11.7.2008 | 09:34
Þetta eru pyntingar og ekkert annað.
Þetta er aðeins ein af mörgum pyntingaaðferðum Bandaríkjamanna, sem þeir þó þræta fyrir að séu pyntingar. Þeir skilgreina pyntingar þannig að það séu aðgerðir, sem valdi varanlegum LÍKAMLEGUM skaða á viðkomandi. Aðgerðir, sem valda varanlegum andlegum skaða á viðkomandi flokka þeir ekki, sem pyntingar. Þeir flokka heldur ekki undir pyntingar aðgerðir, sem valda miklum líkamlegum eða andlegum þjáningum svo fremi að ekki sé um varanlegan skaða að ræða. Þetta er þvert að alþjóðlegar skilgreiningar á pyntingum. Að beita slíku gegn barni er að sjálfsögðu villimennska og ekkert annað og er ekki framkvæmt að neinu siðuðu ríki
Lítum svo á sakarefnið. Þarna var um að ræða dreng, sem drap hermann, sem var að gera innrás í land, sem hann bjó í. Dauði þessa hermanns er því ekki morð heldur mannfall í stríði. Og það í stríði, sem Bandaríkjamenn hófu og voru árásaraðilinn í. Ef þessi drengur á að fá dóm fyrir morð þá eiga allir bandarískir hermenn, sem drápu einhvern í þessu sama stríð líka að fá dóm fyrir morð. Hann gerði ekkert verra en þeir. Þvert á móti þá var hann að verjast innrásarliði meðan bandaríkjamennirnir voru að gera árás.
Þessi drengur á því ekki að fara fyrir dómara heldur á hann að fara heim til sín og í skóla. Hann er reyndar væntanlega orðin 21 árs í dag ef hann hefur verið handtekinn 15 ára gamall og er búinn að vera í haldi í sex ár en væntanlega hefur hann að mörgu leyti aðeins þroska 15 ára drengs eftir að hafa hlotið þessa meðferð Bandaríkjamanna. Eitt er víst, henn hefur ekki verið í námi þessi sex ár.
![]() |
Fanga í Guantanamo-búðunum meinað um svefn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 11:53
Hvar lærði blaðamaðurinn að reikna?
![]() |
Fær 62,5 milljónir króna fyrir getnaðarliminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.7.2008 | 10:17
Hóprefsingar eru stríðsglæpur
Fjölskylda eins manns er reyndar ekki stór hópur en megininntakið er þó að það telst til stríðsglæpa þegar íbúum hernámssvæða er refsað fyrir eitthvað, sem einhver annar gerði. Fjölskylda mannsins hefur ekkert gert af sér.
Eftir að hafa framið slíka stríðsglæðpi í gengum tíðina á hernámssvæðunum frá 1967 þá létu Ísraelar undan alþjóðlegum þrýstingi og afnámu slíkar aðgerðir gegn saklausu fólki. Núna ætla þeir að skáka í því skjóli að þetta sé í Jerúsalem en Ísraelar skilgreina borgina, sem hluta Ísraelsríkis en ekki, sem hluta hernámssvæða sinna. Það er hins vegar röng skilgreining. Þó aðeins austurhluti borgarinar sé hluti hernámssvæðisins frá 1967 þá er hernám Ísraela í stríðinu frá 1948 og 1949 líka ólöglegt en í því stríði hernámu Ísraelar ólöglega vestruhluga Jerúsalem.
Málið er einfald. Allt yfirráðasvæði Ísraela utan þess svæðis, sem Ísraelar fengu úthlutað með samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1947, er ólöglegt hernámssvæði Ísraela. Það á við um alla Jerúsalem. Fjölskylda mannsins býr því á ólöglegu hernámssvæði Ísraela og um hana gilda því alþjóðalög um meðferð hernámsríkja á íbúum hernámssvæða. Hvernig ísraelsk lög skilgreina svæðið breytir engu þar um.
![]() |
Hús Palestínumanns jafnað við jörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 09:40
Það væri heldur ekki þörf fyrir frelsisbaráttu Palestínumanna ef Ísraelar hættu ólöglegu hernámi sínu.
![]() |
Tilboði Hamas vísað á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2008 | 12:48
Niðurstaðan fyrirsjáanleg
Það er reynslan hingað til þegar Ísraelsher rannsakar gerðir eigin manna að þar er um hvítþvott að ræða. Allavega er hægt að treysta því að þetta verður ekki hlutlaus rannsókn.
Dæmi um þetta er rannsóknin á því þegar keyrt var yfir mannréttindabaráttukonuna Rachel Corry fyrir nokkrum árum. Hún hafið verið ásamt nokkrum félögum úr mannréttindasamtökum og reyna að verja heimili Palestínumanna, sem Ísraelsher var að rífa. Þau gerðu þetta með því að standa fyrir tækjunum, sem notuð voru við niðurrifið og koma þannig í veg fyrir að þau kæmust að húsunum. Á endanum var ekið yfir hana á beltagröfu og bakkað yfir hana aftur.
Ísraelsher lét fara fram "rannsókn" á málinu en við þá rannsókn var aðeins talað við ísraesku hermennina, sem voru á vettvangi en ekki nein önnur vitni. Þarna voru bæði Palestínumenn og vestrænir mannréttindabaráttumenn, sem voru í þessu með Rachel Corry. Niðurstaða "rannsóknarinnar" hjá Ísraelsher var að þetta hafi verið slys. Önnur vitni hafa mörg hver komið fram í vitölum og skrifað um þetta á netinu og þeir segja allt aðra sögu. Þeir segja að útilokað sé annað en að hermaðurinn hafi séð hana og þeir, sem næstir voru vettvangi ganga meira að segja svo lagt að segja að hermaðurinn hafi horft í augun á Corry áður en hann ók yfir hana á beltagröfu og bakkaði yfir hana aftu. Af einhverjum ástæðum rauk hann síðan í burtu strax eftir þetta án þess að vera konin langt með að rífa húsið og það þá að eigin sögn án þess að vita að hann hafi keyrt yfir konuna.
Húsið var síðan rifið og fjölskyldan, sem í því bjó var þar með á götunni. Seinna hafa margir Ísraelar og stuðningsmenn þeirra reynt að gera lítið úr þessari baráttu Corry og félaga hennar og haldið því fram að þetta hús hafi verið með endi á göngum, sem notuð voru til að smygla vopnum. Þetta er reyndar ekki opinber skýring ísraelskra stjórvalda en hefur samt veri mikið haldið á lofti til að sverta Corry. Einnig hefur mikið veri reynt að gera öfgamanneskju úr henni með því meðal annars að sýna myndir af henni að brenna pappírseintök af ísraelska og bandaríska fánanum. Því er hins vegar að svara að þarna var hún stödd á mótmælafundi þar, sem verið var að mótmlæa grimmdarverkum Ísraela og allir voru að gera þetta og hún tók bara þátt í því.
Það bendir flest til þess að þarna hafi Ísrelar verið orðnir þreyttir á að geta ekki rifið hús Palestínumanna í friði og því ákveðið að gera eitthvað róttækt til að koma í veg fyrir áframhaldandi aðgerðir vestrænna mannréttindabaráttumanna til að koma í veg fyrir niðurrif húsa og einfaldlega ákveðið að drepa einn þeirra til að stöðva þetta. Það er hins vegar spurning hvort í því efni hafi veri um einkaframtak þessa hermanns að ræða eða eitthvað, sem hann fékk fyrirmæli um.
Annað dæmi um þetta er niðurtaða sjálfs hæstaréttar Ísraels um að Ariel Sharon hafi aðeins verið óbeint ábyrgur fyrir fjöldamorðunum í Shabra og Shattilla flóttamannabúðunum í Líbanon árið 1982. Það er alveg klárt að Ísraelsher, sem samkvæmt alþjóðalögum bar ábyrgð á öryggi íbúa Líbanons eftir að vera búin að hernema landið, var alveg ljóst allan tíman hvað var þarna að gerast. Það er útilokað að þetta hafi farið framhjá þeim. Þeir umkringdu flóttamannabúðinrar og helyptu síðan vel vopnum búnum stríðsmönnum inn í búðirnar og skutu á alla, sem reyndu að flýja út úr búðunum frá þessum morðingjum. Einnig hafa komið fram mörg sönnunargögn fyrir því að sennilega var þessum fjöldamorðum stjórnað af Ísraelsher en krisnir Falangistar aðeins fengnir til að vinna sjálf skítverkin vegna þess að þetta var of gróft fyrir Ísraelsher gagnvart alþjóðasamfélaginu og er þá mikið sagt.
Meðal annars hafa margir þeirra, sem lifðu árásirnar af sagt að sumir þeirra manna, sem tóku þátt í fjöldamorðunum klæddir í búninga Falangista, talað sín á milli á Hebresku. Aðrir þekktu ekki Hebresku og sögðu að sumir hafi talað annað mál en Arabísku. Einnig hefur norskur hjálparstarfsmaður sagt frá því að búið hafi verið að stilla honum upp til aftöku þegar ísraelskur herforingi koma að og sagði við Falangistana að þeir mættu ekki taka vestræna menn af lífi. Eftir það var hann tekin í burtu en aftökur á Palestínumönnum héldu áfram.
Í þessum fjöldamorðum voru um þrjú þúsund manns myrtir og það aðallega konur, börn og gamalmenni. Það höfðu áður verið átök í Beirút og flestir vopnfærir menn úr þessum flóttamannabúðum höfðu veri fluttir til Túnis í kjölfar friðarsamkomulags. Þarna var því um að ræða svipað stórt hryðjuverk og árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001 en það hefur engin verið saksóttur fyrir það. Bara það eitt að Ísraelar handtóku engan af þessum fjöldamorðingum meðan þeir réðu ríkjum í Líbanon þó þeir vissu hverjir voru foringjar þeirra þeirra segir sína sögu. Þeir voru í raun ríksivaldið í Líbanon á þessum tíma og bar því að halda uppi lögum og reglu samkvæmt alþjóðalögum.
![]() |
Árás á myndatökumann rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2008 | 12:05
Veit ekki á gott þegar farið er að drepa blaðamenn.
Þegar hernámsríki er farið að drepa blaðamenn þá vekur það mér alltaf ugg. Það getur bent til þess að leiðtogar þess ætli sér að fara út í aðgerðir, sem þeir vilja ekki að blaðamenn verði vitni að. Því fari þeir fyrst út í aðgerðir, sem séu til þess fallnar að hrekja blaðamenn frá átökunum. Liður í því er einmitt að drepa blaðamann til að hræða aðra blaðamenn frá því að vera á svæðinu.
Ég óttast því að framundan séu ljótar og grimmilegar aðgeriðr á vegum Ísraelshers og það, sem við höfum séð undanfarið sé aðeins forsmekkurinn af því, sem koma skal. Ég tel því fulla ástæðu til að óttast um afdrif óbreyttra borgara á Gasa svæðinu á næstunni.
![]() |
Blóðbað á Gasasvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2008 | 15:39
Talandi um að kasta steini úr glerhúsi.
Þegar Ísraelar eru farnir að fordæma aðra fyrir að fara ekki að ályktun Sameinuðu þjóðanna eru þeir svo sannarlega farnir að kasta steini úr glerhúsi. Ætli nokkur þjóð hafi hundsað fleiri ályktanir Sameinuðu þjóanna en einmitt Ísrael? Til viðbótar við það hafa Ísraelar sennilega brotið nær öll ef ekki öll ákvæði Genfarsáttmálans um meðferð fólks á hernumdum svæðum.
Til að mynda hefur að því er ég best veit ályktun 194 um rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim verið endurnýjuð árlega í 60 ár án þess að Ísraelar hafi sýnt nokkurn lit í þá veru að fara eftir henni.
Hins vegar er líklegt að Ísraelum verði að ósk sinni um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða til að knýja fram fullnustu þessa ákvæðis af hendi Sýrlendinga. Sýrlendingar hafa nefnilega ekki þjóð með neitunarvald í öryggisráðinu til að stöðva allar þvingunaraðgerðir gegn sér eins og Ísraelar.
![]() |
Ísrael: Sýrlendingar brotlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2008 | 12:18
Nú er ég bullandi óánægður með formann míns flokks.
Það er alveg jafn mikil ástæða til að styðja Taiwan og Tíbet í sjálfstæðisbáráttu sinni eins og Kosovo og Palestínumenn. Ef Ísland greiðir atkvæði gegn aðildarumsókn Taiwans þá höfum við gert illa í buxurnar í mannréttingamálum. Við eigum að hætta að sleikja rassinn á þeim fjöldamorðingjum, sem ráða ríkjum í Kína og styðja með mætti sjálstæðisbaráttu bæði Taiwan og Tíbeta hverjar, sem afleiðingarnar verða í samskiptum okkar við Kína.
![]() |
Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2008 | 15:14
Meira af þessu
Nú er ég stoltur af formanni flokks míns og utanríkisráðherra Íslands. Vonandi notar hún þessi sömu orð á alþjóðavettvangi og í skilaboðum sínum til ísraelskra stjórnvalda.
Meira af þessu. Við Íslendingar þurfum að gera miklu meira en hingað til í aðstoð okkar við kúgaðar hernumdar þjóðir. Við þurfum einnig að gera meira af því að tala skýrum orðum til kúgara heimsins.
![]() |
Utanríkisráðherra sendir kveðju á baráttufund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2008 | 01:59
Af hverju ekki að taka bara samlíkingu við spænska rannsóknarréttinn
Það væri mun eðlilegri samlíking að bera þau sýndarréttarhöld, sem nú eiga að fara fram í Bandaríknunum við spænska rannsóknarréttinn. Þar var ekki verið að láta hluti eins og sannanir þvælast fyrir sér þegar refsa þurfti mönnum fremur en mun verða í þessum sýndarréttarhöldum. Í báðum tilfellum hafa játningar verið fengnar fram með pyntingum.
Helstu "sannanir" gegn þessum mönnum eru játningar fengnar með pyntingum. Einnig hefur Bandaríkjaþing samþykkt að í þessum sérstaka dómstóli megi nota vitnisburð frá þriðja aðila fengnum fram með pyntingum yfir honum. Væntanlega hefur það samþykki verið fengið fram vegna þess að það hefur þurft til að geta náð fram "sönnunum" gegn þessum mönnum.
Er ekki lágmarkskrafa að réttarhöldin yfir þessum mönnum fari fram fyrir almennum dómstólum með sömu kröfum um sannanir eins og þar er krafist. Nú veltir maður því fyrir sér hvort ein af ástæðunum fyrir því að Bandaríkjamenn vilja ekki gerast aðilar að alþjóða stríðsglæpadómstólnum sé sú að ef þeri væru það yrðu þeir að láta hann rétta í máli þessara manna og þá gætu þessar svokölluðu "sannanir" þeirra ekki dugað til sakfellingar auk þess, sem dauðadómar væru útilokaðir færi svo að eihver yrði sakfelldur.
Það er einnig út í hött að taka 60 ára dómafordæmi og horfa síðan fram hjá öllum dómafordæmum síðan þá. Viðhorf til dauðarefsinga voru einfaldlega önnur á þessum tíma. Á þessum tíma voru nær öll lönd í heiminum, þar með talið Vesturlönd, með dauðarefsingar inni í sinni réttarheimild þó þær væru mismikið notaðar. Í dag eru Bandaríkin eina landið á Vesturlöndum með dauðarefsingarinni í sinni réttarheimild og það er aðeins hluti ríkja Bandaríkjanna, sem heimilar notkun þeirra.
Seinust áratugi hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki heimilað dauðarefsingar í neinum af þeim stríðsglæpadómstólum, sem þær hafa komið upp. Meira að segja þeir, sem berfa höfðábyrgðína á morðum á hálfri milljón manna í Rúganda geta ekki átt von á dauðarefsingu verið þeir sekir fundnir fyrir þeim stríðsglæpadómstól, sem settur var á eftir þau fjöldamorð.
Eitt enn. Var bílstjói Hitlers ákærður fyrir stríðsglæpi? Voru bílstjórar annarra nasistaforingja ákærðir fyir stríðsglæpi? Voru einkaritarar þeirra eða aðrir starfsmenn ákærðir fyrir stríðsglæpi? Hafa bílstórar eða aðrir starfsmenn ákærðra stríðsglæpamanna einhvern tíman verið ákærðir fyrir stríðsglæpi? Mér skilst að það eigi að ákæra bísltjóra Osama Bin Laden fyrir hryðjuverk þó ég viti reyndar ekki hvort hann er meðal þessara sexmenninga.
![]() |
Líkt við Nürnbergréttarhöldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)