það verður því að teljast verulega ólíklegt að það náist meirihlutastuðningur við það á Alþingi að samþykkja aðildarsamning sem felldur hefur verið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt væri í fyrsta lagi pólitískt sjálfsmorð fyrir viðkomandi þingmenn því þeir munu nær örugglega falla í næsta prófkjöri í sínum flokki. Allavega kæmi ekki til greina af minni hálfu að kjósa þingmann sem samþykkti aðildarsamning á Alþingi þrátt fyrir að hann væri felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og er ég þó mikill stuðningsmaður þess að við göngum í ESB. Ég veit að þannig er því farið með marga aðra stuðningsmenn ESB.
En jafnvel þó svo ólíklega vildi til að slík lagasetning kæmist í gegnum þingið þá er nánast öruggt að hvaða forseti sem er myndi beita 26. greininni við slíkar aðstæður því annað væri pólitískt sjálfsmorð fyrir hann. En gefum okkur samt að lögin fari í gegn og aðildarsamningurinn er samþykktur á þingi og forseti skrifar undir.
Þá kemur að næstu hindrun. ESB aðild samrýnist ekki stjórnarskránni og því þarf að breyta henni til að við getum gengið í ESB. Til þess að breyta stjórnarskránni þarf Alþingi að samþykkja breytinguna tvisvar með þingkosningum á milli. Ef Alþingi samþykkir ESB aðild gegn vilja þjóðarinnar ásamt því að samþykkja þá stjórnarskrárbreytingu sem til þarf í fyrri atrennu þá er öruggt að þeir sem eru andstæðingar ESB og ætla að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni í seinni umferð ná meirihluta ef meirihluti þjóðarinnar er á móti inngöngu Íslands í ESB. Þar með næst ekki seinni samþykktin og þar með verður ekki hægt að gera þær breytingar á stjórnarskránni sem til þarf til að við getum gengið í ESB.
Jafnvel þó málið kæmist í gegnum þessa hindrun og nauðsynleg stjórnarskrárbreyting næst í gegn þá erum við ekki enn komin inn í ESB því allar aðildarþjóðir ESB þurfa líka að samþykkja samninginn. Þær eru nú 27 og verða væntanlega orðnar 28 að minnsta kosti áður en að þessu kemur. Hver einasta þessara þjóða hefur neitunarvald varðandi inngöngu okkar í ESB. Það er útilokað að þær muni allar samþykkja aðild okkar gegn vilja meirihluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar kemur bæði til að margar þessara þjóða eru rótgróin lýðræðisríki og muni einfaldlega ekki vilja okkur inn á slíkum forsendum og einnig hitt að ef meirihluti þjóðarinnar er andvígur ESB þá munu andstæðíngar ESB væntanlega fljótlega ná meirihluta á Alþingi og þá eru mjög miklar líkur á að við segjum okkur aftur úr ESB ef við höfum farið inn með slíkum bolabrögðum gegn lýðærðislegri niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóðirnar sem fyrir eru munu því sjá fram á að allur sá kostnaður sem fari í það að hálfu ESB að ganga frá inngöngu okkar verði tapað fé þegar við göngum þaðan aftur út auk þess sem úrsögn okkar mun einnig kosta ESB umtalverðar fjárhæðir. Það er útilokað að allar aðildarþjóðir ESB séu tilbúnar í að helda peningum út um gluggan með þeim hætti.
Staðreyndin er sú að við Íslendingar göngum ekkert í ESB nema meirihluti kjósenda samþykki aðildarsamning við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því efni skiptir engu máli hver er forseti þegar þar að kemur né heldur hverjir eru í ríkisstjórn þegar þar að kemur.
Miðað við yfirlýsingar sumra þingmanna er meiri hætta á að aðildarsamningur verði felldur á Alþingi jafnvel þó hann verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er varla hægt að gefa lýðræðishugsjón vesturlanda löngutöngina með meira afgerand hætti en með slíku.
En allavega þá er ekki nokkur nástæða til að láta skoðun forsetaframbjóðenda á ESB aðild ráða atkvæði sínu í forsetakosningunum. Einu áhrif forsetans í því máli felst í atkvæði hans í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning við ESB. Hann mun ekki á nokkurn hátt hafa meiri háhrif á það mál en hver annar kjósandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.6.2012 | 11:17
Af hverju ekki að miða við 1. janúar 2008?
Hér er gott dæmi um einhliða blaðamennsku. Hér er alveg slepp að minnast á að laun forsætisráðherra voru lækkuð tímabundið um 15% á haustdögum 2008 og nýlega úrskurðaði kjararáð um að sú lækkun skyldi ganga til baka. Hér er því ekki um mikla hækkun að ræða frá janúar 2008. Ég sórefa að þetta sé úr takti við launahækkanir annarra opinberra starfsmanna sé mið tekið af þeirri dagsetningu.
![]() |
Laun Jóhönnu hafa hækkað um 257 þús. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2012 | 16:03
Þvílíkt bull hjá Friðriki.
Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja verði óhagkvæmari verði útgerðarmenn látnir borga eðlilegt gjald fyrir sínar veiðiheimildir. Þvert á móti þá munú útgerðafrélög þurfa að hagræða í rekstri sínum til að lifa af. Einhverjar þeirra munu hugsanlega verða gjaldrota en þá munu einfaldlega aðrar og betur reknar útgerðir taka yfir veiðiheimildir þeirra og þannig mun verða hagræðing í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi.
Þessar breytingar munu því ekki leiða til versnandi lífskjara hér á landi heldur munu þær þvert á móti bæta lífkjör hér á landi því þær leiða til þess að stærri hluti auðlindarentunnar fer til samfélagslegra verkefna í stað þess að fara í vasa útgerðarmanna og þeirra sem lánuðu þeim fyrir kvótakaupum í formi vaxta af þeim lánum.
Vissulega munu takmarkanir við framsali veiðiheimlda draga úr hagkvæmni en það mun lagast að mestu leyti .þegar leigupotturinn stækkar. Þó væri betra ef þær takmarkanir væru minnkaðar.
Annar galli við fyrirliggjandi frumvarp er einmitt hversu lítill leigupotturinn verður í upphafi enda nægir hann varla til að standa almennilega undir nýliðun í greininni. Það lagast vonandi fljótlega.
Versti gallinn er þó allt of langur tími nýtingarsamninga. Það er lágmarkskrafa að eftir 20 ár standi allar útgerðir jafnar þannig að núverandi kvótahafar hafi engan forgang fram yfir þær útgerðir sem nú eru kvótalausar þegar það tímabil er liðið.
![]() |
Kallast varla réttlæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)